Færslur: Stjórnarskráin

Pistill
Fær íslenskt samfélag að breytast? – Um kleptókrasíu
Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur býður upp á hugsanatilraun í pistli sínum fyrir Lestina á Rás 1. Hann veltir fyrir sér hugtakinu kleptókrasíu eða þjófræði að gefnu tilefni.
Segir Ólaf Ragnar hafa skemmt gallaða stjórnarskrá
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, hafi skemmt stjórnarskrá lýðveldisins með tveimur gjörðum sínum á forsetastóli. Hann vísar annars vegar til þess þegar forsetinn synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar 2004 og hins vegar til þess að hann hafi ekki orðið við þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 2016. Björn Leví segir að stjórnarskráin hafi verið gölluð en að gallarnir hafi opinberast þegar Ólafur Ragnar hafi látið á þá reyna.
Auka þarf skilning á því til hvers eftirlit sé ætlað
Tryggvi Gunnarsson, sem lét af starfi Umboðsmanns Alþingis nú um mánaðamótin, segir skorta eftirlitsmenningu á Íslandi. Auka þurfi skilning á því til hvers eftirlit sé en áríðandi sé að öflugar stofnanir sinni því.
Óvarlegar fullyrðingar um dóma grafa undan réttarríkinu
Stjórn Dómarafélags Íslands kveður það vera hlutverk sjálfstæðra dómstóla í réttarríki að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þá skyldu sína að lagaheimild þurfi til að skerða frelsi borgaranna. Óvarlegar fullyrðingar um niðurstöðu dómstóla geti grafið undan stoðum réttarríkisins.
Tvær breytingartillögur við auðlindaákvæðið
Fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum standa að frumvörpum um breytingar á auðlindaákvæðinu í stjórnarskrárfrumvarpi forsætisráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að næstu kosningar snúist um auðlindamálin ef Alþingi samþykkir auðlindaákvæði forsætisráðherra. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að virða verði þjóðarvilja.
31.01.2021 - 18:28
Segja stjórnarskrártilraun Katrínar hafa mistekist
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er sannfærð um að með efnislegri umræðu muni löngu tímabærar breytingar á stjórnarskránni þokast áfram. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir tilraun til að ná sáttum um breytingarnar hafa mistekist og þingmaður Pírata segir allt ferlið hafa mistekist.
21.01.2021 - 13:45
Spegillinn
Krafa um óflekkað mannorð þingmanna en ekki forseta
Samkvæmt stjórnarskrá Íslands gæti forseti sem leystur hefur verið frá embætti áður en kjörtímabilinu lýkur boðið sig fram aftur seinna. Þetta segir aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef Bandaríkjaforseti verður ákærður þýðir það hins vegar að hann getur ekki aftur boðið sig fram til embættisins.
Logi segir forsætisráðherra hafa mistekist
Leið forsætisráðherra, um samvinnu við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um stjórnarskrána, hefur mistekist. Þetta segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Hann spáir langmestum átökum á þingi um auðlindaákvæðið. 
„Vonbrigði að við skulum ekki vera búin að ná lengra“
Ekkert útlit er fyrir samkomulag milli formanna þingflokkanna um breytingartillögur Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á stjórnarskránni eftir formannafund í dag þar sem frumvörpin voru til umræðu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lýsti vonbrigðum eftir fundinn.
10.11.2020 - 18:06
Myndskeið
„Ekki nóg að hafa fallegar hugmyndir og góðan ásetning“
Það er ekkert í lögum sem segir til um hvernig á að fara með tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá frá 2011. Alþingi vissi því ekki hvað ætti að gera við þær og bar engin skylda til að samþykkja þær sem nýja stjórnarskrá. Það hefði verið brot á 79. grein stjórnarskrárinnar. Þetta segir Catherine Dupré dósent í  samanburðarlögfræði við háskólann í Exeter í Englandi. 
Frumvarp Katrínar gefur þingmönnum frjálsari hendur
Meiri líkur eru en minni á að stjórnarskrárfrumvörp Katrínar Jakobsdóttur verði samþykkt á Alþingi. Þetta er mat Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðings. Þingmenn séu ekki eins bundnir af flokksaga í stjórnarskrármálinu þar sem hún leggur frumvörpin fram sem þingmaður, ekki forsætisráðherra.
Ný stjórnarskrá ratar á Alþingi í dag
Mælt verður fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá á Alþingi í dag, í fjórða sinn. Þingmenn Pírata og Samfylkingar og tveir þingmenn utan flokka leggja frumvarpið fram. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, flutningsmaður frumvarpsins og þingmaður Pírata, er hóflega bjartsýn um að það nái fram að ganga í þetta sinn.
Kastljós
Ekki viss um þingmeirihluta í stjórnarskrármálinu
Jón Ólafsson, stjórnmálaheimspekingur segst ekki vera sannfærður um að þingmeirihluti sé fyrir því að samþykkja stjórnarskrárbreytingar. Það sé þó ekkert sem standi í vegi fyrir því að taka málið til umræðu á vettvangi þingsins.
