Færslur: Stelpur rokka

Viðtal
Breiðholtskrakkar fá rými til að rokka
„Rannsóknir sýna að ungmennin í Breiðholti eru sá hópur sem nýtir sér frístundakortið minnst. Við leggjum áherslu á ókeypis tómstundastarf fyrir krakkana í hverfinu sem er fjölbreytt,“ segir Áslaug Einarsdóttir framkvæmdastýra Stelpur rokka sem eru að opna nýtt tónleika- og tómstundarými í Völvufelli.
17.10.2019 - 14:22
Styðja við og efla stelpurokk í Tógó
Rokkbúðirnar Stelpur rokka og félagssamtökin Sól í Tógó standa að söfnun til uppbyggingar tónlistarstarfs í Tógó. Fulltrúi Stelpur rokka á Íslandi segir að þetta séu mögulega fyrstu rokkbúðirnar af þessu tagi í Vestur-Afríku. Almenningur í Tógó hefur jafnan engan aðgang að tónlistarnámi en landið er mjög fátækt.
22.07.2018 - 16:12
Feminísk tónlistar- og tæknihátíð
Raftónlistarhátíðin Synth Babes Fest verður haldin 30.júní og 1.júlí og er samstarfsverkefni Stelpur rokka og alþjóðlegs samstarfsnets kvenna, trans og kynseginfólks í raftónlist.
19.06.2018 - 14:12
Langar að standa fyrir ömmurokki
Stelpur rokka eru sjálfboðaliðasamtök sem hafa verið starfandi hér á landi í sjö ár og hafa á þeim tíma stækkað gífurlega. Samtökin hafa staðið fyrir rokkbúðum fyrir fjölmarga aldurshópa og út um allt land. Guðrún Veturliðadóttir sagði okkur frá því helsta sem er fram undan hjá samtökunum.
05.06.2018 - 11:00
Stelpur rokka í alþjóðlegu samstarfi
Íslensku félagasamtökin Stelpur rokka! leiða nýtt samstarfsverkefni ellefu rokksambúðasamtaka víðsvegar um Evrópu. Verkefnið hlaut nýverið styrk frá Erasmus+ sem gerir þátttakendum og leiðbeinendum kleift að ferðast um Evrópu og efla alþjóðlegt samstarf samtakanna.
18.05.2018 - 11:16