Færslur: Stjórnmál

Þingkosningar í Norður-Makedóníu
Norður-Makedónar ganga að kjörborðinu í dag. Nýtt þing og stjórn þurfa að takast á við kórónuveirufaraldur og upphaf viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið.
Myndskeið
Mjótt á munum samkvæmt útgönguspám en Duda leiðir
Samkvæmt fyrstu útgönguspám í Póllandi leiðir Andrzej Duda með 50,4 prósent atkvæða. Fylgi Rafal Trzaskowski mælist 49,6 prósent.
12.07.2020 - 20:22
Spenna í loftinu á kjördag í Póllandi
Pólverjar kjósa sér forseta í dag þegar önnur umferð kosninganna fer fram. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist fylgi frambjóðendanna tveggja vera hnífjafnt og því er töluverð spenna í loftinu.
12.07.2020 - 12:29
Móta ber skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum
Búa þarf Ísland undir þátttöku í kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar. Fyrsta skrefið til þess er að styrkja umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Capacent vann í samstarfi við Loftslagsráð.
Myndskeið
Eldsvoðinn greypti sig í minni þjóðarinnar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði nú fyrir stundu blómsveig frá ríkisstjórninni að minnisvarða á Þingvöllum um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, Sigríði Björnsdóttur eiginkonu hans og Benedikt Vilmundarson dótturson þeirra. Þau létust í eldsvoða á þeim sama stað fyrir fimmtíu árum.
10.07.2020 - 15:59
Íhaldsflokkurinn HDZ mælist stærstur
Þingkosningar fóru fram í Króatíu í dag. Kjörstöðum var lokað klukkan sjö að staðartíma.  Á tíunda tímanum í kvöld höfðu tæplega 44 prósent atkvæða verið talin. Samkvæmt nýjustu tölum er íhaldsflokkurinn HDZ með flest atkvæða. Hann fengi 70 þingsæti af 151.
05.07.2020 - 21:52
Færeyska glæpaþáttaröðin TROM fær fé frá landsstjórn
Líkur hafa á ný aukist á að færeyska glæpaþáttaröðin TROM verði kvikmynduð í Færeyjum. Landsstjórnin hefur haldið að sér höndum um fjármögnun þannig að um tíma leit út fyrir að upptökur yrðu á Íslandi í staðinn.
Líffræðilegt kyn hverfur úr hollenskum skilríkjum
Líffræðilegs kyns einstaklinga verður ekki getið á hollenskum skilríkjum í framtíðinni nái hugmyndir Ingrid van Engelshoven mennta- og menningarmálaráðherra landsins fram að ganga.
Viðtal
Telur að innlimun Vesturbakkans hefði alvarleg áhrif
Fjórir þingmenn í utanríkismálanefnd Alþingis hafa hvatt ríkisstjórnina til að mótmæla því að Ísrael innlimi Vesturbakkann. Til stóð að Ísraelar myndu hefja innlimunina í gær, 1. júlí. Varnarmálaráðherra landsins, Benny Gantz, lýsti því yfir í vikunni að því yrði frestað og að baráttan við kórónuveiruna yrði að vera í forgangi.
02.07.2020 - 14:45
Myndband
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti breytingar Pútíns
Yfirgnæfandi meirihluti Rússa samþykkti stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, segir að með breytingunum færist stjórnskipun landsins í íhaldssama og þjóðernissinnaða átt. 
01.07.2020 - 22:51
Myndband
Leikföng, ávextir og grænmeti í stað mótmælenda
Rússar greiða þessa dagana atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. Andstæðingar stjórnvalda hafa ekki boðað til mótmæla á götum úti vegna kórónuveirufaraldursins en nýta leikföng og grænmeti sem staðgengla sína.
30.06.2020 - 13:50
Öryggislög í Hong Kong taka gildi 1. júlí
Kínverska þingið samþykkti endanlega í dag umdeild öryggislög um Hong Kong. Með þeim verða allar tilraunir til að segja sig úr lögum við Kína refsiverðar. Hörð viðurlög verða við hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynilegum samskiptum við erlend öfl.
30.06.2020 - 04:48
Ekki enn útilokað að kvikmynda Trom í Færeyjum
Helgi Abrahamsen, umhverfis-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Færeyja segist nú vera áfram um að sjónvarpsþáttaröðin Trom verði kvikmynduð þar í landi.
Afstaða styður frumvarp um afglæpavæðingu
Afstaða, félag fanga, lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna.
