Færslur: Sprengidagur

Sjónvarpsfrétt
„Þetta má ekki hverfa fyrir pastaréttum og lassagne“
Í dag er síðasti dagur fyrir lönguföstu og þá gildir að borða vel af saltkjöti og baunum. Kokkur á Akureyri segir mikilvægt að gamlar hefðir verði ekki látnar víkja fyrir pasta og lasagna.
16.02.2021 - 21:10
Myndskeið
Sprengidagur í Múlakaffi árið 1990
Þriðjudagurinn í föstuinngang heitir á íslensku sprengidagur eða sprengikvöld. Þá gera margir landsmenn sér dagamun og gæða sér á saltkjöti og baunasúpu. Veitingastaðurinn Múlakaffi hefur boðið upp á saltkjöt og baunasúpu á þessum degi í áratugi og hér gefur að líta stutt innlit fréttamanns RÚV á þessum degi árið 1990.
13.02.2018 - 12:05