Færslur: Stéttarfélög

Starfsfólki Eflingar tíðrætt um kynbundna áreitni
Í vinnustaðagreiningu á innra starfsumhverfi Eflingar kemur fram að starfsfólki félagsins hafi verið tíðrætt um kynbundna áreitni og einelti á vinnustaðnum. Togstreita innan félagsins hafi aukist þegar nýir stjórnendur tóku við, þar til að sauð upp úr. Þá segir að framganga fyrrum formanns og framkvæmdastjóra hafi orðið til þess að þau hafi einangrast frá starfsmannahópnum og tortryggni hafi ríkt á báða bóga.
Þrjú vilja verða formaður Eflingar
Þrjú bjóða sig fram til formennsku í Eflingu en framboðsfrestur rann út  klukkan níu nú í morgun.
Guðmundur Baldursson sækist eftir formennsku í Eflingu
Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu ætlar að bjóða sig fram til formennsku í félaginu. Agnieszka Ewa Ziółkowska er starfandi formaður frá því Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér í lok október.
Ólöf Helga vill formannsstól Eflingar
Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður Eflingar, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns stéttarfélagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá henni. Ólöf hefur gegnt embætti varaformanns frá því í nóvember síðastliðnum, eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir hætti störfum.
04.01.2022 - 12:34
Auglýsa eftir tilnefningum á A lista Eflingar
Uppstillingarnefnd stéttarfélagsins Eflingar auglýsir í fyrsta sinn eftir tilnefningum til setu í stjórn Eflingar á A lista. Hingað til hefur A listi verið settur saman af nefndinni, sem samanstendur af þremur fulltrúum trúnaðarráðs Eflingar og tveimur fulltrúum stjórnar.
10.12.2021 - 10:55
Halldóra tekur við embætti varaforseta af Sólveigu Önnu
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi, var í dag kosin 3. varaforseti ASÍ á fundi miðstjórnar sambandsins.
17.11.2021 - 13:50
Rekinn frá Eflingu eftir 27 ár í starfi
Tryggvi Marteinsson, starfsmaður Eflingar til 27 ára, var sagt upp störfum í gær. Sjálfur segist hann gjalda þess að vera Íslendingur og karlmaður en fyrrum formaður Eflingar tengir uppsögnina við hótanir í hennar garð.
12.11.2021 - 14:53
Lögðust gegn inngöngu Íslenska flugstéttafélagsins
Íslenska flugstéttafélaginu hefur verið neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið vegna galla á kjarasamningi félagsins við starfsmenn flugfélagsins Play. Fulltrúar þriggja íslenskra stéttarfélaga í fluggeiranum lögðust gegn inngöngunni.
Sárna árásir fyrrum stjórnenda Eflingar
Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fráfarandi formaður og framkvæmdastjóri hafi hunsað þær eftir að þær birtu þeim ályktun þar sem vanlíðan starfsmanna var lýst.
Starfsfólk lýsti áhyggjum, óöryggi og ótta
Starfsmenn Eflingar voru með sífelldar áhyggjur af fyrirvaralausum uppsögnum en þorðu ekki að tjá sig af ótta við að lenda í óvinahóp eða á aftökulista. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun trúnaðarmanna Eflingar sem skrifuð var í júní.
02.11.2021 - 19:05
Sjónvarpsfrétt
Kröfðu stjórnendur um umbætur
Starfsfólk Eflingar lagði að forystu félagsins að ráða bót á viðvarandi samskiptavanda á skrifstofu þess. Formaðurinn Sólveig Anna Jónsdóttir leit á afstöðu starfsfólksins sem vantraustsyfirlýsingu og sagði af sér formennsku. Hún segir að starfsfólk hafi hrakið sig úr starfi.
01.11.2021 - 19:43
Sólveig Anna segir af sér vegna vantrausts starfsfólks
Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér formennsku í stéttarfélaginu Eflingu vegna þess sem hún segir afdráttarlausa vantraustsyfirlýsingu á hendur sér frá starfsfólki Eflingar.
Stjórnarmaður vill ályktun trúnaðarmanna Eflingar
Stjórnarmaður í Eflingu hefur áhyggjur af framkomu stjórnenda Eflingar gagnvart starfsfólki. Hann hefur ítrekað reynt að fá ályktun trúnaðarmanna um starfsmannamál í hendur en segir stjórnendur standa í vegi fyrir því.
