Færslur: Srebrenica

Fundu enn eina fjöldagröfina nærri Srebrenica
Enn ein fjöldagröf hefur fundist nærri bænum Srebrenica í sunnanverðri Bosníu-Hersegóvínu. Alþjóðanefnd um málefni horfins fólks, sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi, greindi frá þessu í gær. Áætlað er að hersveitir Bosníuserba hafi myrt um eða yfir 8.000 múslímska karla og pilta í Srebrenica í skelfilegu blóðbaði árið 1995, sem alþjóðadómstólar hafa skilgreint sem þjóðarmorð.
09.12.2021 - 03:31
Verjendur óttast réttarmorð í áfrýjun Ratko Mladic
Í dag er fyrri dagur málflutnings fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag þar sem tekin er fyrir áfrýjun stríðsglæpamannsins Ratko Mladic, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í nóvember 2017. Lögmenn Mladic óttast réttarmorð yfir Mladic og segja hann of veikan til þess að taka þátt í réttarhöldunum.
Áfrýjun Mladic tekin fyrir
Málflutningur hefst í dag vegna áfrýjunar Ratko Mladic vegna lífstíðardóms stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag árið 2017. Mladic sem var æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba áfrýjaði dómn­um í mars árið 2018.
25.08.2020 - 02:58