Færslur: Stjórnarmyndun 2017

Guðmundur Ingi verður umhverfisráðherra
Vinstri græn sækja umhverfisráðherra sinn út fyrir þingflokkinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Landverndar, verður nýr ráðherra málaflokksins. Svandís Svavarsdóttir verður heilbrigðisráðherra eins og spáð var og Katrín Jakobsdóttir verður sem kunnugt er forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Tillaga Katrínar var samþykkt einróma á þingflokksfund flokksins að hennar sögn.
30.11.2017 - 12:11
Svona skiptast ráðuneytin milli flokka
Forsætis-, heilbrigðis- og umhverfisráðherrar nýrrar ríkisstjórnar munu koma úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði, auk forseta Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fær í sitt skaut ráðuneyti fjármála, utanríkismála, dómsmála, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og iðnaðar og ferðamála. Framsóknarmenn munu svo manna samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, menntamálaráðuneytið og velferðarráðuneytið.
30.11.2017 - 11:26
Örskýring
Stjórnarsáttmálinn í hnotskurn
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, kynntu í morgun stjórnarsáttmála ríkisstjórnar flokkanna þriggja.
Fundurinn í heild
Boða sókn og stöðugleika
Efnahagslegur stöðugleiki, sóknarfæri í efnahagsmálum og stórsókn í mennta- og samgöngumálum voru meðal þess sem formenn stjórnarflokkanna lögðu áherslu á þegar þeir kynntu stjórnarsáttmálann í morgun. Einnig átak í umhverfismálum þar sem Ísland ætli að ganga lengra en stjórnvöld skuldbundu sig til að gera samkvæmt Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Formennirnir lögðu allir áherslu á að efla Alþingi og breyta vinnubrögðum.
Stjórnarsáttmálinn kynntur
Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á blaðamannafundi í Listasafni Íslands klukkan 10. RÚV sýnir beint frá fundinum í sjónvarpi og á vefnum. Hér að neðan mun svo birtast skrifleg lýsing á því sem þar kemur fram.
30.11.2017 - 09:35
„Haltrandi ríkisstjórn á stórmerkilegum degi“
Það er óheppilegt fyrir ríkisstjórn að vera haltrandi frá fyrsta degi segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, en tveir þingmenn VG styðja ekki stjórnarsáttmálann. Eiríkur segir daginn í dag stórmerkilegan í íslenskri stjórnmálasögu.
30.11.2017 - 09:12
Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag
Ný ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur tekur við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðdegis í dag. Katrín og formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, undirrita nýjan stjórnarsáttmála í Listasafni Íslands klukkan tíu fyrir hádegi. Í framhaldinu verður stjórnarsáttmálinn kynntur og ráðherraefnin þar á eftir. Katrín verður forsætisráðherra, sem fyrr segir, og Bjarni fjármálaráðherra.
Fordæmi fyrir að þingmenn styðji ekki stjórn
Ákvörðun tveggja þingmanna Vinstri grænna um að styðja ekki stjórnarsamstarf flokksins á sér fordæmi. Það hefur áður gerst að þingmenn fari gegn flokksvilja þegar kemur að stjórnarmyndun án þess að þeir hrökklist úr flokknum. Það gerðist til dæmis þegar nýsköpunarstjórnin var mynduð, með aðkomu Sjálfstæðisflokks og Sósíalista 1944 og þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn með Framsóknarflokknum og Alþýðbandalagi 1980 gegn vilja Sjálfstæðisflokksins.
Viðtal
Samþykkt samhljóða hjá Framsókn
Ný ríkisstjórn tekur til starfa á morgun. Það varð ljóst þegar Framsóknarflokkurinn varð síðastur stjórnarflokkanna þriggja til að samþykkja stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar. Sáttmálinn var samþykktur samhljóma.
29.11.2017 - 22:08
Viðtal
Bjarni verður fjármálaráðherra
„Ég held að flokksmenn hafi verið að vona að það væri gott jafnvægi í þessum stjórnarsáttmála. Það var gerður góður rómur að þeirri niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eftir að flokkráð samþykkti stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Bjarni verður fjármálaráðherra í ríkisstjórninni sem mynduð verður á morgun og snýr þar með aftur í ráðuneytið sem hann fór með kjörtímabilið 2013 til 2016.
Sjálfstæðismenn samþykktu stjórnarsamstarfið
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti þátttöku flokksins í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum á fundi sínum sem lauk á sjöunda tímanum. Tillaga um stjórnarsamstarfið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Myndskeið
Stjórnarsáttmálinn borinn undir flokksráð VG
Flokksráð Vinstri-grænna kom saman til fundar á Grand Hótel í dag til að ræða ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Um 160 flokksmenn skráðu sig til setu á fundinum, með málfrelsi og tillögurétt, en aðeins fulltrúar í rúmlega hundrað manna flokksráði Vinstri-grænna hafa atkvæðisrétt þegar ríkisstjórnarsáttmálinn verður borinn upp til atkvæða.
