Færslur: Starfsgreinasambandið

Fréttaskýring
Afsögn forseta og baráttan um Alþýðusambandið
Drífa Snædal sagði af sér formennsku í Alþýðusambandi Íslands í síðustu viku. Ástæðurnar sem Drífa gaf upp fyrir afsögn sinni eru erfið samskipti innan hreyfingarinnar og stemmingin gagnvart henni sjálfri frá ákveðnum formönnum aðildarfélaga. En hvernig eru þessar átakalínur innan verkalýðshreyfingarinnar?
Sjónvarpsfrétt
Átök innan ASÍ tefja gerð kjarasamninga
Ellefu formenn stéttarfélaga harma þær aðstæður í verkalýðshreyfingunni sem urðu til þess að forseti ASÍ hafi þurft að segja af sér. Formaður Bandalags háskólamanna segir að ef átök haldi áfram innan ASÍ tefji það kjarasamningaviðræður á opinbera markaðnum. 
11.08.2022 - 19:19
Sjónvarpsfrétt
Vondar sögur um vinnuþrælkun og brot gegn starfsfólki
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins kallar eftir breyttu hugarfari og betri meðferð á erlendu starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustu þar sem brotalömin sé mest. Sögur sem komi inn á borð sambandsins séu sumar hverjar með ólíkindum og aðrir í greininni, sem standa sig vel, eigi ekki að láta misbeitingu á starfsfólki líðast.
Sjónvarpsfrétt
„Launafólk tilbúið til að setja niður hælana“
„Ég held að það sé alveg ljóst að þegar það er búið er auka svona greiðslubyrðina á launafólk þá verður launafólk tilbúið til að setja niður hælana,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. „Stundum verður maður að taka eitt skref aftur á bak til þess að tvö skref áfram síðar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Starfsgreinasambandið afhenti í dag SA kröfugerð sína fyrir komandi kjaraviðræður.
Starfsgreinasambandið vill krónutöluhækkun launa
Starfsgreinasambandið fer fram á krónutöluhækkun launa. Með því vonast formaður sambandsins til að ná fram kjarabótum fyrir þá tekjulægstu. Ekki fæst uppgefið hversu mikillar krónutöluhækkunar sambandið krefst. Starfsgreinasambandið kynnti Samtökum atvinnulífsins í dag kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga. Þá er opið hvort samið verður til lengri eða skemmri tíma. Viðbúið er að eiginlegar kjaraviðræður hefjist í ágúst. Sjötíu og tvö þúsund félagar eru í Starfsgreinasambandinu.
Viðtal
Hópuppsögn Eflingar kom Vilhjálmi Birgis á óvart
Hópuppsögn á skrifstofu Eflingar kom formanni Starfsgreinasambandsins á óvart. Hann segir það bæði miður og ömurlegt þegar gripið er til hópuppsagna. Hann sé ekki alltaf sammála formanni Eflingar þó svo að þau hafi unnið saman að bættum kjörum láglaunafólks.
14.04.2022 - 12:24
Útvarpsviðtal
Hluti af uppgjöri innan verkalýðshreyfingarinnar
Formannskjörið í Starfsgreinasambandinu er einn liðurinn í uppgjöri sem fer fram innan verkalýðshreyfingarinnar, sagði Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins í hádegisfréttum. Hann sagði að verkalýðshreyfingin verði að standa þétt saman og snúa bökum saman í kjarasamningum í haust.
Vilhjálmur kosinn formaður Starfsgreinasambandsins
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var í dag kosinn formaður Starfsgreinasambands Íslands. Hann hlaut 70 atkvæði af 130 sem greidd voru í formannskjörinu, það eru 53,85 prósent .Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hlaut 60 atkvæði, sem eru 46,15 prósent.
Segir nýjan formann þurfa að leggja áherslu á frið
Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins vonar að eftirmaður hans leggi áherslu á að lægja öldur innan verkalýðshreyfingarinnar. Þing sambandsins verður sett á Akureyri í dag.
23.03.2022 - 15:59
Lýsa yfir áhyggjum af hækkun stýrivaxta
Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýsa yfir miklum áhyggjum af hækkun stýrivaxta á þessu ári og segja að það geti leitt til þess að samningar á almennum vinnumarkaði bresti.
03.11.2021 - 15:28
Engar ábendingar um brot á uppsögnum hafa borist til SA
Samtökum atvinnulífins hafa ekki borist neinar ábendingar eða kvartanir vegna fyrirtækja sem brjóti lög með uppsagnarstyrkjum. Framkvæmdastjóri SA segir málin líklega flóknari en formaður Starfsgreinasambandsins telur þau vera.
Sjónvarpsfrétt
Til skammar að fyrirtæki misnoti tækifæri og brjóti lög
Dæmi eru um að fyrirtæki sem fengu uppsagnarstyrk, eftir að hafa sagt upp fólki í byrjun faraldursins, bjóði starfsfólkinu ekki sama starf aftur þrátt fyrir að þeim sé það skylt samkvæmt lögum. Óttast er að reynslulítið fólk verði nú ráðið í þessi störf á lægstu töxtum og ráðningarstyrkir í átakinu „Hefjum störf“ verði látnir dekka launakostnaðinn að mestu.
