Færslur: Stefan Löfven

Svíar herða varnir gegn COVD-19
Svíar ætla að herða mjög varnir gegn kórónuveirunni og nýjar reglur eiga að taka gildi á aðfangadag. Stefan Löfven, forsætisráðherra, og fleiri ráðherrar kynntu þessar ráðstafanir á fundi með fréttamönnum síðdegis. Hann sagði ríkisstjórnina bera kvíðboga fyrir komandi frídögum og hver áhrifin gætu orðið á útbreiðslu veirunnar. Því kynnti hann ráðstafanir sem ættu að gilda um land allt.
18.12.2020 - 17:50
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar í sóttkví
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar er kominn í sjálfskipaða sóttkví. Hann tilkynnti þetta á Facebook eftir að einhver nákominn honum greindist með COVID-19.
05.11.2020 - 12:13
Stjórnarkreppa í Svíþjóð frestast
Vinstriflokkurinn í Svíþjóð hefur frestað að leggja fram vantrauststillögu á stjórnina. Engu að síður er yfirvofandi hætta á stjórnarkreppu og nýjum kosningum vegna deilna um breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Vinstri-flokkurinn er algerlega andvígur hugmyndum um að slaka á reglum um ráðningarsamband og stjórnarandstöðuflokkar á hægri vængnum hyggjast styðja tillögu um vantraust á stjórn Jafnaðarmanna og Umhverfisflokksins.
12.10.2020 - 12:22
Spegillinn
Ósætti á sænska stjórnarheimilinu
Græningjar í Svíþjóð hótuðu í sumar að hætta ríkisstjórnarsamstarfi við Jafnaðarmenn. Þetta var vegna ágreinings um innflytjendamál en flokkarnir hafa einnig átt í hörðum deilum um umhverfismál vegna fyrirhugaðrar risa-olíuvinnslustöðvar á vesturströnd Svíþjóðar.
18.09.2020 - 07:29
Stjórnarkreppunni í Svíþjóð lokið
Allar líkur eru á að stjórnarkreppunni í Svíþjóð sé lokið og miðflokkarnir, Frjálslyndir og Miðflokkurinn hyggjast styðja minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Umhverfisflokksins, Miljöpartiet. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, kynnti ítarlegan málefnasamning stjórnarinnar síðdegis. Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, verður áfram forsætisráðherra, en Miðflokkurinn og Frjálslyndir verða utan stjórnar.
11.01.2019 - 14:50
Fréttaskýring
Löfven eða nýjar kosningar
Fáir kostir virðast til stjórnarmyndunar í Svíþjóð tæpum þremur mánuðum eftir að nýtt þing var kjörið. Fréttaskýrendur segja margir að kostirnir séu minnihlutastjórn Jafnaðarmanna undir stjórn Stefans Löfvens eða nýjar kosningar.
Fréttaskýring
Hugsanlega þurfa Svíar að kjósa að nýju
Forseti sænska þingsins segir að ógerlegt verði að mynda stjórn nema flokksleiðtogar breyti afstöðu sinni til samvinnu. Hugsanlegt er að kjósa verði að nýju, en tveir mánuðir eru frá síðustu þingkosningum. Hvorki gengur né rekur í tilraunum til að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Meira en tveir mánuðir eru frá þingkosningum en pattstaða er á þingi, hvorki fylkingar hægri- né vinstrimanna hafa nægan þingstyrk til að mynda meirihlutastjórn.
17.11.2018 - 11:43
Fréttaskýring
Erfið stjórnarmyndun í Svíþjóð
Staðan í stjórnarmyndunarviðræðum í Svíþjóð er erfið og fréttaskýrendur segja vandséð hvernig hægt verði að mynda ríkisstjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. Margir telja að einungis tvennt komi til greina; að Stefan Löfven sitji áfram sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar eða kosið verði að nýju. Andreas Norlén, forseti þingsins, lét í morgun greiða atkvæði um hvort Ulf Kristersson, leiðtogi hægri flokksins Moderaterna, nyti stuðnings til að mynda stjórn.
14.11.2018 - 18:26
Fréttaskýring
Svíþjóðardemókrötum spáð velgengni
Svíþjóðardemókrötum er spáð umtalsverðri fylgisaukningu er Svíar ganga að kjörborðinu 9. september. Gamlir stjórnmálaflokkar eiga margir í vök að verjast og stjórnarmyndun gæti orðið snúin því gömlu flokkarnir vilja ekki vinna með Svíþjóðardemókrötum. Jimmie Åkesson, leiðtogi þeirra, er bjartsýnn. Kosningabaráttan stendur nú sem hæst.
Svíþjóðardemókratar næststærstir
Hægri popúlistaflokkurinn, Svíþjóðardemókratarnir, er orðinn næststærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun sænsku hagstofunnar.  Sænska hagstofan birtir tvisvar á ári niðurstöður umfangsmikillar könnunar þar sem níu þúsund manns eru í úrtakinu. Samkvæmt niðurstöðunni styðja 18,4 prósent Svíþjóðardemókratana.
01.06.2017 - 16:16
Bildt segir Trump flytja falsfréttir
Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í hópi fávísustu manna í heimi og hann hafi flutt falsfréttir af Svíþjóð. Trump tvítaði í dag enn á ný um Svíþjóð og stefnu landsins í málefnum innflytjenda og sagði að falsmiðlar láti sem allt sé í lagi en svo sé ekki.
20.02.2017 - 22:04
Danir og Svíar deila um skilríkjakvöð
Slegið hefur í brýnu með Dönum og Svíum vegna ákvörðunar sænsku stjórnarinnar um að hleypa engum inn í landið frá Danmörku nema að hann hafi gild persónuskilríki frá og með 4. janúar. Danska þingið ákvað raunar í síðustu viku að taka upp tímabundið landamæraeftirlit og gerði flutningafyrirtæki ábyrg fyrir því að farþegar sem ferðuðust með þeim hefðu gild persónuskilríki.