Færslur: steingervingar

Uppgötvuðu tvær risaeðlutegundir í Kína
Tvær risavaxnar, áður óuppgötvaðar risaeðlutegundir voru meðal steingervinga sem fundust í norðvestanverðu Kína. Vísindamenn frá kínversku vísindaakademíunni og þjóðminjasafni Brasilíu telja annað dýrið hafa verið yfir 20 metra langt og hitt um 17 metrar. Steingervingarnir eru meðal þeirra fyrstu sem fundist hafa af forsögulegum hryggdýrum í Kína.
13.08.2021 - 06:57
Uppgötvuðu áður óþekkta risaeðlutegund
Steingervingafræðingar í Bretlandi hafa fundið bein sem tilheyra áður óþekktri risaeðlutegund. Beinin, sem eru fjögur talsins, tilheyra tegund af sama ættbálki og grameðla. Beinin fundust á eyjunni Isle of Wight, undan suðurströnd Englands. Talið er að tegundin hafi verið uppi á krítartímabilinu fyrir um 115 milljónum ára.
12.08.2020 - 12:59
Telja að tilmælum UST hafi verið fylgt
Árneshreppur og Vesturverk bera ábyrgð á því að friðuðum steingervingum og náttúruminjum verði ekki raskað við fyrirhugaðar framkvæmdir í hreppnum. Friðaðar trjáholur uppgötvuðust á vegstæði þar sem á að leggja veg vegna Hvalárvirkjunar. Umhverfisstofnun óskaði eftir nákvæmri kortlagningu á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi, til að tryggja að steingervingunum verði ekki raskað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þegar hafi verið farið að tilmælum Umhverfisstofnunar.