Færslur: Spil

Landinn
Dreymir um safn fyrir íslensk spil
„Það er voða erfitt að fullyrða nokkuð um þjóðina per se, við skulum tala frekar um að vissar ættir séu meira í spilamennsku en aðrar, það kemur dálítið í ljós að þetta er dálítið fjölskyldutengt hvað menn eru að spila mikið. Sumar fjölskyldur koma ekki nálægt neinu meðan aðrar eru síspilandi. Ég hef rakið eina fjölskyldu norður í landi sem hefur spilað líklegast sama spilið í 150 ár," segir þjóðfræðingurinn og spilasafnarinn Tómas V. Albertsson.
17.03.2021 - 08:00
Spila jarðskjálftabingó í hrinunni í Grindavík
Ólöf Daðey Pétursdóttir býr ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík og þau, eins og allir á því svæði, hafa fundið vel fyrir snörpum jarðskjálftum í hrinunni síðustu daga. Til að slá á ótta barnanna eftir stóra skjálftann í morgun, sem var 5,2 að stærð, útbjó hún jarðskjálftabingó sem virkar þannig að á reitunum eru ákveðnar staðsetningar og keppnismál er að fylla út sem flesta reiti, það er að upplifa skjálfta á sem flestum stöðum í daglegu lífi.
Jón Þór: „Þingspilið er bara skemmtilegt grín“
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, safnar fyrir prentun á Þingspilinu – með þingmenn í vasanum. Hann stefnir á að gefa spilið út fyrir næstu jól.
21.07.2020 - 14:30