Færslur: Starfsgreinasambandið

SGS og ríkið semja - Orlof verður að lágmarki 30 dagar
Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins skrifuðu undir kjarasamning eftir hádegi í dag. Hann gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023 og verður kynntur félagsmönnum á næstunni. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslu um samninginn ljúki 26. mars.
Starfsgreinasambandið samþykkir kjarasamning
Félagar í sautján aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands samþykktu nýjan kjarasamning sem gerður var 16. janúar við sveitarfélögin. Niðurstaðan var birt í hádeginu 10. febrúar.
10.02.2020 - 12:34
Spegillinn
Háar launakröfur og desemberuppbót nærri 400 þúsund
Efling fer fram á að desemberuppbót verði tæpar 400 þúsund krónur og vill að laun félagsmanna sinna hjá Reykjavíkurborg hækki talsvert meira en samið var um í lífskjarasamningnum í vor. Einn viðmælandi Spegilsins segir að ef kröfur félagsins næðu fram að ganga myndi launamarkaðurinn springa í loft upp.
Sveitarfélög vísa kjaradeilu til sáttasemjara
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við Eflingu og Starfsgreinasamband Íslands til Ríkissáttasemjara. Í bréfi frá SÍS til Ríkissáttasemjara er ályktun á þingi Starfsgreinasambandsins um kvennastéttir og lítilsvirðingu sem þeim er sýnd sögð ástæða þess að slitnað hefur upp úr viðræðunum.
28.10.2019 - 15:30
Sólveig Anna nýr varaformaður SGS
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er nýr varaformaður Starfsgreinasambandsins Íslands. Hún var kjörin með lófataki á þingi sambandsins. Fráfarandi varaformaður, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls á Austurlandi gaf ekki kost á sér en var kjörin í framkvæmdastjórn. Björn Snæbjörnsson var endurkjörinn formaður sambandsins.
25.10.2019 - 17:42
Myndband
Fara í aðgerðir ef ekkert gengur, segir Björn
Formaður Starfsgreinasambandsins segir sveitarfélögin sýna lægst launuðu starfsmönnum sínum hroka og vísar í deilur um lífeyrisréttindi. Hann segir styttast í aðgerðir, komist ekki gangur í samningaviðræður. 
24.10.2019 - 19:25
Engir kjarasamningar í sjónmáli
Haustið fer í kjaraviðræður hjá fjölmörgum stéttarfélögum og viðsemjendum. Engir kjarasamningar eru í sjónmáli í þeim viðræðum sem nú standa yfir. Bæði BSRB og BHM stefndu að því, samkvæmt viðræðuáætlun í sumar, að ná kjarasamningum fyrir 15. september. Af því verður ekki. 
Boða verkfallsaðgerðir sem ekki hafa sést
Alvarleg staða er uppi í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins og Einingar-Iðju við samninganefnd íslenskra sveitarfélaga en þær hafa staðið yfir frá því í febrúar síðastliðinn, að því er segir í ályktun frá trúnaðarmönnum félagsins sem starfa hjá sveitarfélögunum. Þar segir meðal annars að ef eingreiðsla sem óskað hefur verið eftir kemur ekki muni samninganefnd sveitarfélaganna sjá verkfallsaðgerðir sem ekki hafa sést á undanförnum árum.
Sveitarfélög segja stéttarfélög bera ábyrgðina
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga ætlar ekki að tjá sig frekar um kjaradeilu við Starfsgreinasambandið og Eflingu á meðan hún er hjá ríkissáttasemjara. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi sveitarfélögin harðlega í gær.
20.06.2019 - 11:45
Ætlum að sækja með góðu eða illu, segir Björn
Það er stál í stál í kjaraviðræðum við sveitarfélögin, segir formaður Starfsgreinasambandsins eftir samningafund í morgun. Sveitarfélögin neiti að færa lífeyrisréttindi til jafns við borgina og ríkið. Tveir mánuðir eru í næsta samningafund. 
Lokahnykkur samninga - staðan á hádegi
Samninganefndir hafa síðan í morgun verið lokaðar inni á skrifstofum ríkissáttasemjara og fréttamönnum ekki verið hleypt inn nema hjá ríkissáttasemjara við Borgartún. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við félög verslunarmanna og Starfsgreinasambandsins er að verða tilbúinn. Í þessum félögum eru rúmlega 100 þúsund manns.
