Færslur: spurningakeppni

Lítið h stöðvaði mikla sigurgöngu í spurningaleik
Tveggja mánaða sigurgöngu bandaríska verkfræðingsins Amy Schneider í spurningaþættinum langlífa Jeopardy lauk óvænt í gær. Aðeins einu sinni áður hefur nokkur haldið jafnlengi út og hún.
Viðtal
Plebbarnir spyrja spjörunum úr
Barsvarið á Stúdentakjallaranum er löngu orðið að föstum lið á staðnum, en Valgerður Anna Einarsdóttir dagskrárstjóri Stúdentakjallarans segir æ fleiri sækja þessa viðburði og að stemningin sé mikil.
03.04.2019 - 13:21
Keppni heldur áfram í fyrri umferð Gettu betur
Skemmtileg stemning var í Útvarpshúsinu í kvöld þegar þriðja keppniskvöldið í fyrri umferð Gettu betur á Rás 2 fór fram. Greinilegt var að liðin komu öll vel undirbúin til leiks enda til mikils að vinna.
13.01.2016 - 21:40
Mikil stemning og spenna í Gettu betur
Hörkustemmning og mikil spenna var í Útvarpshúsinu í kvöld þegar fyrri umferð Gettu betur hélt áfram á Rás 2. Fjórar viðureignir fóru fram og var fjölmenni að fylgjast með.
Gettu betur að hefjast
Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna hefst á Rás 2 mánudaginn 11.janúar nk, en þrjátíu og eitt ár eru frá því keppnin hóf göngu sína. Tuttugu og níu skólar sendu inn þátttökutilkynningu að þessu sinni en átta lið fara áfram í lokakeppnina sem hefst í sjónvarpi þann 5.febrúar.