Færslur: Stjórnarslit

Viðtal
Ógnanir vegna stjórnarslita
Theodóra Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að hún hafi fengið nafnlaus símtöl með hótunum eftir að Björt framtíð ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í haust. Við það varð hún óttaslegin og ákvað að draga sig út úr umræðunni.
13.03.2018 - 09:29
Björt: Kusu of snemma um stjórnarslit
Kosning innan Bjartrar framtíðar um það hvort ætti að slíta stjórnarsamstarfi síðustu ríkisstjórnar var haldin of snemma, að mati Bjartar Ólafsdóttur, fyrrum umhverfisráðherra og núverandi formanns flokksins. Hún segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að betra hefði verið að bíða aðeins. 
02.12.2017 - 09:45
„Stjórnarslitin sýna að fólk hefur fengið nóg“
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að ekki hefði verið tilefni til þess að slíta stjórnarsamstarfi í haust, ef kröfum flokksins um upplýsingar hefði verið mætt. Landbúnaðarráðherra segir að málið sem leiddi til stjórnarslitanna sé gríðarstórt og sýni að fólk hefur fengið nóg af kerfi sem tekur ekki mark á þolendum kynferðisafbrota.
10.10.2017 - 15:59
Mynd með færslu
Uppreist æru og útlendingalög rædd á þingi
Fundur hefst á Alþingi klukkan 13.30. Fyrir þinginu liggur að ræða um fjögur mál: frumvarp allra flokksformanna um að afnema uppreist æru, fyrirhugaðar kosningar til Alþingis, frumvarp formanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins um breytingar á útlendingalögum og svo frestun á þingfundum.
26.09.2017 - 13:21
Senda hvert öðru pillu eftir samkomulag
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að hafa stillt þingmönnum stjórnarandstöðunnar upp við vegg og hótað því að það yrði ekkert samkomulag nema fallið yrði frá stjórnarskrármálinu. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að öryggi barna og velferð hafi verið notuð sem skiptimynt til að semja um þinglok. Forsætisráðherra segir suma þingmenn fara mikinn en telur að nýjum botni hafi verið náð í umræðunni með ummælum Smára.
25.09.2017 - 22:27
Stjórnmálaforingjar missáttir með samkomulagið
Fáir af þeim forystumönnum stjórnmálaflokka, sem sæti eiga á þingi, virðast á eitt sáttir með það samkomulag sem gert var um hvernig eigi að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Þeir eru þó ánægðir með að breytingar verði gerðar á útlendingalögum sem tryggja meðal annars að hinni nígerísku Mary og hinni afgönsku Haneyie verður ekki vísað úr landi en mál þeirra hefur verið töluvert til umfjöllunar.
25.09.2017 - 19:50
Of snemmt að stilla saman ríkisstjórnum
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir að það sé alltof snemmt að fara að stilla saman ríkisstjórnum eða reikna út þingsæti. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru Vinstri-græn langstærsti flokkur landsins með 30 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur með 23 prósenta fylgi. Aðrir flokkar mælast með tíu til ellefu prósenta fylgi eða minna.
23.09.2017 - 12:46
Myndskeið
Aðeins samkomulag um uppreist æru
Engin niðurstaða liggur fyrir um framhald þingstarfa og hefur nýr formannafundur verið boðaður. Forsætisráðherra segist vilja klára strax í næstu viku og er ekki vongóður um að samkomulag náist um endurskoðun stjórnarskrár. Samkomulag er í augsýn um uppreist æru, önnur mál sitja föst.
22.09.2017 - 20:21
Starfsstjórn kemur saman til fundar
Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra kom saman til fundar í Stjórnarráðinu í morgun. Tilefnið var fyrst og fremst að fjalla um ýmis tæknileg mál en forsætisráðherra fjallaði jafnframt um stöðu starfsstjórna.
22.09.2017 - 11:13
Meira en 60 milljarðar þurrkast úr Kauphöll
Tugir milljarða hafa þurrkast út úr Kauphöll Íslands síðustu daga. Forstjóri Kauphallarinnar rekur lækkanirnar til stjórnarslitanna og þeirrar óvissu sem nú blasi við í framhaldinu. Erlendir fjárfestar vilji síður skoða þá möguleika sem hér séu í boði. Það sé dapurlegt að svartsýni á mörkuðum hafi aukist þar sem allir  mælikvarðar séu ákjósanlegir og í raun öfundsverðir.
21.09.2017 - 21:37
„Málefnalegar ástæður“ fyrir að segja Bjarna
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis taldi að málefnaleg ástæða hefði verið fyrir því að Sigríður Andersen,dómsmálaráðherra, upplýsti Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um trúnaðargögn úr stjórnsýslumáli sem tengdust aðila nákomnum honum. Tilefnið hafi verið að þá hafi verið uppi vangaveltur um að Bjarni hefði komið að afgreiðslu þessa tiltekna máls. Slíkt geti skipt máli og því hafi verið eðlilegt að taka afstöðu til hæfis í viðkomandi máli.
