Færslur: Steingrímsfjarðarheiði

Heiðin
Nýjar upplýsingar í 30 ára gömlu mannshvarfsmáli
Starfsmenn Vegagerðarinnar á Hólmavík voru alvanir því að Steingrímsfjarðarheiði, fjallvegurinn á milli Stranda og Ísafjarðardjúps, reyndist ferðalöngum á svæðinu meiriháttar farartálmi. Mikill snjór á það til að safnast á heiðina og það kom reglulega fyrir að torfærur heiðarinnar reyndust tækjabúnaði Vegagerðarinnar ofviða. Stundum liðu margir dagar án þess að heiðin væri fær. Það kom því starfsmönnum Vegagerðarinnar lítið á óvart þegar þeir urðu varir við bláa Volvo-bifreið sem lagt var snyrtilega út í vegarkanti, þriðjudagsmorguninn 12. mars, eftir langa helgi ófærðar án nokkurs snjóruðnings. Sú ályktun var dregin, þá þegar, að ökumaður bílsins hefði fengið far með öðrum getumeiri bíl og jafnvel snúið við aftur í norðurátt, í átt að Ísafirði.
08.03.2021 - 09:00