Færslur: Steinar Örn Atlason

Það sem við þekkjum best en vitum minnst um
Árið 1948 flutti franski heimspekingurinn Maurice Merleau-Ponty, einn af merkustu hugsuðum Frakklands á tuttugustu öldinni, sjö útvarpserindi þar sem hann reyndi að gera grein fyrir meginatriðum í heimspeki sinni á aðgengilegan hátt fyrir almenning. Í lok síðasta árs kom út íslensk þýðing á útvarpserindunum sjö í bók sem nefnist Heimur skynjunarinnar.