Viðtöl
Sjálfstæðismenn funda um stjórnarsamstarf
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan hálf fimm í dag til að ræða fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf við Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkinn. Fundurinn lagðist vel í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. „Ég held að sú niðurstaða sem ég er að kynna taki gott tillit til stefnu flokkanna og feli í sér gott jafnvægi milli þeirra.“
29.11.2017 - 17:05
„Bara upptalning á athugunum og starfshópum“
Formenn tilvonandi stjórnarandstöðu eru misánægðir – eða öllu heldur misóánægðir – með það sem hefur kvisast út um efni stjórnarsáttmála væntanlegrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sumt er ágætt en annað ekki, segir einn. Annar segir stjórnina ætla að standa vörð um gömul kerfi, sá þriðji hefur áhyggjur af því að fátæku fólki verði ekki hjálpað og sá fjórði að eitthvað merkilegra hljóti að eiga eftir að koma í ljós. Sá fimmti forðast að taka afstöðu fyrr en hann sér allan sáttmálann.
29.11.2017 - 12:33
Greiða atkvæði um stjórnina í dag
Flokksstofnanir Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar greiða atkvæði síðar í dag og í kvöld um málefnasamning flokkanna. Verði hann samþykktur tekur ný ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur við völdum á morgun. Hækkun fjármagnstekjuskatts, lengra fæðingarorlof og uppbygging innviða er meða áherslumála nýrrar ríkisstjórnar. 
Betri dreifing raforku í stað virkjana
Betri dreifing raforku í stað nýrra virkjana, uppstokkun á skattakerfinu og sala á hlutum í bönkunum er meðal þess sem ný ríkisstjórn leggur áherslu á. Stofnanir innan Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks greiða atkvæði í kvöld um stjórnarsáttmálann og verði hann samþykktur tekur ríkisstjórn þessara flokka við á morgun.
29.11.2017 - 08:10
Formenn ræddu við þingmenn sína
Formenn stjórnarmyndunarflokkanna þriggja hafa notað daginn til þess að ræða einslega við þingmenn sína og einhverjir halda því áfram á morgun. Þetta er venjan í aðdraganda þess að ríkisstjórn er mynduð en ekkert frekar er gefið upp um þau samtöl.
Óvíst um viðbrögð við nefndaformennsku
Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir taki við formennsku í þeim þingnefndum Alþingis sem forystumenn verðandi stjórnarflokka hafa lagt til. Samkomulag hefur sjaldnast náðst um skiptingu nefndaformennsku eftir breytingar á þingskaparlögum.
Myndskeið
Ráðherrum verður ekki fjölgað
Ráðherrum verður ekki fjölgað í væntanlegri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þetta sagði hún að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þar sem forsetinn veitti henni formlegt umboð til stjórnarmyndunar með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þá hefur stjórnarandstöðunni verið boðin formennska í þremur fastanefndum þingsins.
28.11.2017 - 11:36
Myndskeið
Stjórnin tekur við á fimmtudaginn
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Hann telur að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Katrínar geti tekið við á ríkisráðsfundi á fimmtudag.
28.11.2017 - 11:12
Mynd með færslu
Katrín Jakobsdóttir mætir á Bessastaði
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, kom á Bessastaði klukkan 10.30 og settist til fundar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Fastlega er búist við að hann veiti henni formlegt umboð til stjórnarmyndunar með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Fréttastofa RÚV sýnir beint frá Bessastöðum í sjónvarpi og hér á vefnum.
28.11.2017 - 10:10
„Ég er enn að skoða þetta“
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, segjast ekki enn vera búin að móta sér endanlega afstöðu til ríkisstjórnarsamstarfsins með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Andrés og Rósa greiddu atkvæði gegn því í þingflokknum að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við flokkana tvo.
Vilja að lagt verði fram nýtt fjárlagafrumvarp
Formenn þriggja tilvonandi stjórnarandstöðuflokka tjáðu formönnum stjórnarmyndunarflokkanna þriggja það á fundi nú á þriðja tímanum að þeir vildu að lagt yrði fram nýtt fjárlagafrumvarp, samið frá grunni, jafnvel þótt það þýddi að þing kæmi saman seinna en ella. Hin hugmyndin var að leggja fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar fram aftur með breytingartillögum.
27.11.2017 - 16:29
Forsetinn boðar Katrínu á sinn fund
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum á morgun klukkan 10:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.
27.11.2017 - 15:48
Nýtt fjárlagafrumvarp er niðurstaðan
Formenn tilvonandi stjórnarandstöðuflokka tjáðu formönnum stjórnarmyndunarflokkanna það á fundi nú á þriðja tímanum að þeir vildu að lagt yrði fram nýtt fjárlagafrumvarp, samið frá grunni, jafnvel þótt það þýddi að þing kæmi saman seinna en ella. Hin hugmyndin var að leggja fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar fram aftur með breytingartillögum.
27.11.2017 - 15:45