Færslur: Stefan Löfven

Atkvæði greidd á ný um Andersson á mánudag
Sænska þingið mun greiða atkvæði á ný á mánudag um staðfestingu Magdalenu Andersson sem forsætisráðherra. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins og þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Moderaterna, tilkynnti þetta í dag.
25.11.2021 - 17:04
Löfven hættir í byrjun vikunnar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hyggst tilkynna forseta sænska þingsins um afsögn sína í byrjun vikunnar. Sænska ríkissjónvarpið segir frá þessu og hefur eftir fjölmiðlafulltrúa forsætisráðherrans.
Svíþjóð
Líkur að Andersson verði fyrst kvenna forsætisráðherra
Allt stefnir í það að Magdalena Andersson geti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Svíþjóðar. Formannskjör verður í Jafnaðarmannaflokknum í dag, fimmtudag og fjármálaráðherrann Andersson er ein í framboði.
Andersson með pálmann í höndunum
Fátt getur komið í veg fyrir að Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, verði næsti formaður Sósíaldemókrataflokksins. Flokksþing fer fram í byrjun næsta mánaðar, en meirihluti kjörmanna flokksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við Andersson.
Heimsglugginn
Jafnaðarmenn með nauma forystu í Þýskalandi
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi eftir mánuð. Lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari.
Stefan Löfven boðar afsögn sína
Stefan Löfven ætlar að segja af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti hann í ávarpi í morgun. Flokksþing Jafnaðarmannaflokksins fer fram í nóvember og þar ætlar hann að hætta sem formaður flokksins.
22.08.2021 - 11:01
Sænska þingið samþykkir Löfven á ný
Sænska þingið samþykkti rétt í þessu Stefan Löfven sem forsætisráðherra landsins.
07.07.2021 - 13:14
17 ára handtekinn fyrir að skjóta lögregluþjón til bana
Sautján ára unglingur hefur verið handtekinn í Svíþjóð grunaður um að hafa skotið lögregluþjón til bana í Gautaborg aðfaranótt fimmtudags.
02.07.2021 - 18:00
Löfven fær umboð til stjórnarmyndunar í Svíþjóð
Stefan Löfvén sitjandi forsætisráðherra Svíþjóðar fær umboð til stjórnarmyndunar eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu í morgun.
Löfven segir af sér
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hefur ákveðið að láta af embætti forsætisráðherra. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun.
28.06.2021 - 08:34
Afsögn eða kosningar - frestur Löfvens rennur út í dag
Það ræðst í dag hvort Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, boðar til kosninga eða segir af sér og lætur öðrum það eftir að reyna að mynda nýja ríkisstjórn. Meirihluti þingmanna á sænska þinginu samþykkti á dögunum vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á minnihlutastjórn Löfvens og Jafnaðarmanna. Lögum samkvæmt hafði hann þá sjö daga til að mynda nýjan meirihluta, segja af sér eða boða til aukakosninga. Sá frestur rennur út á miðnætti og lítið hefur þokast í samkomulagsátt.
28.06.2021 - 03:39
Heimsglugginn
Vopnaskak Breta og Rússa á Svartahafi
Breska tundurspillinum HMS Defender var í gær siglt vísvitandi í gegnum hafsvæði sem Rússar telja sína lögsögu. Vestræn ríki viðurkenna ekki rússneska lögsögu því hafsvæðið er undan ströndum Krímskaga sem Rússar innlimuðu í trássi við alþjóðalög og -samninga 2014. Auk þess var fjallað um stöðu mála á Norður-Írlandi þar sem hart er deilt um framkvæmd viðauka við Brexit-samninginn. Stjórnarkreppan í Svíþjóð var einnig rædd, þingið lýsti vantrausti á stjórn Stefans Lofvens á mánudag.
Fáir kostir í stöðunni hjá Stefan Löfven
Sænska ríkisstjórnin er fallin. Þingmenn á sænska þinginu samþykktu vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata í morgun. Stefan Löfven forsætisráðherra fær viku til að ákveða hvort hann segir af sér eða boðar til nýrra kosninga.
21.06.2021 - 12:39
Atkvæðagreiðsla um vantraust á Löfven
Atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Stefans Löfvens, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefst í sænska þinginu klukkan tíu að staðartíma. Það er er klukkan átta að íslenskum tíma.
Sjónvarpsfrétt
Segir Vinstriflokkinn feta hættulega slóð
Forsætisráðherra Svíþjóðar segir þá stjórnmálaflokka sem hyggjast styðja vantrauststillögu gegn honum leiða sænsku þjóðina á hættulega braut. Sænska þingið greiðir atkvæði um tillöguna á mánudag og búist er við að hún verði samþykkt.
