Færslur: stjórnarskrárbreytingar

Atkvæðagreiðsla um tilhögun þungunarrofs í Kansas
Kjósendur í Kansas, einu miðvesturríkja Bandaríkjanna, ganga í dag til atkvæðagreiðslu um hvernig haga skuli reglum um þungunarrof í ríkinu. Það er því í höndum Kansasbúa sjálfra að ákveða hvort rétturinn til þungunarrofs verði afnuminn úr stjórnarskrá ríkisins.
Bandaríkjamenn ávíttir fyrir „óásættanleg ummæli“
Utanríkisráðuneyti Túnis kallaði sendifulltrúa Bandaríkjanna á teppið í dag. Tilgangurinn var að fordæma það sem þeir nefna óásættanlegar yfirlýsingar bandarískra embættis- og stjórnmálamanna vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá og stjórnmálaþróun í landinu.
Forseti Túnis fær nær alræðisvald í nýrri stjórnarskrá
Forseti Túnis fær nær alræðisvald, samkvæmt ákvæðum nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á mánudag. Afar dræm þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en andstæðingar forsetans hvöttu til sniðgöngu.
Sjónvarpsfrétt
Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla í Túnis
Afar umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í Túnis í dag. Landið hefur fikrað sig áfram á braut lýðræðis frá 2010 en nú óttast margir að með nýju stjórnarskránni verði það aftur að einræðisríki. Yfir 90 prósent samþykktu breytingarnar í atkvæðagreiðslunni samkvæmt útgönguspám.
25.07.2022 - 22:40
Myndskeið
Forseti setti þing og hvatti til stjórnarskrárbreytinga
Alþingi var sett í dag, en vegna kórónuveirufaraldursins var aðeins örfáum boðið til þingsetningarinnar. Að vanda setti forseti Íslands Alþingi og um leið hvatti hann þingheim til að ráðast í umbætur á stjórnarskránni.
„Verður þjóðareignin raunverulega virk?“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um breytingar á Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á Alþingi síðdegis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, svaraði Katrínu og gagnrýndi harðlega auðlindaákvæðið og að ekki væri skýrar kveðið á um að nýtingarheimildir þyrftu að vera tímabundnar eða uppsegjanlegar.
03.02.2021 - 16:41
Fagnar frumvarpi en bíður með stuðningsyfirlýsingu
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fagnar frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá en er þó ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við málið að svo stöddu. Frumvarpið gerir ráð fyrir nýju auðlindaákvæði og þá verður kjörtímabil forseta Íslands lengt úr fjórum árum í sex.
23.01.2021 - 19:15
Mikilvægt að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar
Formaður Miðflokksins telur ólíklegt að hægt verði að skapa breiða samstöðu um tillögur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Hann segir óheppilegt að ráðherra hafi kosið að leggja þetta fram sem þingmannafrumvarp eins og hvert annað pólitískt deiluefni.
23.01.2021 - 12:45
Ágreiningur um auðlindaákvæði
Formaður Flokks fólksins segir að flokkurinn ætli að óbreyttu ekki að styðja frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Formaður Framsóknarflokksins segist hins vegar vera sáttur við niðurstöðuna.
19.01.2021 - 12:45
Leggur fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur ein fram frumvarp með tillögum að breytingu á stjórnarskrá Íslands. Formlegri vinnu formanna allra flokka á Alþingi um þessi mál er lokið og þar tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt frumvarp.
14.01.2021 - 18:00
Logi segir forsætisráðherra hafa mistekist
Leið forsætisráðherra, um samvinnu við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um stjórnarskrána, hefur mistekist. Þetta segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Hann spáir langmestum átökum á þingi um auðlindaákvæðið. 
Styður þrjú af fjórum frumvörpum Katrínar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun verða flutningsmaður á þremur af fjórum frumvörpum sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja fyrir þingið í mánuðinum um breytingar á stjórnarskránni. Katrín kallaði formenn flokkanna til fundar um málin í dag. Þorgerður Katrín segir ljóst að grundvallarágreiningur ríki um auðlindákvæðið sem hún styður ekki.
„Vonbrigði að við skulum ekki vera búin að ná lengra“
Ekkert útlit er fyrir samkomulag milli formanna þingflokkanna um breytingartillögur Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á stjórnarskránni eftir formannafund í dag þar sem frumvörpin voru til umræðu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lýsti vonbrigðum eftir fundinn.
