Færslur: Stafrænt Ísland

Fólk með þroskahömlun fær enn ekki rafræn skilríki
Þroskahjálp hefur barist fyrir því í rúm þrjú ár að fundin verði lausn fyrir fólk með þroskahömlun sem getur ekki sótt um rafræn skilríki. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir verkefnastjóri hjá samtökunum segir að neyðarástand ríki en vegna þess að um jaðarsettan hóp sé að ræða sé málinu sýndur lítill áhugi.
Spegillinn
Hindranir í stafrænum heimi
Undir merkjum Stafræns Íslands er unnið að því að meginsamskiptaleið fólks og fyrirtækja við hið opinbera verði stafræn. Stöðugt stærri hluti samskipta við banka er um netið og notkun á Heilsuveru, þar sem fólk getur átt samskipti við heilbrigðisstarfsfólk, sótt sér vottorð og endurnýjað lyfseðla, hefur margfaldast. Allt er þetta gert til að einfalda líf fólks en þarna getur fólk með þroskahömlum til dæmis rekist á hindranir.
Víðtækt samstarf um rafrænar lausnir
Unnið er að því að koma upp stafrænu umboðsmannakerfi hjá stjórnsýslunni til að tryggja aðgengi aðstandenda að stafrænni þjónustu fyrir hönd þeirra sem geta ekki nýtt hana sjálfir. Um helgina var greint frá því að dæmi séu um að fólk með þroskahömlun hafi ekki aðgang að bankareikningum og frá ungum fötluðum manni sem gat ekki séð niðurstöðu úr COVID-prófi þar sem hann getur ekki fengið rafræn skilríki.
Verða allir að nota stafræn pósthólf?
Umboðsmaður Alþingis hefur sent forsætis- og fjármálaráðuneyti bréf þar sem beðið er um leiðbeiningar stjórnvalda vegna notkunar stafræns pósthólfs, réttaráhrifa þeirra og hugsanlegrar gjaldtöku stofnana þegar borgarar óska eftir að fá gögn með öðrum hætti.
Segir engar heimildir um kosningasvindl
Dómsmálaráðherra segist ekki vita til þess að reynt hafi verið að svindla í kosningum með notkun stafrænna ökuskírteina. Í úttekt öryggisfyrirtækis eru alvarlegir öryggisbrestir í skírteinunum sagðir opna á kosningasvindl.
Kanna stafræn skírteini með sérstöku appi
Tölvulesanlegur kóði er í stafrænum ökuskírteinum sem aðeins er gildur í 60 sekúndur í einu og hægt er að skanna kóðann til að kanna hvort upplýsingarnar á skírteininu séu réttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti í dag. Áður var kóðinn gildur í 30 sekúndur.
Benda á alvarlega galla í stafrænum ökuskírteinum
Öryggisfyrirtæki gefur öryggi stafrænna ökuskírteina falleinkunn. Auðvelt sé að falsa skírteinin og jafnvel nota þau til að stunda kosningasvindl. Dómsmálaráðuneytið telur sig hafa komið í veg fyrir það.
Segja óréttmætt að þvinga fólk í viðskipti
Með nýju frumvarpi Fjármála- og efnahagsráðherra er gert ráð fyrir því að stjórnvöld sendi gögn í stafrænt pósthólf einstaklinga og lögaðila. Hver og einn sem hafi kennitölu eigi sitt pósthólf. Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna að fólk þurfi að hafa rafræn skilríki til að komast í þetta pósthólf. Þau segja með öllu óréttmætt að þvinga neytendur í viðskipti við einkafyrirtæki í einokunaraðstöðu svo það geti móttekið sendingar frá stjórnvöldum.