Færslur: Sparisjóður Strandamanna
Sparisjóður braut lög um aðgerðir gegn peningaþvætti
Sparisjóði Strandamanna hefur verið gert að greiða 2,5 milljónir króna í sekt vegna brota gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
19.01.2021 - 10:38
Slítur viðskiptatengslum við smálánafyrirtæki
Stjórn Sparisjóðs Strandamanna tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta viðskiptatengslum við þá sem nota innheimtukerfi sparisjóðsins til þess að innheimta smálán. Innheimta og önnur umsýsla slíkra lána verður ekki heimiluð í gegnum innheimtukerfi og tengingar í nafni Sparisjóðs Strandamanna lengur.
31.07.2020 - 22:41
Segja ólögleg viðskipti þrífast í skjóli sparisjóðs
Formaður Neytendasamtakanna fullyrðir að ólögleg viðskipti þrífist í skjóli Sparisjóðs Strandamanna en bankinn veitir innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf., sem sér um innheimtu smálána, aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Strandamanna segir að viðskiptin séu nú til endurskoðunar.
27.07.2020 - 18:18