Færslur: spilafíkn

Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu ehf.
Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og Háspennu ehf. til lögreglu fyrir brot á ýmsum lögum um fjárhættuspil. Samtökin telja að rekstur spilakassa Háspennu og ágóðinn af honum sé ekki í samræmi við þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá banni við fjárhættuspilum í atvinnuskyni.
Óskað er eftir afstöðu frambjóðenda til fjárhættuspila
Samtök áhugafólks um spilafíkn óska eftir því að öll framboð til Alþingis í komandi kosningum láti í ljós opinberlega afstöðu sína til reksturs fjárhættuspila á Íslandi.
Stúdentaráð hvetur HÍ til að hætta rekstri spilakassa
Stúdentaráð Háskóla Íslands álítur að skólinn eigi ekki að hafa aðkomu að rekstri spilakassa og telur ótækt að stjórnvöld fjármagni ekki byggingar, viðhald auk rannsóknar- og kennslutækja. Löngu sé tímabært að það viðhorf breytist að Háskólinn sjálfur beri ábyrgð á uppbyggingu og viðhaldi húsnæðis síns. 
Gera athugasemdir við hlutverk starfshóps um happdrætti
Samtök áhugafólks um spilafíkn gera athugasemdir við skipan og hlutverk starfshóps dómsmálaráðherra sem ætlað er að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála. Samtökin fagna þó allri umræðu um málefnið. 
„Tókum mannúð fram yfir peninga“
Einar Hermannsson formaður SÁÁ segir að félagið verði af 55 milljónum króna á þessu ári út af þeirra ákvörðun um að hætta þátttöku í rekstri spilakassa.
19.04.2021 - 08:06
Þingmaður vill að velferðarnefnd fjalli um spilakassa
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, hefur farið fram á það að velferðarnefnd Alþingis fundi um spilafíkn og spilakassa. Búist er við að málið verði tekið upp í nefndinni á næstunni.
Rauði krossinn kallar eftir innleiðingu spilakorta
Rauði krossinn á Íslandi hefur um árabil kallað eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta, líkt og Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa lagt til. Það sé skref í átt til aðstoðar hópi fólks með spilafíkn og að norrænni fyrirmynd.
Skoða allar hugmyndir sem beina spilun í ábyrgan farveg
Bryndís Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir unnið að lausn sem veiti þátttakendum tækifæri til að stýra sinni spilun með því setja sér eigin takmörk og/eða útiloka sig frá spilun. Metið sé að það verði best gert með því að auðkenna sig með rafrænum hætti.
17.02.2021 - 16:32
Kastljós
Lokun í faraldri bætti líf spilafíkla
Íslendingar töpuðu 3,7 milljörðum í spilakössum árið 2019 og segja Samtök áhugafólks um spilafíkn að á bak við þessa upphæð séu ekki margir einstaklingar. Spilakassar hafa verið lokaðir í faraldrinum vegna sóttvarnaráðstafana. Alma Hafsteinsdóttir, formaður samtakanna, segir að lokunin hafi breytt lífi spilafíkla til hins betra. Nú sé tíminn til að loka þeim fyrir fullt og allt. Það sé hlutverk ríkisins að fjármagna opinberar stofnanir og almennings að hjálpa góðgerðarfélögum.
11.02.2021 - 19:51
Kalla eftir afstöðu ráðherra til reksturs spilakassa
Samtök áhugafólks um spilafíkn segja niðurstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir þau í apríl og maí 2020 sýni að mjög afmarkaður og lítill hópur leggi allt sitt í spilakassa HHÍ. Samtökin kalla eftir afstöðu menntamálaráðherra til áframhaldandi reksturs kassanna.
Myndskeið
Segir rekstur spilakassa samræmast gildum Háskólans
Rektor Háskóla Íslands hafnar því að það gangi í berhögg við gildi háskólans að taka þátt í rekstri spilakassa. Það sé stjórnvalda að breyta fyrirkomulaginu, ekki skólans.
12.12.2020 - 19:49
Spegillinn
Telur flesta sem spila í kössum glíma við fíkn
SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, ætla að draga sig út úr Íslandsspilum og hætta þar með rekstri spilakassa. Framkvæmdastjórn SÁÁ bókaði í síðustu viku að hún væri sammála því að samtökin hætti þátttöku í Íslandsspilum og valin yrði útgönguleið sem verði þjónustu við fólk með spilafíkn. Einar Hermannsson formaður samtakanna segir að stjórn þeirra þurfi að samþykkja endanlega útgöngu.
04.11.2020 - 09:04
Mamma eyddi fermingarpeningunum mínum í spilakassa
Mamma tók alla fermingarpeningana mína, eyddi þeim í spilakassa og skammaðist sín síðan svo mikið að hún lét sig hverfa í fjóra daga. Þetta segir tvítug kona, sem segir að hún hafi litla sem enga aðstoð fengið sem barn spilafíkils þegar móðir hennar eyddi öllu fé fjölskyldunnar í spilakassa. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir hjá SÁÁ, segir að þar sé verið að vinna að auknum úrræðum fyrir þennan hóp. Hún vonast til að hægt verði að bjóða upp á þau innan tíðar.
Skora á stjórnvöld að láta loka spilakössum
Samtök áhugafólks um spilafíkn óska eftir aðstoð landlæknis, sóttvarnalæknis og Almannavarna við að láta loka spilasölum og spilakössum og koma þannig í veg fyrir möguleg smit á COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökum sendu fjölmiðlum.
21.03.2020 - 18:49
Landsbjörg fær 200 milljónir frá spilakössum
Alma Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá Spilavanda gagnrýnir Slysavarnafélagið Landsbjörg fyrir að fjármagna starfsemi sína með spilakössum og segir það hræsni. Landsbjörg á fjórðung í Íslandsspilum. Formaður Landsbjargar segir það gefa tekjur sem félagið eigi erfitt með að vera án.
05.11.2019 - 09:11
Hafa beðið í 20 ár um að fá að fara á netið
Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil hafa óskað eftir því síðan um aldamót að fá að útvíkka starfsemi sína yfir á netið. Forstjóri Happdrættis Háskólans segir sorglegt að stjórnvöld hafi ekki brugðist við. Hún telur útvíkkaða starfsemi fjárhættuspila ekki ýta undir spilafíkn. Málið er til skoðunar í ráðuneytinu og verður mögulega tekið fyrir á næsta þingi.
02.07.2019 - 12:22
„Ég varð að fara að spila“
Rannsóknir segja rúmlega 2000 Íslendinga glíma við alvarlega spilafíkn - allt að þrefalt fleiri glími við fíknina í einhverri mynd. Daníel Ólason sálfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur rannsakað spilamarkaðinn íslenska frá 2002 – og rekist þar á sömu tengsl og erlendir kollegar hans.
20.03.2018 - 16:41