Færslur: Staðgöngumæðrun

Fréttaskýring
Börn fædd af staðgöngumæðrum föst í Úkraínu
Hið minnsta 21 barn, sem fætt er af úkraínskri staðgöngumóður, er fast í neðanjarðarbyrgi í Kænugarði. Börnin bíða þess að foreldrar þeirra komist inn í landið til að sækja þau. Samkvæmt lögum þar í landi verða foreldrar að koma til Úkraínu og ganga þar frá allri pappírsvinnunni við að eignast barnið sitt formlega. Börnin sem hafast við í neðanjarðarbyrgjum eru því eiginlega forsjár- og ríkisfangslaus í bili, eða þar til foreldrar þeirra komast til þeirra.
MDE segir Ísland ekki hafa brotið mannréttindasáttmála
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Þjóðskrá beri ekki að skrá íslenskar konur, sem eignuðust dreng með hjálp staðgöngumóður, gjafaeggs og -sæðis, sem foreldra hans. Úrskurðurinn var birtur í dag á vefsíðu dómstólsins.
Konur sem fá ekki að vera foreldrar til MDE
Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Hann fæddist með hjálp staðgöngumóður og gjafaeggs og sæðis í Bandaríkjunum. 
„Slæmt að barnið á ekki foreldra“
„Það sem er slæmt er að barnið á enga foreldra. Fólk á aldrei rétt á að eiga börn en ef það er einhver réttur þá er það réttur barns til að eiga foreldra,“ segir Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent í hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur fjallað talsvert um staðgöngumæðrun. Tvær konur sem ekki fá að skrá sig foreldra drengs, sem getinn var með bæði gjafaeggi og gjafasæði og staðgöngumóðir gekk með fyrir þær, íhuga nú að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu.