Færslur: Srí Lanka

Þjóðfylking Rajapaksabræðra vann stórsigur á Srí Lanka
Bræðurnir Gotabaya og Mahinda Rajapaksa unnu stórsigur í þingkosningunum á Srí Lanka á miðvikudag. Úrslit þeirra lágu fyrir nú í morgunsárið eystra og eru í stuttu máli þau að Þjóðfylkingin, þjóðernissinnaflokkur forsetans og bróður hans forsætisráðherrans, tryggði sér 145 af 225 þingsætum.
07.08.2020 - 01:46
Kosið á Srí Lanka í dag
Þingkosningar fara fram á Srí Lanka í dag, eftir að hafa verið frestað í tvígang vegna COVID-19 faraldursins. Strangar öryggis- og sóttvarnarreglur gilda á kjörstöðum til að draga úr smithættu. Rúmar 16 milljónir eru á kjörskrá og þurfa kjósendur að bera grímu fyrir vitum sér, halda sig í tilskilinni fjarlægð frá næsta manni og taka eigin blýant eða penna með á kjörstað, til að merkja við sinn flokk.
05.08.2020 - 04:07
Rajapaksa nýr forseti Srí Lanka
Gotabaya Rajapaksa, fyrrverandi varnarmálaráðherra Srí Lanka, vann sigur í forsetakosningunum sem þar fóru fram í gær. Helsti keppinautur hans, Sajith Premadasa, hefur þegar viðurkennt ósigur sinn og óskað Rajapaksa til hamingju með kjörið. Lokatölur hafa ekki verið birtar en talsmaður Rajapaksa fullyrti við fréttamann AFP í nótt að hans maður hefði fengið á milli 53 og 54 prósent atkvæða.
17.11.2019 - 05:34
Pistill
Minnismerki, fyrirgefning og framtíð Sri Lanka
Við sitjum um borð í lest sem rennur yfir flatlendi Norður-Sri Lanka. Brennandi heit sólin glampar á blá vatnslónin, þurrt sandblásið landslagið þýtur hjá opnum glugganum. Pálmatré raða sér upp eftir sjóndeildarhringnum. Þarna er ósköp fátt sem gefur til kynna að það séu aðeins tíu ár síðan hér stóð yfir blóðug borgarastyrjöld. Það var þann 18. maí 2009 sem forseti Sri Lanka tilkynnti að uppreisnarher Tamíl-tígranna hefði verið gjörsigraður og leiðtogi þeirra, V. Prabhakaran, væri fallinn.
18.05.2019 - 09:00