Færslur: sprengjuleit

Íslendingar koma að þjálfun í sprengjueyðingu í Úkraínu
Íslendingar kynntu tillögu að samstarfsverkefni á ráðstefnu um stuðning við Úkraínu, í Kaupmannahöfn í dag. Verkefnið felst í því að Norðurlönd standi að þjálfun sérfræðinga í sprengjuleit og sprengjueyðingu í Úkraínu. Tuttugu og sex ríki sammældust á ráðstefnunni um að styðja Úkraínu um einn og hálfan milljarð evra.
Fjarlægja sprengju frá tímum seinni heimsstyrjaldar
Sprengjusérfræðingar vinna nú að því að grafa upp og fjarlægja 250 kílóa sprengju sem hefur legið undir fótboltavelli í þýsku borginni Flensborg um áratuga skeið. Þúsundir hafa þuft að yfirgefa heimili sín. 
08.05.2021 - 15:16
„Óhugur yfir að svona geti gerst í okkar rólega hverfi“
„Það var óhugur í fólki yfir að svona lagað gerist í okkar rólega hverfi,“ segir Kolbrún Guðmundsóttir íbúi í Gladsaxe, í samtali við fréttastofu. Allir hafi þó haldið ró sinni. Kaupmannahafnarlögreglan gerði bílsprengju óvirka í hverfinu í gærkvöldi. Málið er nú rannsakað sem tilraun til manndráps.
17.01.2021 - 11:49
Sprengjumálið rannsakað sem tilraun til manndráps
Lögregla í Kaupmannahöfn leitar nú vitna sem gætu hafa orðið einhvers vör í Gladsaxe þar sem grunur leikur á að bílsprengja hafi verið skilin eftir í gær.
17.01.2021 - 11:01
Sprengja á kyrrstæðum bíl í Gladsaxe gerð óvirk
Sprengja sem skilin var eftir á kyrrstæðum bíl í Gladsaxe í Danmörku hefur nú verið hefur verið gerð óvirk. Unnið er að rannsókn málsins
16.01.2021 - 20:57
Gömul sprengja varð tveimur að bana
Sprengja úr síðari heimsstyrjöld varð tveimur sprengjusérfræðingum, breskum og áströlskum, að bana á Salómons-eyjum í dag.
Kanna hvort ósprungnar sprengjur séu í Hlíðarfjalli
Mikið magn af sprengjubrotum fannst í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar í síðustu viku. Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar mun kanna hvort ósprungnar sprengjur finnist á svæðinu í dag.
18.08.2020 - 12:12

Mest lesið