Færslur: Stefán Pálsson

Argentína og Nígería nær alltaf í sama riðli
„Úr því að við dróumst á móti annarri þjóðinni, þá var nánast óhjákvæmilegt að við myndum mæta hinni,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og sparkspekingur, en af sex heimsmeistaramótum í fótbolta sem Nígería hefur tekið þátt í hefur liðið fimm sinnum verið í sama riðli og Argentína.
31.05.2018 - 10:00
Heimsmetið í tapi á knattspyrnuvellinum
„Stutta svarið við þessari spurningu er nei, tíu leikjum í sögu HM frá upphafi hefur lokið með sjö marka mun eða meira,“ svarar sagnfræðingurinn Stefán Pálsson aðspurður um hvort að nýtt met með stórsigri sé í vændum á HM.
30.05.2018 - 10:11
HM lukkudýr með hliðarsjálf í kláminu
„Rússum til varnar eru einkennistákn HM í fótbolta alltaf glötuð, sérstaklega í seinni tíð,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur en hann er sérstakur gestur í Morgunverkunum á Rás 2. Í þetta sinn lumar Stefán á ýmsum skemmtilegum staðreyndum um sögu lukkudýra á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og sér í lagi varðandi Zabivaka, lukkudýr keppninnar í ár.
29.05.2018 - 14:41
Lélegasta afsökunin í gervallri HM sögunni
Froskar sem halda vöku fyrir leikmönnum og of langir þjóðsöngvar er meðal þess sem gripið hefur verið til í því skyni að útskýra slæma frammistöðu á knattspyrnuvellinum. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er sérstakur gestur í Morgunverkunum á Rás 2, en þar svarar hann spurningum lesenda um allt milli himins og jarðar sem tengist heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.
28.05.2018 - 11:25
Þegar Wales fór á HM sem fulltrúi Asíu
Walesverjar eiga heiðurinn að sérkennilegustu leið sem þjóð hefur farið til að komast í lokakeppni HM í fótbolta, segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og sparkspekingur. Þeir komust alla leið í fjórðungsúrslit á HM í Svíþjóð 1958, en voru í raun þar sem fulltrúar Asíu, Afríku og Eyjaálfu.
27.05.2018 - 14:20
Ekki útilokað að labbakútur verði markakóngur
„Það er eiginlega alveg kominn tími á nýjan labbakút í markakóngstitilinn,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og sparkspekingur, og gaukar því að fjárhættuspilurum að mögulega verði lítt þekktur leikmaður markakóngur á HM í Rússlandi í sumar.
25.05.2018 - 12:30