Færslur: Spálíkan fyrir kórónuveirufaraldrinum

Spegillinn
Of fljótt slakað á aðgerðum víða í Evrópu
Jóhanna Jakobsdóttir lektor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir að þrátt fyrir að mörg lönd í Evrópu hafi gripið til harðra sóttvarnaraðgerða í Covidfaraldrinum, og náð góðum tökum á honum, þá hafi stjórnvöld gert þau mistök að slaka of fljótt á. Þess vegna sé staðan eins og hún er í álfunni.
Hröð bólusetning áhættuhópa fækkar lífshættulega veikum
Hröð bólusetning elstu aldurshópa fólks dregur verulega úr þeim fjölda sem líklegt er að veikist lífshættulega af COVID-19. Mikil útbreiðsla faraldursins hefði miklar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið, þótt vel tækist til við að verja elstu hópana.
Viðtal
Komnir í úrslit í alþjóðlegri keppni um COVID-spálíkön
Liðið Klakinn, sem skipað er tveimur nemendum við Háskóla Íslands og starfsmanni, er komið í fjörutíu og átta liða úrslit í alþjóðlegri keppni um gerð spálíkana um kórónuveirufaraldrinum. Tveir stærðfræðinemendur er í liðinu Klakanum, þeir Kári Rögnvaldsson og Rafael Vias og svo Alexander Berg Garðarsson, sérfræðingur í gagnavísindum við Háskóla Íslands.