10.11.2020 - 18:06
Myndskeið
„Ekki nóg að hafa fallegar hugmyndir og góðan ásetning“
Það er ekkert í lögum sem segir til um hvernig á að fara með tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá frá 2011. Alþingi vissi því ekki hvað ætti að gera við þær og bar engin skylda til að samþykkja þær sem nýja stjórnarskrá. Það hefði verið brot á 79. grein stjórnarskrárinnar. Þetta segir Catherine Dupré dósent í  samanburðarlögfræði við háskólann í Exeter í Englandi. 
Frumvarp Katrínar gefur þingmönnum frjálsari hendur
Meiri líkur eru en minni á að stjórnarskrárfrumvörp Katrínar Jakobsdóttur verði samþykkt á Alþingi. Þetta er mat Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðings. Þingmenn séu ekki eins bundnir af flokksaga í stjórnarskrármálinu þar sem hún leggur frumvörpin fram sem þingmaður, ekki forsætisráðherra.
Ný stjórnarskrá ratar á Alþingi í dag
Mælt verður fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá á Alþingi í dag, í fjórða sinn. Þingmenn Pírata og Samfylkingar og tveir þingmenn utan flokka leggja frumvarpið fram. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, flutningsmaður frumvarpsins og þingmaður Pírata, er hóflega bjartsýn um að það nái fram að ganga í þetta sinn.
Bjarni: Tímabært að finna lendingu með auðlindaákvæðið
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki eiga að þrýsta í gegn breytingum á stjórnarskránni náist ekki samstaða. Sjálfur segist hann ekki sjá í stjórnarskránni rót einhvers vanda sem við er etja í dag. Hann segir tímabært að finna lendingu í auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar sem einna mest vinna hafi verið lögð í. Rúmlega 41 þúsund manns hafa skráð sig í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að stjórnarskráin sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 verði lögfest. 
Myndskeið
Hvað er nýja stjórnarskráin?
Baráttufólk fyrir nýrri stjórnarskrá vonast margt til að hún komist á dagskrá fyrir Alþingiskosningarnar að ári. Prófessor í stjórnskipunarrétti segir að búið sé að hafna því að tillögur stjórnlagaráðs verði samþykktar í einu lagi.
Segist ekki fylgjast með einstaka veggjakroti
Forsætisráðherra segist ekki fylgjast með einstaka veggjakroti og gerir ekki athugasemdir við að fólk nýti sér slíkt til að koma sjónarmiðum á framfæri. Undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Alþingi að samþykkja nýja stjórnarskrá tók verulegan kipp eftir að starfsmenn Stjórnarráðsins hreinsuðu slagorð söfnunarinnar af vegg í miðborginni.
59% Íslendinga telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Um sex af hverjum tíu telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á þessu kjörtímabili. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem var gerð í september. 25 prósent segja lítilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá.
Þrifaæði stjórnvalda veldur undirskriftasprengingu
Ákall um nýja stjórnarskrá sem málað var á vegg við Atvinnuvegaráðuneytið var fjarlægt seinni partinn í dag. Áletrunin „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ var máluð á vegginn um helgina. Veggurinn tilheyrir lóð Sjávarútvegshússins við Skúlagötu í Reykjavík. Formaður Stjórnarskrárfélagsins segir aðgerðina lýsandi fyrir afstöðu yfirvalda. Þrifaæði þeirra hafi hrint af stað sprengingu í undirskriftum á kröfulista um nýja stjórnarskrá.
Vonast eftir efnislegri umræðu um ákvæði í frumvörpunum
Feneyjanefnd Evrópuráðsins telur í áliti sínu, sem birt var í gærkvöld, að í tillögum um breytingar á stjórnarskránni sé of mikið vald framselt í hendur löggjafans og að samræma þurfi ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur reglum um synjunarvald forsetans. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur mesta áherslu á að Alþingi ræði efnislega um inntak ákvæða í stjórnarskrárfrumvörpunum.
10.10.2020 - 12:49
Stjórnarskrártillögur og kosningalög stórmál þingvetrar
Stjórnarskrártillögur verða stórmál á komandi þingi en ekki verður síður að fróðlegt að sjá hvernig fer með ný kosningalög. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í kvöldfréttum Sjónvarpsins.
Myndskeið
Guðna hugnast hugmyndir um sex ára kjörtímabil
Guðni Th. Jóhannesson var settur inn í embætti forseta Íslands við látlausa athöfn í Alþingishúsinu í dag. Hann hefur þar með sitt annað kjörtímabil.
Til í að skoða að kosningaaldur miðist við fæðingarár
Forsætisráðherra vonast til að ljúka vinnu við ný stjórnarskrárfrumvörp í september en 214 umsagnir bárust um frumvarp um stjórnarskrárbreytingar í samráðsgátt stjórnvalda. Hún á ekki von á að allir flokkar standi á bak við tillögur hennar.
25.07.2020 - 18:24