Færslur: stjarnvísindi

Geimfar þaut framhjá Merkúr í gærkvöld
Geimfarið BepiColombo flaug í gærvöld yfir Merkúr, innstu og minnstu reikistjörnu sólkerfisins. Leiðangurinn er samstarfsverkefni ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, og JAXA, Geimvísindastofnunar Japans.
02.10.2021 - 05:46
Vísindamenn telja reikistjörnu leynast yst í sólkerfinu
Stjarnvísindamenn víða um heim keppast nú við að sannreyna hvort níunda reikistjarna sólkerfisins hringsóli á ysta jaðri þess. Sporbaugshegðun dvergreikistjarna utarlega í sólkerfinu getur bent til þess að stór hnöttur hafi þar áhrif.
Vonast eftir upplýsingum um uppruna alheims og lífsins
Hylki úr japanska geimkönnunarfarinu Hyabusa-2 lenti í eyðimörk í suðurhluta Ástralíu fyrr í kvöld. Hylkið ber örlítið magn yfirborðs- og kjarnaefnis af smástirninu Ryugu sem er á sporbaug um sólu um 300 milljón kílómetra frá jörðu.
Saltvatn finnst á dvergnum Ceresi
Löngum töldu stjarnvísindamenn að dvergreikistjarnan Ceres væri aðeins köld og hrjóstrug klettaveröld. Nú hefur heldur betur annað komið á daginn. Undir kaldranalegu yfirborðinu fannst hafsjór af saltvatni.
Fundu 20 áður óþekkt tungl við Satúrnus
Júpíter er ekki lengur sú reikistjarna í sólkerfi okkar sem hefur flest, þekkt fylgitungl því vísindamenn við bandarísku Carnegie-stofnunina hafa uppgötvað 20 áður óþekkt tungl á braut um Satúrnus. Það þýðir að Satúrnus hefur 82 tungl á móti 79 tunglum Júpíters. Þetta var tilkynnt í gær. Scott Sheppard, stjarnfræðingur við Carnegiestofnunina, segir það hafa verið „skemmtilegt að komast að því, að Satúrnus er hinn sanni tunglkóngur“ sólkerfisins.
08.10.2019 - 04:08
Leggur í langt ferðalag að sækja ryk
Nú á tólfta tímanum var Osiris Rex geimflauginni skotið á loft frá Kanaveralhöfða í Florida. Osiris Rex er ætlað að eiga stefnumót við smástirnið Bennu, sem er á stærð við smátt fjall.
09.09.2016 - 00:38
Smástirni fór rétt framhjá jörðu
Smástirnið 2016 RB1 flaug fram hjá jörðu kl. 17:20 í gær, miðvikudag, í um 40.000 kílómetra fjarlægð. Það er einn tíundi af fjarlægðinni til tunglsins.
08.09.2016 - 02:36