Færslur: Sprungur

Eldgos er ógurlegt afl sem bera þarf virðingu fyrir
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða vaktaðar frá hádegi í dag eins og til stóð þrátt fyrir að fjórða sprungan hafi opnast þar í nótt. Hraunið breiðir sífellt úr sér og því verður æ erfiðara fyrir lögreglu og björgunarsveitir að hafa yfirsýn.
Gosið gæti allt eins opnast á fleiri stöðum
Nýja gossprungan sem opnaðist í nótt á gosstöðvunum er hluti af um eins kílómetra sprungu sem nær úr Geldingadölum í norðaustur. Gasmælitæki og fleira nærri gosinu eru dottin úr sambandi. Ný gönguleið hefur verið stikuð og mega þeir sem ætla að gosinu aðeins ganga þá leið. 
Talsverð virkni í gosstöðvunum í nótt
Svo virðist sem töluverður gangur hafi verið í gosinu á Reykjanesskaga í nótt, þar sem tvær sprungur opnuðust um hádegisbil í gær norður af Geldingadölum, til viðbótar við gígana tvo sem þar eru. Hraunelfur rennur úr nýju eldstöðinni niður í Meradali og er það mikið sjónarspil, sem horfa má á í gegnum vefstreymi rúv á rúv2 og rúv.is.
06.04.2021 - 07:08
Myndskeið
„Þetta getur gerst án nokkurs fyrirvara“
Nýju sprungurnar norðan við Geldingadali gerðu ekki boð á undan sér. Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur segir að sprungurnar séu þó samkvæmt einni sviðsmyndinni sem Vísindaráð hefur gert ráð fyrir, og Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að atburðarásinni sé ekki lokið. Fimm eða sex rúmmetrar af kviku renna úr sprungunum á hverri sekúndu.
05.04.2021 - 16:39
Segir kvikuganginn breiðan og langan
Kvikugangurinn sem valdið hefur skjálftahrinunni á Reykjanesskaga er líklega orðinn allt að eins og hálfs metra breiður og skríður nokkra kílómetra undir yfirborðinu í átt að Keili. Fimm skjálftar af stærðinni fjórir eða meira hafa orðið síðan á miðnætti. Þó hefur enginn skjálfti yfir þremur orðið síðan í hádeginu.
Myndskeið
Meira en 50 sprungur á vegum við skjálftasvæðið
Margar sprungur má sjá á vegum á skjálftasvæðinu. Fólk á meðferðarheimilinu í Krýsuvík finnur vel fyrir skjálftunum. Í Vogum eru flestir íbúar æðrulausir segir bæjarstjórinn þótt mikið gangi á.
Myndskeið
Land færðist um allt að sex sentimetra í skjálftunum
GPS-mælingar styðja það sem fram kom á gervihnattamyndunum um færslu jarðskorpunnar í skjálftunum á Reykjanesskaga. Ummerki sjást líka með berum augum við Krýsuvíkurbjarg.
Myndskeið
Bergfylla hrundi úr bjarginu í skjálftanum
Stór bergfylla hrundi í sjó fram á allt að tíu metra kafla úr Krýsuvíkurbergi í jarðskjálftanum 20. október. Sprungur og önnur ummerki sjást þar og víðar á Reykjanesskaga.
Gefur út ljóðabók á Spotify
Ljóðskáldið Jón Örn Loðmfjörð, einnig þekktur sem Lommi, varð í dag fyrsta íslenska ljóðskáldið til að setja lesna ljóðabók í heild sinni á tónlistarveituna Spotify.
03.11.2017 - 17:18

Mest lesið