17.06.2021 - 19:45
Bandaríkjastjórn fús að upplýsa um njósnamál
Karine Jean-Pierre, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gærkvöld að Bandaríkjastjórn væri fús að svara öllum spurningum varðandi njósnir um evrópska bandamenn. Þetta er hið fyrsta sem heyrist frá Bandaríkjastjórn um hleranir þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, í samvinnu við leyniþjónustu danska hersins. Jean-Pierre, sem er aðstoðarblaðafulltrúi Joe Bidens forseta, svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni Air Force Once í gær. Hún var spurð um hleranir NSA í Evrópu.
Svíar herða varnir gegn COVD-19
Svíar ætla að herða mjög varnir gegn kórónuveirunni og nýjar reglur eiga að taka gildi á aðfangadag. Stefan Löfven, forsætisráðherra, og fleiri ráðherrar kynntu þessar ráðstafanir á fundi með fréttamönnum síðdegis. Hann sagði ríkisstjórnina bera kvíðboga fyrir komandi frídögum og hver áhrifin gætu orðið á útbreiðslu veirunnar. Því kynnti hann ráðstafanir sem ættu að gilda um land allt.
18.12.2020 - 17:50
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar í sóttkví
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar er kominn í sjálfskipaða sóttkví. Hann tilkynnti þetta á Facebook eftir að einhver nákominn honum greindist með COVID-19.
05.11.2020 - 12:13
Stjórnarkreppa í Svíþjóð frestast
Vinstriflokkurinn í Svíþjóð hefur frestað að leggja fram vantrauststillögu á stjórnina. Engu að síður er yfirvofandi hætta á stjórnarkreppu og nýjum kosningum vegna deilna um breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Vinstri-flokkurinn er algerlega andvígur hugmyndum um að slaka á reglum um ráðningarsamband og stjórnarandstöðuflokkar á hægri vængnum hyggjast styðja tillögu um vantraust á stjórn Jafnaðarmanna og Umhverfisflokksins.
12.10.2020 - 12:22
Spegillinn
Ósætti á sænska stjórnarheimilinu
Græningjar í Svíþjóð hótuðu í sumar að hætta ríkisstjórnarsamstarfi við Jafnaðarmenn. Þetta var vegna ágreinings um innflytjendamál en flokkarnir hafa einnig átt í hörðum deilum um umhverfismál vegna fyrirhugaðrar risa-olíuvinnslustöðvar á vesturströnd Svíþjóðar.
18.09.2020 - 07:29
Stjórnarkreppunni í Svíþjóð lokið
Allar líkur eru á að stjórnarkreppunni í Svíþjóð sé lokið og miðflokkarnir, Frjálslyndir og Miðflokkurinn hyggjast styðja minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Umhverfisflokksins, Miljöpartiet. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, kynnti ítarlegan málefnasamning stjórnarinnar síðdegis. Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, verður áfram forsætisráðherra, en Miðflokkurinn og Frjálslyndir verða utan stjórnar.
11.01.2019 - 14:50
Fréttaskýring
Löfven eða nýjar kosningar
Fáir kostir virðast til stjórnarmyndunar í Svíþjóð tæpum þremur mánuðum eftir að nýtt þing var kjörið. Fréttaskýrendur segja margir að kostirnir séu minnihlutastjórn Jafnaðarmanna undir stjórn Stefans Löfvens eða nýjar kosningar.
Fréttaskýring
Hugsanlega þurfa Svíar að kjósa að nýju
Forseti sænska þingsins segir að ógerlegt verði að mynda stjórn nema flokksleiðtogar breyti afstöðu sinni til samvinnu. Hugsanlegt er að kjósa verði að nýju, en tveir mánuðir eru frá síðustu þingkosningum. Hvorki gengur né rekur í tilraunum til að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Meira en tveir mánuðir eru frá þingkosningum en pattstaða er á þingi, hvorki fylkingar hægri- né vinstrimanna hafa nægan þingstyrk til að mynda meirihlutastjórn.
17.11.2018 - 11:43
Fréttaskýring
Erfið stjórnarmyndun í Svíþjóð
Staðan í stjórnarmyndunarviðræðum í Svíþjóð er erfið og fréttaskýrendur segja vandséð hvernig hægt verði að mynda ríkisstjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. Margir telja að einungis tvennt komi til greina; að Stefan Löfven sitji áfram sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar eða kosið verði að nýju. Andreas Norlén, forseti þingsins, lét í morgun greiða atkvæði um hvort Ulf Kristersson, leiðtogi hægri flokksins Moderaterna, nyti stuðnings til að mynda stjórn.
14.11.2018 - 18:26
Fréttaskýring
Svíþjóðardemókrötum spáð velgengni
Svíþjóðardemókrötum er spáð umtalsverðri fylgisaukningu er Svíar ganga að kjörborðinu 9. september. Gamlir stjórnmálaflokkar eiga margir í vök að verjast og stjórnarmyndun gæti orðið snúin því gömlu flokkarnir vilja ekki vinna með Svíþjóðardemókrötum. Jimmie Åkesson, leiðtogi þeirra, er bjartsýnn. Kosningabaráttan stendur nú sem hæst.