Færslur: SSNV

Húsnæðis og mannvirkjastofnun hlaut „Byggðagleraugun“
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hlaut viðurkenninguna Byggðagleraugun árið 2022. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra veita viðurkenninguna árlega ráðuneyti eða stofnun sem þykir skara fram úr í fjölgun starfa eða verkefna í landshlutanum.
06.04.2022 - 17:20
Sameiginlegar áskoranir dreifðari byggða
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir samfélagsmiðladegi landsbyggðarfyrirtækja, þann 19. janúar, í samvinnu við aðila frá þremur öðrum löndum. Fyrirtæki í dreifðari byggðum eigi við sams konar áskornir að etja óháð heimshluta. Markmið verkefnisins er að vinna úr þeim áskorunum.
19.01.2022 - 15:41
Mikilvægt að íbúarnir kaupi jólagjafirnar í heimabyggð
Ætla má að íbúar á Norðurlandi vestra kaupi jólagjafir fyrir 300 milljónir króna fyrir þessi jól. Framkvæmdastjóri SSNV segir þetta sýna hve mikilvægt það er að versla í heimabyggð. Þá ættu fyrirtæki ekki að leita út fyrir fjórðunginn þegar þau kaupa jólagjafir.
Mikill halli sveitarfélaga á rekstri málefna fatlaðra
Það stefnir í að halli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, á rekstri málefna fatlaðra, verði á þriðja hundrað milljóna króna á þessu ári. Þá lítur út fyrir að tekjuframlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna minnki um 120 milljónir króna frá síðasta ári.
Viðtal
Ótrygg raforka á Norðvesturlandi tefur uppbyggingu
Ótrygg raforka á Norðurlandi vestra stendur aukinni fjárfestingu og atvinnuþróun þar fyrir þrifum. Framkvæmdastjóri sambands sveitarfélaga í landshlutanum segir að löng bið eftir raforku hafi fælt fjárfesta frá verkefnum sem farin voru af stað.
27.09.2021 - 14:43
Skoða framtíð úrgangsmála á Norðurlandi
Starfshópur hefur kynnt þrjár leiðir í framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, þar á meðal er stórt líforkuver. 53% úrgangs á Norðurlandi fer í urðun og 23% í endurnýtingu.
08.04.2020 - 13:26