19.10.2020 - 20:52
Bjarni: Tímabært að finna lendingu með auðlindaákvæðið
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki eiga að þrýsta í gegn breytingum á stjórnarskránni náist ekki samstaða. Sjálfur segist hann ekki sjá í stjórnarskránni rót einhvers vanda sem við er etja í dag. Hann segir tímabært að finna lendingu í auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar sem einna mest vinna hafi verið lögð í. Rúmlega 41 þúsund manns hafa skráð sig í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að stjórnarskráin sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 verði lögfest. 
Myndskeið
Hvað er nýja stjórnarskráin?
Baráttufólk fyrir nýrri stjórnarskrá vonast margt til að hún komist á dagskrá fyrir Alþingiskosningarnar að ári. Prófessor í stjórnskipunarrétti segir að búið sé að hafna því að tillögur stjórnlagaráðs verði samþykktar í einu lagi.
Kröfuganga og listgjörningur fyrir nýju stjórnarskrána
Stuðningsfólk um nýja stjórnarskrá hélt kröfugöngu í gær þar sem þess var krafist að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 og lögfesti nýja stjórnarskrá. Safnast var saman við Hafnarhúsið, þaðan sem gengið var að Stjórnarráðinu og loks að Alþingishúsinu við Austurvöll.
04.10.2020 - 14:02
Myndskeið
Höfum betur í baráttu við skaðvaldinn
„Við munum hafa betur í baráttu okkar við skaðvaldinn,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í þingsetningarræðu sinni á Alþingi í dag. Hann ræddi um baráttuna við COVID-19 faraldurinn en einnig þá vinnu sem liggur fyrir Alþingi í vetur að fjalla um stjórnarskrárbreytingar. Hann varaði bæði við því að fólk stæði gegn öllum breytingum og neitaði að fallast á einhverjar málamiðlanir til að ná breytingum fram.
01.10.2020 - 14:29
Yfir 200 umsagnir bárust um stjórnarskrárfrumvarpið
Alls bárust 214 umsagnir um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra áður en frestur til að skila inn umsóknum rann út í gær. Mikill meirihluti athugasemda tengist ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt var til árið 2012 um nýja stjórnarskrá og krefst fjöldi þeirra sem tjá sig um frumvarpið að sú atkvæðagreiðsla verði virt.
Myndskeið
Fráleitt að ekki sé tekið á framsali valds
„Nýtt stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra er ekki róttækt en tillögurnar eru flestar til bóta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir fráleitt og algerlega óviðunandi að ekki sé hróflað við 21. grein stjórnarskrárinnar um framsal valds.
Á annað hundrað umsagnir borist samráðsgátt
Á annað hundrað umsagnir hafa borist samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps um breytingu á stjórnarskrá Íslands. Þegar þessi færsla var skrifuð voru umsagnirnar orðnar 134. Frumvarpið var birt í samráðsgáttinni 30. júní síðastliðinn. Frestur til þess að skila inn umsögn um frumvarpið rennur út í dag.
22.07.2020 - 13:42
Segir að ræða þurfi sumar tillögurnar betur
Ýmsar breytingar sem lagðar eru til á stjórnarskrá í nýframlögðu frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda eru þess eðlis að þær verður að ræða nánar áður en lengra er haldið. Þetta segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þeirra á meðal segir hann að séu ákvæði um kjörtímabil forseta og aðkomu hans að stjórnarmyndun og þingrofi.
14.07.2020 - 07:09
Ákvæðum um forseta breytt í stjórnarskrá
Verið er að færa stjórnarskrána í átt til nútímans og nær þeim vinnubrögðum sem ástunduð hafa verið. Það er mat Ragnhildar Helgadóttur prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um annan kafla stjórnarskrárinnar. Almenningi gefst nú kostur á að tjá sig um það í samráðgátt stjórnvalda.
Unnið á grundvelli sáttar ekki sundrungar
Frumvarpsdrögin að breytingu á stjórnarskrá sem nú eru til kynningar á samráðsgáttinni eru lagatæknilega séð langt komin. Þetta segir  Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent sem var fenginn til að semja frumvarpið í samráði við formenn flokkanna.
Horfðu til nágrannaþjóða varðandi lengingu kjörtímabils
Ekki kemur eingöngu til greina að hámarka setu í forsetaembætti við tólf ár, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Einnig hafi verið rætt um að miða tímalengdina við 15 ár. Aðalatriðið með frumvarpinu nú sé að fá svör við hvort fólk sé sammála því að tímamörk séu sett.
Tímamörk á forseta og þingræði bundið í stjórnarskrá
Hámark verður sett á þann tíma sem einstaklingur getur gegnt embætti forseta og þingræðisreglan verður bundin í stjórnarskrá, ef frumvarp að breytingum á stjórnarskrá verður að lögum. Jafnframt er kveðið á um að Alþingi geti afturkallað lög sem forseti synjar staðfestingar, þannig að ekki fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þau.
01.07.2020 - 10:11