Færslur: Stefnuræða forsætisráðherra

Myndskeið
Sigurður Ingi uppskar hlátrasköll úr þingsal
„Fomaður Miðflokksins sagði í sinni ræðu að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar sagði að þessi stefna væri hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi að stefna þessarar ríkisstjórnar er stefna Framsóknarflokksins,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og uppskar hlátrasköll úr þingsal.
01.10.2020 - 21:23
Myndskeið
„Það verður Ísland, uppfærsla 2.0“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld að þeir sem gerðu lítið úr vanda atvinnulífsins, eða teldu það rangt af stjórnvöldum að standa með fyrirtækjum, skildu einfaldlega ekki hið mikilvæga samband milli verðmætasköpunar í einkageiranum og lífskjara allra landsmanna.
01.10.2020 - 21:00
Myndskeið
Ódýrt tal forsætisráðherra um „græna byltingu“
„Það er ódýrt að heyra forsætisráðherra tala um „græna byltingu“ þegar hún leggur sama dag fram fjárlög og fjármálaáætlun sem gefa engin fyrirheit um slíkt,“ sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.
01.10.2020 - 20:35