Færslur: starfsleyfi

Kröfu um verknám sálfræðinga frestað um tvö ár
Nýútskrifuðum meistaranemum í klínískri sálfræði, sem hafa beðið eftir að geta hafið störf í faginu, verður veitt starfsleyfi á næstu dögum. Þá hefur gildistöku ákvæðis sem gerir kröfu um að nemar fari í verknám verið frestað til 2023. Ákvæðið hefur hlotið töluverða umfjöllun nýverið, í ljósi þess að slíkt verknám er hvergi í boði fyrir sálfræðinema hérlendis.
Sjónvarpsfrétt
Erfitt að fá starfsleyfi með útlenska sálfræðimenntun
Sálfræðingar menntaðir í útlöndum eiga margir erfitt með fá starfsleyfi hér á landi. Doktor í klínískri sálfræði er efins um að leggja í þá vegferð því óljóst sé hvaða kröfur þarf að uppfylla - á sama tíma og þeir sem hljóta menntun á Íslandi fá undanþágu frá starfsnámi.
07.11.2021 - 20:15
Ósáttur við að sálfræðingar séu ekki með í ráðum
Fyrrum formaður Sálfræðingafélag Íslands og kennari í faginu gagnrýnir aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins við að koma á fót starfsnámi svo nýútskrifaðir sálfræðingar fái starfsleyfi. Hann gagnrýnir einnig að aðrar stéttir eigi að ákveða hvernig starfsnáminu skuli hagað, en ekki fólk úr stéttinni.
06.11.2021 - 12:16