Færslur: Stéttarfélög

„Málið er miklu stærra en Icelandair“ 
„Málið er miklu stærra en Icelandair. Það snýst um samningsrétt fólks í landinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um framgöngu Icelandair gagnvart Flugfreyjufélagi Íslands.
Rannsaka enn tildrög vinnuslyss að Sunnukrika
Rannsókn stendur enn yfir á vinnuslysi sem varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ 3. mars. Einn starfsmaður lést og annar slasaðist alvarlega þegar gólfplata í byggingunni féll og lenti á þeim. 
Mikilvægt að vera þar sem passað er upp á þín réttindi
Margrét Halldóra Arnarsdóttir, formaður Félags íslenskra rafvirkja, segir mikilvægt að vera með sín réttindi á vinnumarkaði á hreinu. Hún ræddi stéttabaráttu, réttindi og rafvirkjun í Núllstillingunni í dag.
30.04.2020 - 15:36
Spegillinn
Afla þekkingar í þágu launafólks
Alþýðusamband Ísland og BSRB Hafa ákveðið að koma á fót rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum. Þetta var formlega tilkynnt í gær. Markmiðið er að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félagsmála og efnahagsmála.
15.10.2019 - 10:59
 · Innlent · ASÍ · BSRB · Stéttarfélög
Efling telur engan vafa á ábyrgð Eldum rétt
Verkalýðsfélagið Efling segir engan vafa leika á því að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð vegna brota á starfsmönnum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu sem fyrirtækið leigði. Ólöglega hafi verið dregið af launum þeirra og þeir beittir nauðung og vanvirðandi meðferð.
07.07.2019 - 14:41
Eldum rétt segir Eflingu hafa hafnað sáttum
Í tilkynningu frá Eldum rétt vegna máls er varðar starfsmenn sem fyrirtækið leigði frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu segir að verkalýðsfélagið Efling hafi hafnað tillögum um lausn á málinu.
07.07.2019 - 10:48
Viðtal
Ákvörðun Eldum rétt kom á óvart segir Viðar
Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir komið sér á óvart að Eldum rétt hafnaði sáttatilboði félagsins vegna máls er varðar fjóra menn sem fyrirtækið leigði til starfa frá starfsmannaleiguna Menn í vinnu.
06.07.2019 - 13:35
VR hefur engar upplýsingar frá FME og LV
Formaður VR segir félagið engar upplýsingar eða gögn fengið frá Fjármálaeftirlitinu í tengslum við útskiptingu fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins og segir ámælisvert að eftirlitið hafi þannig sniðgengið málsaðila. VR hefur nú óskað eftir gögnum. 
Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar
Eldum rétt hafnaði í gær sáttatilboði verkalýðsfélagsins Eflingar í annað sinn. Að sögn félagsins neitaði fyrirtækið að gangast við lögbundinni ábyrgð sem notendafyrirtæki í máli fjögurra starfsmanna sem Eldum rétt leigði frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu.
06.07.2019 - 10:29
Vangoldin laun, falsanir og nauðungarvinna
Vanvirðandi meðferð, nauðungarvinna, falsaðir launaseðlar, ólöglegt húsnæði, vangreidd laun og óhóflegur frádráttur er meðal þeirra atriða sem starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu er stefnt fyrir. Efling hefur einnig stefnt fyrirtækinu Eldum rétt fyrir vangoldin laun fjögurra Rúmena sem bjuggu við óboðlegar aðstæður í iðnaðarhúsnæði á meðan þeir dvöldu hér í janúar.
03.07.2019 - 18:21
„Fyrst og fremst gróðrarstía misnotkunar”
Stéttarfélagið Efling hefur stefnt starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu og fyrirtækinu Eldum rétt, til greiðslu skaðabóta vegna nauðungarvinnu starfsmanna. Framkvæmdastjóri Eflingar segir starfsmannaleigur gróðrarstíu misnotkunar á verkafólki.
03.07.2019 - 11:48
Fréttaskýring
Óvenjulegt starf: „Kannski ekki allra“
Það er frekar óljóst hvað nákvæmlega felst í starfi aðstoðarmanns í NPA, þrátt fyrir að um hálft ár sé liðið frá því lög um NPA tóku gildi og fyrstu NPA samningarnir hafi verið gerðir fyrir nokkrum árum. Starfið er óvenjulegt og vaktirnar geta verið allt að tveggja sólarhringa langar. Oftast gengur vel en fulltrúi Eflingar segir dæmi um að þangað leiti niðurbrotnir aðstoðarmenn. Það eru líka dæmi um að aðstoðarmenn brjóti á notendum, NPA miðstöðin hefur kært slíkt mál til lögreglu.