Færslur: Sputnik V

Metfjöldi kórónuveirusmita í Moskvu
Aldrei hafa fleiri greinst með covid í Moskvu, höfuðborg Rússlands en í gær. Rússar búa sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar sem omíkron-afbrigðið verður ráðandi. Smitum á heimsvísu hefur fjölgað mjög frá því omíkron afbrigðisins varð vart.
Vísbendingar um að omíkron hafi verið í Evrópu fyrir
Ný gögn frá Hollandi benda til þess að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar var að finna í Evrópu áður en greint var frá fyrstu tilfellum smits af þess völdum í Suður-Afríku.
Bjóða Íslendingum Spútnik V fyrir 200 þúsund manns
Framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V hafa boðið Íslendingum skammta fyrir 200 þúsund manns til kaups. Íslensk stjórnvöld skoða möguleika á að kaupa skammta fyrir 100 þúsund manns að því gefnu að stærstur hluti þeirra verði afhentur fyrir 2. júní og að bóluefnið verði komið með markaðsleyfi á sama tíma.
07.05.2021 - 14:25
Brasilísk heilbrigðisyfirvöld hafna Sputnik V
Brasilísk heilbrigðisyfirvöld höfnuðu í gær umleitan nokkurra fylkja í landinu um innflutning á rússneska bóluefninu Sputnik V. Bóluefnið er svipað því sem AstraZeneca framleiðir, en þó eru aðrar veiruferjur notaðar.