Færslur: Steindi jr.

Fór á hárgreiðslustofu og bað um „smákrimma-klippingu“
Steindi Jr. leikur á móti stórleikkonunni Eddu Björgvins í kvikmyndinni Ömmu Hófí sem verður frumsýnd 10. júlí. Edda og Laddi leika eldri borgara sem tapa öllum sparnaði sínum í bankahruninu og grípa til sinna ráða. Steindi er í hlutverki glæpamanns sem telur sig meiri stórlax en hann er í raun.
Viðtal
Skvettu meira en 200 lítrum af blóði í Þorsta
„Mynd er aldrei tilbúin,“ segir Gaukur Úlfarsson sem framleiðir ásamt Steinda Jr. og leikhópnum X skvettuhryllingsmyndina Þorsta sem er frumsýnd í dag.
25.10.2019 - 14:28
Viðtal
Safna fyrir „gay“ sprautuklámmynd með vampírum
„Ég ætlaði að gera venjulega viðtalsþætti með venjulegu fólki, ekki bara sporðdrekum að klípa í rassa eða trúðum að prumpa framan í fólk,“ segir grínistinn og leikarinn Steindi Jr. sem frumsýnir í kvöld nýjan sjónvarpsþátt og safnar fyrir bíómynd. Fyrir hundrað milljón króna styrk er hægt að kaupa sér aðalhlutverk myndarinnar.
19.09.2019 - 13:20