29.10.2021 - 20:00
Myndskeið
Stuðningsfundur með brottreknum trúnaðarmanni
Trúnaðarmenn og félagsfólk í úr öllum starfsgreinum innan stéttarfélagsins Eflingar söfnuðust saman við Reykjavíkurflugvöll á sjötta tímanum í dag. Tilgangurinn var að sýna samstöðu með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, brottreknum trúnaðarmanni í hlaðdeild Icelandair á flugvellinum.
Skora á Icelandair að draga uppsögn hlaðkonu til baka
Þrjú stéttarfélög flugstétta hafa lýst yfir stuðningi við baráttu Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns Eflingar á Reykjavíkurflugvelli, sem Icelandair sagði upp í miðjum viðræðum um kjaramál. Félögin hafa skorað á Icelandair að draga uppsögn hennar til baka.
08.10.2021 - 15:11
Gagnrýnir tillitsleysi við starfsfólk verslana
„Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Þökkum því fyrir að standa vaktina og gegna þessu mikilvæga og ómissandi hlutverki í okkar samfélagi,“ skrifar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í tilefni af frídegi verslunarmanna í dag.
Friðrik Jónsson kjörinn formaður BHM
Friðrik Jónsson var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag. Hann er formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og tekur við formennsku í BHM á fimmtudaginn. Þann dag verður aðalfundur bandalagsins haldinn.
Konur og innflytjendur hækka mest því með lægri laun
Tímakaup hefur hækkað frá 14 upp í nærri 30 prósent frá því í mars 2019 þar til í janúar 2021. Á þeim tíma hafa 320 kjarasamningar verið gerðir. Lægstlaunuðu hóparnir hækkuðu mest. Þetta kemur fram í skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. 
Sextíu ár liðin frá setningu laga um launajöfnuð kynja
Með lögum sem Alþingi samþykkti 27. mars 1961, fyrir sextíu árum, var ákveðið að konum og körlum skyldi greiða sömu laun fyrir sömu störf. Þriggja manna launajafnaðarnefnd skyldi ákveða launahækkanir uns fullum jöfnuði yrði náð að sex árum liðnum.
Öll fórnarlömb mansals eiga rétt á aðstoð
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og fulltrúi í framkvæmdateymi um mansal í Bjarkarhlíð fagnar breytingatillögu dómsmálaráðherra varðandi mansalsákvæði almennra hegningarlaga.
Samfélagið
Þýðing skipsdagbókarinnar mikil fyrir úrlausn málsins
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir lykilatriði að skipsdagbók togarans Júlíusar Geirmundssonar verði lögð fram við sjópróf vegna COVID-19 hópsmits um borð. Hann segir fyrirhugað að halda sjóprófið á Ísafirði 23. nóvember næstkomandi.
Hjálmar verður áfram formaður Blaðamannafélagsins
Frestur til að bjóða sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands rann út á miðnætti, en framboð  þarf að berast skrifstofu félagsins ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund sem verður haldinn 29. október.
Vinnumálastofnun opnar skrifstofu á Húsavík
Vinnumálastofnun hefur ákveðið að opna skrifstofu á Húsavík. Vaxandi atvinnuleysi er í Norðurþingi og heimamenn þar lagt mikla áhersla á að fá starfsstöð Vinnumálastofnunar þangað.
15.10.2020 - 14:57
Hafa aldrei greitt meiri dagpeninga úr sjúkrasjóði
Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna hafa aukist mikið undanfarið og greiðslur vegna þjónustu sálfræðinga og geðlækna eru þar áberandi. Eining Iðja á Akureyri hefur aldrei greitt meiri dagpeninga úr sjúkrasjóði félagsmanna en nú í september.
ASÍ varar við auglýsingum um nýtt stéttarfélag
Drífa Snædal, forseti ASÍ, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún varar við auglýsingum um nýja stéttarfélagið Kóp. Drífa segist í samtali við fréttastofu óttast að auglýsingarnar séu ekkert nema peningaplokk. „Af því sem við verðum áskynja er hreinlega verið að blekkja fólk,“ segir hún.