Færslur: Starfsmannaleigur

Máttu leggja stjórnvaldssekt á Menn í vinnu
Vinnumálastofnun var heimilt að leggja 2,5 milljón króna stjórnvaldsekt á starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Þetta kemur fram í úrskurði félagsmálaráðuneytisins. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í september á síðasta ári.
Efling segir SA á hálum ís
Stéttarfélagið Efling segir Samtök atvinnulífsins á hálum ís eftir ummæli Ragnars Árnasonar, lögmanns hjá SA, í fréttum á mánudagskvöld að keðjuábyrgð þeirra sem versla við starfsmannaleigur nái bara til vangreiddra launa og gagnrýni á stefnu Eflingar gagnvart Eldum rétt, sem keypti vinnuafl af Mönnum í vinnu.
11.07.2019 - 09:07
Ábyrgð notendafyrirtækja skýr í lögum
Engin heimild er í lögum um starfsmannaleigur til að leggja fram kröfu um miskabætur á notendafyrirtæki. Þetta segir Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Slíkar kröfur eigi samkvæmt lögunum að beinast að vinnuveitanda fólksins, starfsmannaleigunni.
10.07.2019 - 14:14
Myndskeið
„Þetta eru náttúrulega ekki mannabústaðir“
Fulltrúar ASÍ fóru í dag ásamt lögreglu að kanna aðstæður rúmenskra verkamanna sem starfa hjá íslenskri starfsmannaleigu. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir að þeir sem kaupi þjónustu af starfsmannaleigum beri ábyrgð ef starfsfólk er hlunnfarið um laun og önnur kjör, og gætu því þurft að greiða tvöfalt þegar upp er staðið. 
07.02.2019 - 19:56
Reynslusaga
„Þetta er kannski ekki íslenskur standard“
Því ríkara sem landið er því minni virðing er borin fyrir fátæku verkafólki. Þetta segir Pranas Rupstplaukis, bifvélavirki og fyrrum starfsmaður Verkleigunnar, íslenskrar starfsmannaleigu. Hann kom hingað til lands síðastliðið haust. Pranas féllst á að greina Speglinum frá reynslu sinni og sýna honum húsið sem hann bjó í á meðan hann starfaði hjá leigunni. „Ég tala ensku og fór að spyrja of marga spurninga. Forsvarsmönnum leigunnar þótti það óþægilegt svo ég hætti og réð mig annað,“ segir hann. 
Fréttaskýring
Tiltölulega auðvelt að blekkja stjórnvöld
Forstjóri Vinnumálastofnunar telur allt að þriðjung starfsmannaleigna og þjónustufyrirtækja brjóta kjarasamninga. Forsvarsmaður íslenskrar starfsmannaleigu segir gríðarlega þörf fyrir þessi fyrirtæki á Íslandi í dag en segir að eftirlit með þeim sé ekki nógu gott. Fyrirtæki með einbeittan brotavilja geti auðveldlega blekkt eftirlitsstofnanir.