Færslur: Stakksberg

Áætla að lagfæringar kosti 4,5 til 5 milljarða
Framkvæmdir við lagfæringar á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík í Reykjanesbæ eiga eftir að kosta fjóran og hálfan til fimm milljarða króna, að því er fram kemur í fraummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum af endurbótum á verksmiðjunni, sem birt var á vef Skipulagsstofnunar fyrir helgi. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og að þær taki um 14 mánuði.
11.05.2020 - 23:40
Ætla að minnka mengun með 52 metra skorsteini
Áætlað er að reisa 52 metra háan skorstein við kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík í Reykjanesbæ. Bygging hans er meðal endurbóta sem ætlað er að minnka mengun frá verksmiðjunni. Stakksberg, sem er dótturfélag Arion banka, ætlar í september að gera drög að umhverfismatsskýrslu vegna kísilverksmiðjunnar, opinber. Þá verður opnað fyrir athugasemdir. Áætlað er að framkvæmdir við endurbætur verksmiðjunnar hefjist eftir áramót.
23.08.2019 - 14:10
Breytt ásýnd kísilverksmiðju samkvæmt tillögum
Tillögur í samráðsgátt Stakksbergs, dótturfélags Arion banka, að áframhaldandi uppbyggingu kísilverksmiðju í Helguvík, sýna breytta ásýnd svæðisins, nái áform þar að lútandi fram að ganga. Forsvarsmaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík segir málið farsa.
11.07.2019 - 06:30
Kísilverksmiðja eykur losun Íslands um 10%
Losun á gróðurhúsalofttegundum hér á landi eykst um rúm 10 prósent ef starfsemi verður hafin á ný í kísilverksmiðjunni í Helguvík, sem áður hét United Silicon. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Dótturfélag Arion banka, Stakksberg, vinnur nú að endurbótum á verksmiðjunni og ætlar að selja hana.
Krefst mats á áhrifum verksmiðju á heilsu
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Stakksbergs ehf. að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum kísilverksmiðjunnar í Helguvík í Reykjanesbæ. Stofnunin gerir þó nokkrar athugasemdir við matsáætlunina og tekur undir með Embætti landlæknis um að æskilegt sé að meta hvaða áhrif starfsemin hafi á heilsu íbúa.
17.04.2019 - 06:02
Hafa varið 20 milljörðum í kísilverksmiðjuna
Rúmum 20 milljörðum króna hefur þegar verið varið í uppbyggingu kísilverksmiðju í Helguvík og því hefur sá möguleiki ekki verið skoðaður innan Arion banka að leggja verksmiðjuna niður. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn fréttastofu um umhverfisstefnu bankans. Aðild bankans að samtökum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, UN PRI, kemur ekki í veg fyrir fjárfestingar í stóriðju.
26.02.2019 - 06:51