21.09.2017 - 19:33
Kynnir frumvarp um uppreist æru á morgun
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ætlar á morgun að kynna frumvarp um breytingu á uppreist æru fyrir formönnum þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún vonar að samstaða náist um það meðal þingmanna að samþykkja frumvarpið fyrir þinglok en engin sátt hefur náðst um hvernig þingstörfum skuli hagað fram að kosningum.
21.09.2017 - 18:34
Sigríður: „Kemur mér ekki á óvart“
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að niðurstaða umboðsmanns Alþingis, komi sér ekki á óvart og sé í samræmi við það sem hún hafi lýst, meðal annars á opnum nefndarfundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður greindi þingnefndinni frá því á lokuðum fundi í morgun að Sigríður hefði ekki brotið trúnaðareglur þegar hún greindi forsætisráðherra frá því að faðir hans hefði skrifað undir meðmælabréf til stuðnings því að dæmdum barnaníðing yrði veitt uppreist æra.
21.09.2017 - 14:51
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í dag að fresta landsfundi flokksins þar til í byrjun næsta árs. Þetta staðfestir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, í samtali við fréttastofu. Halda á landsfundinn á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og segir Þórður að þá sé sérstaklega verið að líta til febrúar eða byrjun mars.
20.09.2017 - 19:47
Engin stríðsyfirlýsing að setja Brynjar af
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðismanna hefði átt að hafa frumkvæði að því að láta af formennsku í nefndinni. Það sé engin stríðsyfirlýsing að setja hann af.  
20.09.2017 - 08:14
Mynd með færslu
Dómsmálaráðherra situr fyrir svörum
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætti á opinn fund stjórnaskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis klukkan tíu. Til umfjöllunar eru reglur um uppreist æru og ýmislegt sem tengist þeim málum, sem urðu ríkisstjórninni að falli.
19.09.2017 - 07:10
Myndskeið
Guðni samþykki þingrof ekki sjálfkrafa
Guðni Th. Jóhannesson hefur nú gert mönnum ljóst að svo lengi sem hann verður forseti getur forsætisráðherra ekki gengið að því vísu að þingrofsbeiðni verði samþykkt. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í kvöldfréttum RÚV. Ólafur vísaði þar til orða forsetans eftir fund með forsætisráðherra í morgun um að hann hefði kannað hug forystumanna annarra flokka til þingrofs áður en hann samþykkti það.
18.09.2017 - 19:40
Búið að tilkynna þingrof
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra las upp á Alþingi bréf forseta um að Alþingi verði rofið 28. október næstkomandi og að þann sama dag fari fram þingkosningar. Forsætisráðherra gekk á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta á Bessastöðum fyrir hádegi. Hann hafði þingrofsbeiðni með sér og fékk undirritun forseta. 
18.09.2017 - 15:33
Myndskeið
Boltinn nú hjá kjósendum
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði á fundi með blaðamönnum í morgun að þingkosningar ættu að tryggja að komið verði á röð og reglu. Hann segir að boltinn sé nú hjá kjósendum. „Ég hef lagt á það áherslu eftir að þetta kom upp að bregðast hratt við,“ sagði Bjarni.
Myndskeið
Þingkosningar verða 28. október
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur fallist á tillögu forsætisráðherra um að þing verði rofið og gengið verði til kosninga 28. október. Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta. Guðni sagðist hafa rætt við formenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi um hvort hægt væri að mynda nýja ríkisstjórn. Að þeim viðræðum loknum hafi honum orðið ljóst að slíkt væri ekki í spilunum.
Bein textalýsing
Stjórnin sprungin - kosningar í næsta mánuði
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gekk á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands klukkan 11 með þingrofsskjalið. Guðni skrifaði undir skjalið að loknum stuttum fundi með Bjarna sem fór síðan niður á Alþingi þar sem formenn allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi hittust á fundi. Klukkan 15:30 las Bjarni svo upp tilkynningu þess efnis að þing yrði rofið 28. október og að gengið yrði til kosninga sama dag.
18.09.2017 - 09:44
Allir ráðherrar geta kynnt sér trúnaðarskjöl
Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar geta kynnt sér trúnaðarskjöl sem fylgja ákvörðunum sem fara frá ráðuneyti inn á borð ríkisstjórnar. Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hún segir fagráðherra verða að geta rætt við forsætisráðherra í trúnaði og án takmarkana.
18.09.2017 - 04:51
Segir Sigríði fyrsta til að spyrna við fótum
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, segir að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi neitað að samþykkja uppreist æru sakamanns. Beiðni hafi legið á borði hennar frá því í vor og hafi hún þá kynnt sér þær reglur sem gilda um uppreist æru.
17.09.2017 - 23:56
Viðtal
Væri hægt að ná samkomulagi um að klára mál
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að mögulegt sé að afgreiða mál þótt þing verði rofið. „Það er auðvitað bara í höndum þeirra sem sitja á þinginu að ræða það. Náist samkomulag um að klára einhver mál þá er það auðvitað möguleiki.“ Engin mál séu hins vegar inni í nefndum þingsins
17.09.2017 - 18:32
Ræða framhald þingstarfa á morgun
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis hefur ákveðið að reglulegir fundir formanna þingflokka og forsætisnefndar falli niður á morgun. Öllum nefndarfundum hefur verið aflýst og verður tilkynnt um þingfund síðar.
17.09.2017 - 16:57