Færslur: stjórnmálaflokkar
Nýliðar höfðu sigur í slóvensku þingkosningunum
Frelsishreyfingin, flokkur nýliðans Roberts Golob, hafði afgerandi betur gegn Lýðræðisflokki forsætisráðherrans, Janez Janša, í þingkosningum í Slóveníu í dag. Eftir að næstum öll atkvæði hafa verið talin er Frelsishreyfingin með 34,5 prósent atkvæða gegn 23,6 prósentum Slóvenska lýðræðisflokksins.
24.04.2022 - 23:20
Almenn óánægja með hvernig til tókst með bankasöluna
Um það bil 83 af hundraði landsmanna eru óánægð með fyrirkomulagið á sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Tæplega sjötíu prósent eru mjög óánægð en aðeins þrjú prósent mjög ánægð. Um sjö prósent segjast ánægð með hvernig til tókst.
20.04.2022 - 06:00
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
13.04.2022 - 13:00
Þjóðarpúls: Miðflokkurinn nær ekki inn manni
Hvorki Miðflokkurinn né Sósíalistaflokkur Íslands ná manni inn á þing samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentustigum frá kosningum.
03.11.2021 - 18:00
Kosningafjör á Íslandi frá lýðveldisstofnun
Frá lýðveldisstofnun hafa iðulega komið fram ný framboð við alþingiskosningar, þó ekki í öllum kosningum og mismörg hverju sinni. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að níu framboð nái mönnum á þing í yfirstandandi kosningum.
25.09.2021 - 18:33
Nokkur vinstri sveifla í nýrri skoðanakönnun
Fylgi eykst við vinstri flokkana samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR í samvinnu við Morgunblaðið og mbl.is. Útilokað yrði að mynda þriggja flokka stjórn sem þýðir að núverandi stjórn er fallin. Sjálfstæðisflokkur missir fylgi en er þó í kjörstöðu við stjórnarmyndun samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
18.09.2021 - 05:05
Suga forsætisráðherra hyggst hætta sem flokksformaður
Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans tilkynnti í morgun að hann sæktist ekki eftir endurkjöri sem leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins síðar í mánuðinum.
03.09.2021 - 04:13
Samfylkingin boðar stórsókn í loftslagsmálum
Samfylkingin boðar stórsókn í loftslagsmálum, þjóðarátak í geðheilbrigðismálum og að setja fjölskylduna í forgang í kosningastefnu fyrir alþingiskosningar sem fram fara eftir sléttan mánuð. Formaðurinn segir að hér þurfi annars konar ríkisstjórn.
25.08.2021 - 12:32
ASÍ aflýsir þingi vegna faraldursins
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands tilkynnti í morgun að þeir hafi aflýst málefnahluta þings sambandsins, sem átti að fara fram 8. og 9. september. Þau segja ástæðuna vera samkomutakmarkanir og fjöldi smita í samfélaginu. Þó ítrustu sóttvarnarráðstafana yrði gætt telja þau samt umtalsverða hættu á því að smit gæti breiðst út meðal þingfulltrúa.
20.08.2021 - 10:51
Stóraukin framlög til flokka og víða vænn kosningaforði
Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka hafa stóraukist á síðastliðnum árum. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem stóð sterkast að vígi fjárhagslega í árslok 2019 og er líklega með besta kosningaforðann nú. Næstbest stóð Samfylkingin en minnst var í veski Sósíalistaflokksins.
27.07.2021 - 09:25
Enn liggur ekki fyrir hvenær þing lýkur störfum
Enn liggur ekki fyrir hvenær kemur að þinglokum. Hlé hefur verið gert á samingaviðræðum þingflokksformannana um þinglok en viðræðum verður fram haldið í fyrramálið.
10.06.2021 - 23:38
Segjast ganga óbundin til kosninga með undantekningum
Fulltrúar þeirra flokka sem eiga sæti á þingi veltu upp mögulegu stjórnarmynstri í Silfrinu í morgun. Flest sögðust ganga óbundin til kosninga í haust en þó voru undantekningar á því.
30.05.2021 - 16:07
Afleiðingar faraldurs, atvinna og jöfnuður til umræðu
Kórónuveirufaraldurinn var leiðtogum stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi ofarlega í huga aðspurð um hverjar áherslurnar yrðu fyrir þingkosningarnar í haust. Leiðtogarnir voru gestir í Silfrinu í morgun og nefndu auk faraldursins, atvinnumál, loftslagsvána og sjálfvirknivæðingu til framtíðar.