03.04.2019 - 12:31
Starfsgreinasambandið slítur viðræðum við SA
Fundur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífisins hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 11. Búist er við að SGS slíti samningaviðræðum á fundinum.
Viðtal
Viðræðurnar stranda á vinnutímamálum
Starfsgreinasambandið (SGS) hefur ákveðið að veita viðræðunefnd sinni heimild til þess að lýsa yfir árangurslausum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Sambandið hefur átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara síðan 21. febrúar.
SGS heldur viðræðum áfram við SA
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands samþykkti í dag að halda viðræðum áfram við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Viðræðum verður haldið áfram eftir helgi. Í fréttatilkynningu frá Starfsgreinasambandinu segir að þolinmæði þess í þessum kjaraviðræðum sé ekki endalaus og næsta vika geti ráðið úrslitum upp á framhaldið.
SGS lýsir stuðningi við verkfallsáform
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins lýsir í ályktun fullum stuðningi við verkfall Eflingarfólks sem boðað er á föstudag. Efling er eitt aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins en klauf sig út úr samninganefndinni. Í ályktuninni eru félagsmenn innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hvattir til þess að ganga ekki í störf félagsmanna Eflingar komi til verkfalls.
05.03.2019 - 15:42
Myndskeið
Enn langt á milli í kjaraviðræðum
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir það hafa tekist að fækka ágreiningsefnum í kjaraviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins (SA). Ekki sé byrjað að ræða launamál og langt er á milli viðsemjenda.
Erlendar konur valdalitlar á vinnumarkaði
Bersýnilega kom í ljós, þegar #metoo sögur kvenna af erlendum uppruna voru birtar, að þær eru meðal þeirra valdaminnstu á vinnuvinnumarkaði og auðveldast að misbeita valdi gegn þeim. Þetta kemur fram í formála framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins á rannsóknarverkefni um konur af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður þess voru gefnar út í skýrslu í dag.
19.12.2018 - 13:28
Segir margt ríma við stefnu stjórnvalda
Forsætisráðherra segir að margt í kröfugerð Starfsgreinasambandsins rími við stefnu stjórnvalda. Það sé hins vegar á endanum atvinnurekenda og stéttarfélaga að semja um kaup og kjör. Bent hafi verið á að ekki sé mikið svigrúm til launahækkana.
12.10.2018 - 18:46
Myndskeið
Krefjast 425.000 króna lágmarkslauna
Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425.000 krónur. Þá er þess krafist að lægstu laun verði skattfrjáls. Sambandið samþykkti kröfugerðir gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum á fundi í dag.
10.10.2018 - 18:07
Gefur lítið fyrir „heimsendaspár“
Útlit er fyrir að á þriðja eða fjórða hundrað kjarasamninga losni í vetur í tveimur samningahrinum. Óljóst er hvort félög velja frekar að vera í samfloti eða standa ein og sér. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir grýlur sem nú séu dregnar í umræðuna ekki eiga við rök að styðjast. 
30.07.2018 - 19:38
Þarf að tryggja rétt og menntun starfsfólks
Forsvarsmenn stéttarfélaga eru að drukkna í málum sem varða launarétt og félagsleg undirboð ferðaþjónustfyrirtækja. Aukið eftirlit hefur skilað árangri en gera þarf mun betur að sögn framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. Á þriðja tug þúsunda starfa nú við ferðaþjónustu í landinu en fæstir hafa próf í greininni. Kemur niður á greininni og kallar á endurskoðun á úreltu námskerfi, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld.
Vilja flytja inn 200 kínverska verkamenn
Atvinnuleysi í maí hefur ekki verið minna frá árinu 2005 og framboðið á vinnafli annar ekki eftirspurn, sérstaklega ekki í byggingariðnaði. Í gærmorgun sat forstjóri Vinnumálastofnunar maraþonfund með tveimur fyrirtækjum, annað þeirra vildi flytja inn 200 Kínverja, hitt vildi flytja inn 50 Rússa. Vinnumálastofnun leggur nú aukna áherslu á eftirlit með vinnumarkaðinum. Þá er meira lagt upp úr því að hjálpa fólki sem hefur lengi verið atvinnulaust eða hefur skerta starfsgetu út í atvinnulífið.
23.06.2016 - 09:57