Færslur: stígamót

Ekki mörg dæmi um að fólk finni sátt utan dómstóla
„Það er ekkert rosalega mörg dæmi um það á Íslandi að fólk sé að finna sátt utan dómstóla. Auðvitað eru einhver dæmi um þetta,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta.
29.06.2022 - 09:26
Segðu mér
„Upplifði mig geranda í eigin kynferðisofbeldi“
„Ég tók pening fyrir þetta og sagðist vilja þetta. Hluti af skömminni var þessi gerendaskömm, að ég væri gerandi í eigin ofbeldi,“ segir Eva Dís Þórðardóttir baráttukona. Hún stundaði vændi um átta mánaða skeið þegar hún var búsett í Kaupmannahöfn og glímdi lengi við skömm og erfiða áfallastreitu eftir reynsluna. Í dag líður henni vel og hjálpar konum með svipaða reynslu.
Margir haft samband og greint frá alvarlegu ofbeldi
Verkefnið Sjúkt spjall hjá Stígamótum, þar sem ungt fólk getur talað nafnlaust við ráðgjafa um óheilbrigð samskipti og ofbeldi, hefur nú verið starfrækt í mánuð. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir fjölda ungmenna hafa haft samband og að mörg hver segi frá alvarlegum málum.
07.04.2022 - 18:20
Sjónvarpsfrétt
Kallar eftir stórum og hröðum skrefum í þágu þolenda
Dómsmálaráðherra segir óásættanlegt hvað fá kynferðisafbrotamál komi upp á yfirborðið. Frumvarp með það að markmiði að bæta réttarstöðu brotaþola verði lagt fram í mánuðinum. Talskona Stígamóta segir að það þurfi að taka stór og hröð skref í þessum efnum, til að réttarkerfið haldi í við Metoo byltinguna.
10.01.2022 - 19:36
Ríkið hafi gert mistök við rannsókn ofbeldisbrota
Upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins segir að mistök hafi verið gerð við rannsókn á ofbeldi í nánu sambandi. Málið er eitt af þeim ofbeldismálum sem níu konur kærðu til Mannréttindadómstóls Evrópu á árinu, eftir að málin voru látin niður falla í íslensku réttarkerfi. Frá þessu greinir CNN í nýrri umfjöllun um kynbundið ofbeldi á Íslandi.
Það þarf meiri tiltekt innan KSÍ
Sú ákvörðun að Guðni Bergsson stigi til hliðar sem formaður KSÍ var rétt, að mati Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta. Hún segir aftur á móti fleiri þurfa að taka ábyrgð og efast um að stjórninni sé stætt á að sitja áfram án þess að endurnýja umboð sitt.
30.08.2021 - 13:04
Kastljós
24 kynferðisbrotamál þegar umræðan stóð sem hæst
Tilkynnt hefur verið um níu hópnauðganir á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári. Í maí, þegar Me too-bylgjan stóð sem hæst bárust 24 mál til neyðarmóttökunnar, mál sem flest voru innan við sólarhringsgömul.
Viðtal
Vantar stað sem hjálpar ungum mönnum sem hafa nauðgað
Eftir að #metoo-byltingin fór af stað um síðustu mánaðamót hafa fjölmargir gerendur haft samband við Stígamót til að fá ráðgjöf varðandi næstu skref. Stígamót sinna þó einungis þolendum og talskona samtakanna segir að nauðsynlega vanti úrræði fyrir gerendur.
27.05.2021 - 13:43
Viðtal
Fara yfir hættumerki í samböndum í nýrri herferð
Fjórða herferð Stígamóta með yfirskriftinni Sjúkást hófst í vikunni. Að þessu sinni er áhersla lögð á muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samskiptum, þá sérstaklega í samböndum. Á heimasíðu átaksins er hægt að taka próf til að átta sig betur á muninum á heilbrigðu sambandi og ofbeldissambandi.
19.05.2021 - 14:11
Umræðan ýfir upp gömul sár og fleiri leita hjálpar
Aðsókn hefur stóraukist í þjónustu Stígamóta eftir að ný #metoo-bylgja leit dagsins ljós í síðustu viku og það sama má segja um aðsókn í þjónustu Bjarkarhlíðar. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, segir ljóst að umræðan hafi mikil áhrif á fjölda fólks og ýfi gjarnan upp gömul sár.