30.05.2021 - 12:23
Starfslok miðist við áhuga, færni og getu en ekki aldur
Einfalda þarf flókið og sundurleitt lagaumhverfi í málefnum eldri borgara og gera það skilvirkara. Lágmarkslífeyrir skal aldrei vera lægri en umsamin lágmarkslaun á vinnumarkaði. Endurskoða ber reglur um starfslok. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áhersluatriðum eldra fólks fyrir komandi Alþingiskosningar.
28.05.2021 - 09:39
Landsfundur Vinstri grænna: Saman til framtíðar
Rafrænn landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hefst í dag og verður fram haldið á morgun. Yfirskrift fundarins er Saman til framtíðar. Hann er haldinn á Hilton Nordica í Reykjavík og hefst á ávarpi formannsins, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
07.05.2021 - 16:56
Ánægja með landamærareglurnar samkvæmt Þjóðarpúlsi
Meirihluti landsmanna er ánægður með nýjar landamærareglur stjórnvalda samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Nýju reglurnar voru kynntar undir lok aprílmánaðar og tóku gildi viku síðar.
07.05.2021 - 14:46
Segir öllum heimilt að aka um göngugötur eftir miðnætti
Borgarfulltrúi Miðflokksins segir fyrir liggja að opna megi svokallaðar sumargötur fyrir bílaumferð á miðnætti, en tímabundin ráðstöfun þeirra sem göngugatna rennur þá út.
30.04.2021 - 17:08
Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Píratar bæta við sig
Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Píratar bæta allir við sig um það bil tveimur prósentustigum í nýrri fylgiskönnun MMR sem var birt í dag, ef miðað er við þá síðustu sem var birt í mars. Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkur minnka.
08.04.2021 - 13:49
Ferðakostnaður, sóttvarnarreglur og fjármálaáætlun
Þingmenn sem sækjast eftir endurkjöri í kosningum fá ekki greiddan ferðakostnað þegar sex vikur eru til kjördags samkvæmt nýju frumvarpi sem nánast öll forsætisnefnd Alþingis leggur fram. Verði frumvarpið samþykkt gildir það fyrir kosningarnar í haust.
26.03.2021 - 19:10
Nýr stjórnmálaflokkur stofnaður - Landsflokkurinn
Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðarmaður og listamaður hefur stofnað stjórnmálaflokk, Landsflokkinn. Fram kemur í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum nú rétt í þessu að flokkurinn sé nýstofnaður og stefnt sé að framboði á landinu öllu fyrir alþingiskosningarnar í september. Nái flokkurinn manni á þing, verði frumvarp að nýrri stjórnarskrá það fyrsta sem lagt verði fram.
18.03.2021 - 16:13
Einn af hverjum sex ætlar að hætta á þingi
Nú hafa tíu þingmenn, átta karlar og tvær konur, lýst því yfir að þeir hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir kosingarnar í haust. Meðal þeirra eru níu þingmenn sem leiddu lista fyrir síðustu kosningar, þar af oddvitar þriggja lista í Norðausturkjördæmi og þrír þingmenn af þeim sjö sem Samfylkingin fékk kjörna í síðustu kosningum.
17.03.2021 - 16:55
Njáll Trausti vill leiða listann í norðausturkjördæmi
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í norðausturkjördæmi, hyggst gefa kost á sér í oddvitasæti listans í kjördæminu. Þar var Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann hyggist hverfa af þingi.
13.03.2021 - 14:18
Sósíalistaflokkurinn bætir við sig fylgi
Sósíalistaflokkurinn myndi ná inn mönnum á þing ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Viðreisn og Samfylkingin tapa fylgi á milli mánaða.
01.03.2021 - 21:30
Almar Sigurðsson vill fara fyrir VG í Suðurkjördæmi
Almar Sigurðsson sem rekur gistiheimlið að Lambastöðum í Flóhreppi sækist eftir því að skipa fyrsta sæti lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
27.02.2021 - 15:21
Félög eldri borgara vilja örugg sæti á listum flokkanna
Öllum stjórnmálaflokkum hefur verið send áskorun um að tryggja eldri borgurum örugg sæti á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar í haust. Eldra fólk vilji komast á þing til að hafa áhrif.
26.02.2021 - 09:29