Færslur: Spálíkan

VIÐTAL Í HEILD SINNI
11 smit á dag í marga daga er ávísun á vandræði
Thor Aspelund prófessor í tölfræði og forsvarsmaður spálíkans Háskóla Íslands segir að staðan sé mjög viðkvæm nú og að fjöldi smita utan sóttkvíar sé meiri en vonir stóðu til.
26.11.2020 - 17:03
Myndskeið
Nýtt spálíkan á leið í hagstæða átt
Forsvarsmaður spálíkans Háskóla Íslands um þróun kórónuveirufaraldursins segir leiðina vera í rétta átt en það gangi hægt. Mikill vöxtur á faraldrinum í nágrannalöndunum geti sett strik í reikninginn ef ekki farið með gát. 
Myndskeið
Hrósum ekki sigri strax þótt smitum hafi fækkað
Taka verður sóttvarnir mjög alvarlega næstu þrjár vikur segir forsvarsmaður spálíkans háskólans. Ekki sé hægt að fagna sigri þótt mörg jákvæð teikn séu á lofti. 
„Þessi möguleiki er alltaf fyrir hendi“
Ekki er hægt að spá fyrir um hópsmit á borð við það sem kom upp á Landakoti fyrir helgi. Þetta segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði og ábyrgðarmaður spálíkans Háskóla Íslands um þróun kórónuveirufaraldursins. Hann segir erfitt að segja til um hvaða áhrif þetta muni hafa á þróun faraldursins.
„Það er nýr raunveruleiki í þessari veiru“
Nýtt spálíkan um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi verður birt á fimmtudag. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði og ábyrgðarmaður líkansins, segir að til þessa hafi spálíkön náð yfir þriggja vikna tímabil en vegna óvissunnar sem nú ríkir nái það yfir viku til tíu daga. Hann segir að öll gögn sýni að mikið álag verði á heilbrigðiskerfinu næstu vikurnar.
13.10.2020 - 12:43
Myndskeið
Thor Aspelund: Spáin gerði alls ekki ráð fyrir þessu
Thor Aspelund, prófessor í tölfræði, segir að spálíkan um þróun faraldursins hafi alls ekki spáð þeim mikla fjölda smita sem greindist í gær. Í sjónvarpsviðtali í kvöldfréttum segir hann að fjöldinn komi honum á óvart. 99 smit greindust innanlands í gær.
06.10.2020 - 19:33
Þriðja bylgjan hafin - eins og óheftur faraldur
Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin, segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði og forvarsmaður Covid spálíkans Háskóla Íslands. Hann segir faraldinn núna svipaðan og í byrjun mars en að fjöldi smita næstu daga skeri úr um hver þróunin verður. 
Ekki hægt að útskýra fjölgun smita sem tilviljun
Mikil aukning í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita er ekki í takt við spálíkan um þróun faraldursins. Uppfærð spá verður ekki birt en fjöldann sem hefur greinst undanfarna tvo daga er ekki hægt að útskýra með tilviljun einni.
17.09.2020 - 11:54
Bylgjan jafnlöng fyrstu bylgju og gengur hægt niður
Thor Aspelund prófessor og lýðtölfræði segir að önnur bylgja faraldursins sé jafnlöng þeirri fyrstu og að það komi honum á óvart hvað hún gangi hægt niður. Það er seigt í þessu, segir hann.
10.09.2020 - 17:55
Spá 1 til 4 smitum á dag næstu þrjár vikur
Spálíkan Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að fjöldi smita næstu þrjár vikur verði á bilinu eitt til fjögur en geti þó orðið 8 þótt á því séu litlar líkur. Þetta er breyting frá síðasta spálíkani þar sem því var spáð að fjöldi nýgreindra smita yrði á bilinu 1 til 5 en gætu orðið hátt í 11.
Enn óljóst hvort faraldurinn sé á uppleið eða niðurleið
Enn er „óljóst hvort við séum á leiðinni upp í langa stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju“. Þetta kemur fram í greinargerð með nýuppfærðu spálíkani Háskóla Íslands, Embættis landlæknis og Landspítala um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi.