Færslur: Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. leiðir endurskoðun örorkulífeyriskerfis
Ríkisstjórnin hefur skipað stýrihóp vegna vinnu við heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Hópurinn fær það hlutverk að hafa yfirsýn yfir starf félags- og vinnumarkaðsráðuneytis á þessu sviði, í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmálanum.
Draga þarf úr hættu á grafalvarlegu ástandi
Formaður Sprettnefndar matvælaráðherra segir innlenda framleiðslu þurfa að aukast fremur en minnka. Bæta þurfi hag bænda og neytenda. Aðgerðir sem lagðar verði til eigi að draga úr hættu á að grafalvarlegt ástand skapist. 
Segir þingforseta ekki hafa umboð til að banna heimsókn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að henni hafi ekki verið formlega meinað að heimsækja Rússland. For­seti rúss­neska þjóð­þingsins vill að það verði gert vegna skýrslu hennar um stöðu Krím­tatara og al­var­leg mann­réttinda­brot á Krím­skaga.
Síðasti þingfundur Steingríms: „Ég kveð sáttur“
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis hættir á Alþingi í haust og þingfundurinn í kvöld er væntanlega sá síðasti á hans ferli sem spannar hátt í 40 ár.
12.06.2021 - 21:27
Sigríður spyr hvort fórna eigi öllu vegna þriggja smita
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að fara að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra gerir athugasemdir við það að herða eigi sóttvarnaaðgerðir vegna þriggja smita utan sóttkvíar. Loforð um eðlilegt líf sé þar með fokið.
Segja ekki hægt að taka upp ný kosningalög fyrir haust
Of skammur tími er til að innleiða nýtt fyrirkomulag kosninga fyrir Alþingiskosningarnar sem haldnar verða í lok september. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarp um breytingar á kosningalögum, en stefnt er að þvi að það verði að lögum í vor.
Viðtal
VG stærsti áfanginn og gott að ákveða sjálfur að hætta
„Það hlaut að koma að þessu einhvern tímann,” sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um ákvörðun sína að hætta þingstörfum eftir kjörtímabilið. Hann hefur setið á Alþingi síðan 1983 og segir hann stofnun Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs stærsta kaflann í hans stjórnmálasögu. Ríkisstjórnin, sem hann sat í, hefði átt hlúa betur að barnafjölskyldum eftir efnahagshrunið og segir Steingrímur afar mikilvægt að standa vörð um þau sem ala upp komandi kynslóðir í landinu.
Sendi samstöðukveðjur frá Alþingi
Fundum Alþingis var frestað á ellefta tímanum í gærkvöld og síðasta frumvarpið sem var samþykkt var lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði hug allra hjá íbúum Austurlands og sendi þeim baráttu- og samstöðukveðjur frá Alþingi.
19.12.2020 - 12:13
Steingrímur kveður þingið eftir 37 ára setu
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, hyggst ekki gefa kost á sér við að leiða framboð hreyfingarinnar í alþingiskosningunum á næsta ári.