Færslur: Stangveiði

Útlit fyrir slakt meðalár í laxveiði
Nú fer að styttast í annan endann á laxveiðitímabilinu en tekið verður fyrir veiði í flestum ám undir lok september. Þó veiði hingað til hafi verið nokkuð dræm víða á landinu, hefur það ekki dregið úr veiðimönnum.
28.08.2022 - 10:20
Búist við betri laxveiði en í fyrra
Laxveiði var um tuttugu prósentum minni árið 2021 en árið áður. Formaður Landssambands veiðifélaga segir að útlitið sé talsvert bjartara í ár en hefur talsverðar áhyggjur af fjölgun hnúðlax í ám landsins.
07.07.2022 - 15:06
Viljinn til að sleppa eykst með tilkomu samfélagsmiðla
Formaður Landssambands veiðimanna segir hita, þurrka og lélega endurheimt úr sjó vera aðalástæður þess að veiðisumarið hefur verið heldur dapurt víðast hvar. Það hafi þó ekki haft áhrif á sölu veiðileyfa. Mikil hugarfarsbreyting hafi orðið meðal veiðimanna og vilji til að veiða og sleppa hafi aukist með tilkomu samfélagsmiðla.
18.08.2021 - 15:12
Miklar breytingar í Laxá - stöngum fækkað um þriðjung
Miklar breytingar verða gerðar á skipulagi laxveiða í Laxá í Aðaldal frá og með næsta veiðitímabili. Þriðjungi færri stangir verða leyfðar í ánni en hingað til og þá geta veiðimenn veitt í allri ánni í sama veiðitúrnum.
08.11.2020 - 20:25
Laxveiðin á við slakt meðalár
Formaður Landssambands veiðifélaga segir sölu á veiðileyfum í sumar hafa gengið betur en á horfðist í vor og Íslendingar hafi keypt meira af þeim en áður. Mikil veiði hefur verið í Eystri-Rangá í sumar og Hofsá virðist vera að sækja í sig veðrið á ný.
11.08.2020 - 12:18
Laxveiði reynd í Andakílsá að nýju
Í vikunni hófust tilraunaveiðar í Andakílsá í Borgarfirði.
18.07.2020 - 04:39
Enn óljóst hvort útlendingar komi til laxveiða í sumar
Enn ríkir óvissa um það hvort erlendir laxveiðimenn koma og veiða í íslenskum ám í sumar. Áhuginn er til staðar en ferðatakmarkanir setja mönnum enn þá stólinn fyrir dyrnar. Líkurnar minnka eftir því sem ákvarðanir um afléttingu dragast á langinn.
05.06.2020 - 12:51
Segir stangveiði henta mjög vel í samkomubanni
Stangveiðitímabilið hófst í vikunni og veiðimenn láta ekki kulda og dimm él aftra sér. Fiskifræðingur segir að í veiði sé auðvelt að virða tveggja metra regluna og samkomubann.
06.04.2020 - 08:01
Útlendingar nánast horfnir úr silungsveiðinni
Þrátt fyrir kulda og erfiðar aðstæður er ágæt silungsveiði hjá stangveiðimönnum á fyrstu dögum veiðitimabilsins. Útlendingar eru nánast horfnir úr silungsveiðinni og mikil óvissa ríkir um það hvort erlendir veiðimenn skila sér í laxveiði.  
03.04.2020 - 12:15
Spegillinn
Stærsti landeigandi á Íslandi
Síðan 2016 er stærsti landeigandi á Íslandi Jim Ratcliffe, einn mesti auðkýfingur Breta. Hann á Grímsstaði á Fjöllum, stærstu jörð á Íslandi, en annars hefur hann einbeitt sér að laxveiðijörðum í norð-austurlandi. Þessi samþjöppun eignarhalds hefur leitt til umræðna um hvort breyta ætti lögum um jarðakaup. Nú er komið fram frumvarp um breytingar á jarðalögum og fleiri lögum er snerta fasteignir.
21.02.2020 - 11:30
 · Innlent · Stangveiði · jarðakaup
Tvær mýs í maga urriðans
Tvær mýs komu í ljós í maga urriða sem veiddur var í Hörgá nýlega. Þekkt er að urriðinn étur mýs, en sjaldgæft er að tvær mýs komi úr eina og sama urriðamaganum.
14.09.2018 - 14:40
Veiðimönnum bent á sögulegan fjölda heiðagæsa
Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki og biður Umhverfisstofnun skotveiðimenn að hafa það í huga á gæsaveiðitímabilinu sem hefst í dag, ef valið stendur á milli grágæsar og heiðagæsar. Heiðagæsastofninn er um fimmfallt stærri en grágæsastofninn. Stangveiði hefur ekki staðið undir væntingum á Norður- og Austurlandi í sumar.
20.08.2018 - 11:43
Vilja banna silunganet í hluta Skjálfandaflóa
Norðurþingi hefur borist ósk frá þremur veiðifélögum í Þingeyjarsýslu um að banna silungsveiði í net þar sem árnar falla til sjávar. Formaður veiðifélags Laxár segir að lax veiðist í þessi net, auk þess sem bleikjustofnar á svæðinu þoli ekki mikla netaveiði.
14.08.2017 - 17:20