29.06.2020 - 00:48
Forsetakosningar í Póllandi
Í dag verður gengið til kosninga í Póllandi. Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
Síkvikt forsetaembætti
Fyrstu fjórum árum Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta svipar að mörgu leyti til tíma Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur í embætti. Almennt virðist vera litið á forsetann sem sameiningartákn, hann þykir alþýðlegur og hefur lagt sig í líma við að styðja við góð málefni.
Níundu forsetakosningar lýðveldistímans
Forsetakosningarnar núna eru þær níundu frá stofnun lýðveldisins. Fyrstu almennu forsetakosningarnar voru háðar árið 1952 eftir að Sveinn Björnsson lést í embætti.
28.06.2020 - 01:31
Viðtal
Guðni auðmjúkur og þakklátur eftir fyrstu tölur
Guðni Th. Jóhannesson segist finna til auðmýktar og þakklætis eftir að fyrstu tölur birtust en niðurstaðan væri afgerandi enda er hann með yfir 90% atkvæða þegar tíu þúsund atkvæði hafa verið talin.
27.06.2020 - 22:25
Fréttaskýring
Binda miklar vonir við „business as usual“
Fyrir árið 2030 þarf losun frá vegasamgöngum að minnka um 37%. Það er stuttur tími en vísindamenn sem mátu aðgerðir í uppfærðri loftslagsáætlun stjórnvalda telja að það náist. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar furðar sig á forsendum matsins, segir grunnsviðsmynd gera ráð fyrir því að stór hluti samdráttarins verði sjálfkrafa án aðgerða. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfisfræði, leiddi matsvinnuna. Hún gerir ráð fyrir viðsnúningi í orkunotkun á næstu tíu árum.
Forsetakosningar í Póllandi á sunnudag
Framtíð hægri stjórnarinnar í Póllandi gæti verið ógnað vegna úrslita forsetakosninganna þar í landi á sunnudag. Skoðanakannanir sýna þó að öruggt megi teljast að núverandi forseti Andrzej Duda verði efstur í kjörinu en ólíklegt þykir að hann nái þeim helmingi atkvæða sem þarf til sigurs.
26.06.2020 - 04:31
Er lýðræðið í hættu?
Yfir fimm hundruð leiðandi einstaklingar á sviði stjórnmála, velferðarmála, lista og menningar hafa skrifað opið bréf til almennings þar sem þau vara við því að einhverjar ríkisstjórnir heimsins geti notað kórónuveirufaraldurinn sem skálkaskjól að auka völd sín.
25.06.2020 - 06:46
Póllandsforseti heimsækir Washington
Andrzej Duda forseti Póllands er væntanlegur í dag í opinbera heimsókn til Washington. Nú eru aðeins fjórir dagar í forsetakosningar í Póllandi en heimsóknin var ákveðin með skömmum fyrirvara.
24.06.2020 - 03:21
Færeysk glæpasería í burðarliðnum
Nú ætla Færeyingar að hasla sér völl í gerð glæpaþátta. Þáttaröðin TROM sem byggir á bókum Jógvans Isaksen um rannsóknarblaðamanninn Hannis Martinsson verður dýrasta kvikmyndaverkefni sem Færeyingar hafa lagt í hingað til.
24.06.2020 - 02:19
Viðtal
Renna ekki blint í sjóinn eins og í fyrri aðgerðaáætlun
Stjórnvöld kynntu í dag uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, útgáfan hefur tafist ítrekað. „Þó svo áætlunin að hafi dregist höfum við samt sem áður verið að setja aðgerðir, hverja á fætur annarri í framkvæmd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Hann getur ekki svarað því hversu miklum samdrætti stjórnvöld hafa þegar náð. Tæpir sjö milljarðar fylgdu áætluninni árið 2018 en nú eru þeir níu. Þá er eftirfylgni með aðgerðum bætt.
Viðtal
„Það verður allt, allt annað að taka við af okkur“
Drög að skýrslu um stjórnsýslu loftslagsmála eru ekki áfellisdómur heldur leiðarljós. Þetta er mat umhverfisráðherra. Þegar hafi verið brugðist við hluta gagnrýninnar í drögunum. Loftslagsráð bað Capacent að vinna skýrsluna en ráðherra pantaði hana. Loftslagsráð á nefnilega bæði að veita stjórnvöldum aðhald og vinna verkefni fyrir ráðherra, þetta tvöfalda hlutverk ráðsins er eitt af fjölmörgum atriðum sem var gagnrýnt í skýrsludrögunum.