Færslur: Stefán Karl Stefánsson

Latibær á meðal 20 bestu sjónvarpsþátta allra tíma
Þátturinn Draumalið Glanna glæps, í barnasjónvarpsþáttaröðinni Latabæ, er á meðal bestu stöku sjónvarpsþátta allra tíma í samantekt tímaritsins Newsweek.
Leikhúsveisla
„Má segja að við höfum kvatt Stefán með sýningunni“
„Ég held við höfum leikið hana í tvö og hálft ár í fyrsta holli, 180 sýningar og eitthvað um 40.000 manns sem sáu sýninguna,“ segir Hilmir Snær Guðnason um Með fulla vasa af grjóti sem fyrst var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2000. Upptaka af lokasýningu verksins frá árinu 2017 er á dagskrá RÚV 2 kl. 19.30 í kvöld.
Leikhúsveisla
„Stefán Karl stal senunni í hvert einasta skipti“
Stefán Karl Stefánsson fór með mörg minni hlutverk í leiksýningunni Í hjarta Hróa Hattar, sem frumsýnd var á Íslandi 2015. Leiksýningin hefur verið sett upp víða um heim en Gísli Örn Garðarsson leikstjóri segir að engum hafi tekist að feta í fótspor Stefáns Karls.
Viðtal
Fannst hann eiga það skilið að verða leikari
Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn 43 ára að aldri, en hann hafði átt í langvinnri baráttu við erfið veikindi. Í viðtali við Stefán þegar hann var nýbyrjaður í leiklistarnámi sagði hann ekkert annað koma til greina en að gerast leikari.
23.08.2018 - 14:43
Myndskeið
Unglingsár lýðveldis á persónulegum nótum
„Ég hefði svo viljað hafa það veganesti meira í huga þegar ég var ungur að það er allt í lagi að misstíga sig, vera hallærislegur,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari í stiklu þáttanna Unga Ísland. Þjóðþekktir Íslendingar segja frá unglingsárum sínum í nýjum heimildaþáttum sem hefja göngu sína á RÚV annað kvöld.
Viðtal
Ekki ást við fyrstu sýn
Leiðir Stefáns Karls Stefánssonar og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur lágu saman í skemmtiþætti á RÚV rétt eftir síðustu aldamót. Þetta var þó ekki ást við fyrstu sýn segja þau – heldur áunnin ást. Þau segja að hláturinn skipti öllu máli þegar gengið er í gegnum erfiðleika. „Hugarfarið skiptir meira en 50% máli,“ segir Stefán Karl sem glímt hefur við krabbamein.
„Ég lifi í tíu vikna köflum“
Á sunnudaginn er síðasta sýningin á Með fulla vasa af grjóti en hún verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Í verkinu eru einungis tveir leikarar, Stefán Karl og Hilmir Snær, sem leika samtals 15 hlutverk af karl- og kvenkyni. „Það er mun auðveldara að skipta um kyn heldur en búning á sviði,“ segir Stefán Karl sem var föstudagsgestur í Mannlega þættinum.
Stefán Karl fékk tré frá Þjóðleikhúsinu
Stefán Karl Stefánsson, leikari, gróðursetti í gær tré í Stefánslundi í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær. Tréð er nokkuð merkilegt því það er gjöf frá Þjóðleikhúsinu og er tileinkað leikaranum.
„Stefán Karl, er þér alvara?“
Tvíleikurinn Með fulla vasa af grjóti, með þeim Stefáni Karli Stefánssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni sló í gegn þegar hann var frumsýndur hér um aldamótin. Verkið gekk fyrir fullu húsi mánuðum saman, en sýningar urðu hátt í 200 talsins þegar upp var staðið. Leikurinn verður endurtekinn á fimmtudag, þegar verkið fer á fjalirnar í þriðja sinn.