Segja sveitarfélögin draga lappir í vinnuvikustyttingu
Starfsgreinasamband Íslands segir sveitarfélögin hafa dregið lappirnar í styttingu vinnuvikunnar og fái algera falleinkunn. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ályktun Starfsgreinasambandsins sorglega.
„Grímulaus aðför að láglaunakvennastéttum“
„Það eru algerlega forkastanleg vinnubrögð hjá Heilbrigðisráðuneytinu að krefjast þess að allt að 150 starfsmönnum verði sagt upp, sem eru að langmestu leyti konur í láglaunastörfum,“ segir í nýrri yfirlýsingu frá Starfsgreinasambandinu vegna yfirfærslu á rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabæ og óljósrar réttarstöðu starfsfólksins þar.
Spegillinn
Styttingin má ekki bara snúast um skrifstofufólk
Umræðan um styttingu vinnutímans miðast að sumu leyti of mikið við vinnu skrifstofufólks, segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins; reyndar gildi slíkt hið sama um alla umræðuna um heimavinnu fólks. Margir félagar í Starfsgreinasambandinu eigi þess ekki kost að vinna heima og þá skipti hlé til að hvílast miklu. 
SGS og ríkið semja - Orlof verður að lágmarki 30 dagar
Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins skrifuðu undir kjarasamning eftir hádegi í dag. Hann gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023 og verður kynntur félagsmönnum á næstunni. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslu um samninginn ljúki 26. mars.
Starfsgreinasambandið samþykkir kjarasamning
Félagar í sautján aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands samþykktu nýjan kjarasamning sem gerður var 16. janúar við sveitarfélögin. Niðurstaðan var birt í hádeginu 10. febrúar.
10.02.2020 - 12:34
Spegillinn
Háar launakröfur og desemberuppbót nærri 400 þúsund
Efling fer fram á að desemberuppbót verði tæpar 400 þúsund krónur og vill að laun félagsmanna sinna hjá Reykjavíkurborg hækki talsvert meira en samið var um í lífskjarasamningnum í vor. Einn viðmælandi Spegilsins segir að ef kröfur félagsins næðu fram að ganga myndi launamarkaðurinn springa í loft upp.
Sveitarfélög vísa kjaradeilu til sáttasemjara
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við Eflingu og Starfsgreinasamband Íslands til Ríkissáttasemjara. Í bréfi frá SÍS til Ríkissáttasemjara er ályktun á þingi Starfsgreinasambandsins um kvennastéttir og lítilsvirðingu sem þeim er sýnd sögð ástæða þess að slitnað hefur upp úr viðræðunum.
28.10.2019 - 15:30
Sólveig Anna nýr varaformaður SGS
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er nýr varaformaður Starfsgreinasambandsins Íslands. Hún var kjörin með lófataki á þingi sambandsins. Fráfarandi varaformaður, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls á Austurlandi gaf ekki kost á sér en var kjörin í framkvæmdastjórn. Björn Snæbjörnsson var endurkjörinn formaður sambandsins.
25.10.2019 - 17:42
Myndband
Fara í aðgerðir ef ekkert gengur, segir Björn
Formaður Starfsgreinasambandsins segir sveitarfélögin sýna lægst launuðu starfsmönnum sínum hroka og vísar í deilur um lífeyrisréttindi. Hann segir styttast í aðgerðir, komist ekki gangur í samningaviðræður. 
24.10.2019 - 19:25
Engir kjarasamningar í sjónmáli
Haustið fer í kjaraviðræður hjá fjölmörgum stéttarfélögum og viðsemjendum. Engir kjarasamningar eru í sjónmáli í þeim viðræðum sem nú standa yfir. Bæði BSRB og BHM stefndu að því, samkvæmt viðræðuáætlun í sumar, að ná kjarasamningum fyrir 15. september. Af því verður ekki. 
Boða verkfallsaðgerðir sem ekki hafa sést
Alvarleg staða er uppi í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins og Einingar-Iðju við samninganefnd íslenskra sveitarfélaga en þær hafa staðið yfir frá því í febrúar síðastliðinn, að því er segir í ályktun frá trúnaðarmönnum félagsins sem starfa hjá sveitarfélögunum. Þar segir meðal annars að ef eingreiðsla sem óskað hefur verið eftir kemur ekki muni samninganefnd sveitarfélaganna sjá verkfallsaðgerðir sem ekki hafa sést á undanförnum árum.
Sveitarfélög segja stéttarfélög bera ábyrgðina
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga ætlar ekki að tjá sig frekar um kjaradeilu við Starfsgreinasambandið og Eflingu á meðan hún er hjá ríkissáttasemjara. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi sveitarfélögin harðlega í gær.
20.06.2019 - 11:45
Ætlum að sækja með góðu eða illu, segir Björn
Það er stál í stál í kjaraviðræðum við sveitarfélögin, segir formaður Starfsgreinasambandsins eftir samningafund í morgun. Sveitarfélögin neiti að færa lífeyrisréttindi til jafns við borgina og ríkið. Tveir mánuðir eru í næsta samningafund.