Sextíu á biðlista eftir aðstoð Stígamóta
Í fyrsta sinn er biðlisti hjá Stígamótum. Sextíu bíða eftir aðstoð og samtökin þurfa að fjölga starfsfólki. Talsmaður Stígamóta segir að tilkynningar um kynferðisbrot í samkomubanni geti átt eftir að koma fram, en tölur lögreglunnar sýna helmings fækkun tilkynninga í ár.
20.08.2020 - 11:46
Íslendingar tæp 95% þeirra sem leita til Stígamóta
Alls leituðu 885 til Stígamóta í fyrra og eru Íslendingar í miklum meirihluta þeirra sem þá leituðu til samtakanna, eða 94,6%. Fram kemur í ársskýrslu samtakanna, sem kynnt var í morgun, að búast megi við að komum vegna nauðgana og kynferðisofbeldis gegn börnum fjölgi í ár, vegna kórónuveirunnar og efnahagsþrenginganna sem fylgt hafa í kjölfarið.
Klámið ruglar okkur oft í ríminu
Sjúk ást herferðin fer af stað á morgun í þriðja sinn en hún miðar að því að fræða ungt fólk um skaðlega hegðun í nánum samskiptum og ástarsamböndum. Í ár er fjallað um áhrif kláms á kynlíf. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir verkefnastjóri Stígamóta kom og sagði betur frá herferðinni.
09.03.2020 - 16:49
Viðtal
Sex börn gerð út í vændi
Stígamót hafa í ár fengið til meðferðar sex mál þar sem börn voru gerð út í vændi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur líklegt að slíkir glæpir séu framdir í dag og fari nú fram á netinu. Það sé einfeldningsskapur að ætla að ekkert barnaníð rati á netið á Íslandi.
04.10.2019 - 18:02
Kæra niðurfelld ofbeldismál til MDE
Stígamót ætla að kæra niðurfelld nauðgunar- og ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Málsóknin kemur í kjölfar metoo-byltingarinnar. „Umræðurnar hafa átt sér stað og núna er kominn tími til aðgerða,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Stígamót: 70% verða fyrir ofbeldinu í æsku
Sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta voru beittir kynferðisofbeldi í æsku. Rúmlega fjögur hundruð leituðu til samtakanna í fyrsta sinn í fyrra og er það næstmesti fjöldi sem þangað hefur komið. Afleiðingar kynferðisofbeldis í æsku eru meiri en hjá þeim sem beittir eru ofbeldi á fullorðinsaldri. Þetta kemur í ársskýrslu Stígamóta sem kynnt var í dag.
09.04.2019 - 14:05
Fyrsta ástin oft sjúk ást
„Það sem sló mig mest við að fá þessar sögur sendar er hversu algengt það er að einstaklingar virði það ekki þegar kærasti eða kærasta vill ekki sofa hjá þeim,“ segir Sólborg Guðbrandsdóttir eitt af andlitum herferðarinnar Sjúk ást sem Stígamót hleypti af stokkunum í dag, mánudag.
04.03.2019 - 16:45
Mynd með færslu
Allir krakkar
Þáttur um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni með sérstakri áherslu á að fræða ungt fólk um mörk og samþykki hefst 20:40. Þátturinn er unninn í samvinnu við Stígamót og tengist fjáröflunarátaki þar sem safnað er fyrir forvarnarstarfi Stígamóta.
01.11.2018 - 20:23
Sambandið var hans klámmynd
„Sambandið var svolítið þannig að hann var að búa til sína klámmynd, hann var bara búa til sitt og ég var bara dótið hans,“ segir Lilja Hrönn Einarsdóttir sem segir sögu sína í fjáröflunar- og fræðsluþættinum Allir krakkar sem eru á dagskrá RÚV í kvöld.
01.11.2018 - 12:30
Fín lína á milli tilfinningakláms og þöggunar
„Við vorum tvístígandi gagnvart þessari aðferð en okkur fannst vera kominn tími til að ganga lengra.“ Þetta segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta um nýtt söfnunarátak samtakanna, Styttum svartnættið, þar sem skjólstæðingar samtakanna stíga fram í myndböndum og greina frá erfiðri reynslu. Ásóknin í viðtöl hjá samtökunum hefur að sögn Guðrúnar aukist mikið eftir að átakið hófst.
17.11.2016 - 16:40
Stígamót veita Hæpinu fjölmiðlaviðurkenningu
Stígamót veittu 11 viðurkenningar sl. föstudag en þetta var í áttunda sinn sem þær eru veittar. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu var Hæpið á RÚV, sem er í umsjón Katrínar Ásmundsdóttur og Unnsteins Manúel Stefánssonar. Þau hlutu fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir tvo vandaða þætti um kynferðisofbeldi.