Færslur: Spálíkan

Hröð bólusetning áhættuhópa fækkar lífshættulega veikum
Hröð bólusetning elstu aldurshópa fólks dregur verulega úr þeim fjölda sem líklegt er að veikist lífshættulega af COVID-19. Mikil útbreiðsla faraldursins hefði miklar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið, þótt vel tækist til við að verja elstu hópana.
Írar og Íslendingar í svipuðum takti fram að aðventu
Thor Aspelund, líftölfræðingur segir að bylgjur faraldursins á Írlandi og Íslandi hafi legið í svipuðum takti þangað til um aðventuna þegar Írar slökuðu á en Íslendingar ekki. Thor fer yfir spálíkan og samanburð við önnur lönd á Læknadögum sem nú standa yfir. 
19.01.2021 - 09:24
Staðan góð en opnun skóla gæti hækkað smitstuðul
Miðað við fjölda smita undanfarna daga má ætla að fólk hafi farið varlega um jólin. Þetta segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Smitstuðullinn hefur ekki hækkað.
06.01.2021 - 12:24
Myndskeið
Nota gögn frá Facebook til að skoða ferðir Íslendinga
Facebook hefur fylgst með hreyfingum fólks og birt gögn um hvernig fólk hefur hegðað sér á hverjum degi síðan í mars. Gögnin eru uppfærð daglega á vef samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum.
31.12.2020 - 14:40
Klakinn keppir um að búa til besta spálíkanið
Hópur íslenskra vísindamanna sem kallar sig Klakann tekur þátt í alþjóðlegri keppni í gerð spálíkana fyrir kórónuveirufaraldurinn. Ýmis gögn eru notuð til að spá fyrir um hegðun faraldursins og vænst er til þess að nýta megi líkanið í framtíðinni til að spá fyrir um þróun faraldra.
Of margir óvissuþættir til að geta gert líkan
Óvíst er hvenær nýtt spálíkan fyrir þróun COVID-19 faraldursins verður gefið út. Of margir óvissuþættir eru uppi til þess að hægt sé að gera slíkt líkan með áreiðanlegum hætti. Þetta segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn af ábyrgðarmönnum COVID-19 spálíkans Háskóla Íslands.
Allar spár bendi til nýrrar bylgju á næstunni
Flest bendir til þess að ný bylgja kórónuveirufaraldursins blossi upp á næstu vikum, eða jafnvel dögum. Þetta segir Thor Aspelund, einn þeirra sem stendur á bak við spálíkan Háskóla Íslands. Honum líst ekki nógu vel á þróun faraldursins hér á landi, smit síðustu daga hafi verið of mörg. 
18.12.2020 - 13:56
Fólk megi ekki gleyma sér þrátt fyrir gott gengi
Vísindafólk við Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítalann hafa gefið út uppfært spálíkan um þróun kórónuveirufaraldursins. Í nýrri færslu á Facebook segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, að þeim lítist ekkert of vel á blikuna. Þau séu þó bjartsýn og að með öflugri smitrakningu og sóttvarnaráðstöfunum megi halda faraldrinum niðri.
17.12.2020 - 19:45
Spegillinn
Ekki tímabært að slaka á sóttvörnum í næstu viku
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, telur að í ljósi aðstæðna nú sé ekki tímabært að slaka á sóttvarnakröfum eftir viku þegar gildistími núverandi reglna er liðinn. Útlit sé fyrir að fjöldi smita verði svipaður fram í miðjan desember og smitum gæti svo farið fækkandi fram að jólum
„Ég held að það sé talsvert af smitum þarna úti“
Mikill munur er á smitstuðlinum í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins og í þeirri fyrstu. Helmingi færri COVID-19 smit greindust í gær en í fyrradag, en of snemmt er að segja til um hvort það hafi áhrif á stuðulinn. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að búast megi við að áfram muni um og yfir tuttugu smit greinast daglega.
VIÐTAL Í HEILD SINNI
11 smit á dag í marga daga er ávísun á vandræði
Thor Aspelund prófessor í tölfræði og forsvarsmaður spálíkans Háskóla Íslands segir að staðan sé mjög viðkvæm nú og að fjöldi smita utan sóttkvíar sé meiri en vonir stóðu til.
26.11.2020 - 17:03
Myndskeið
Nýtt spálíkan á leið í hagstæða átt
Forsvarsmaður spálíkans Háskóla Íslands um þróun kórónuveirufaraldursins segir leiðina vera í rétta átt en það gangi hægt. Mikill vöxtur á faraldrinum í nágrannalöndunum geti sett strik í reikninginn ef ekki farið með gát. 
Myndskeið
Hrósum ekki sigri strax þótt smitum hafi fækkað
Taka verður sóttvarnir mjög alvarlega næstu þrjár vikur segir forsvarsmaður spálíkans háskólans. Ekki sé hægt að fagna sigri þótt mörg jákvæð teikn séu á lofti. 
„Þessi möguleiki er alltaf fyrir hendi“
Ekki er hægt að spá fyrir um hópsmit á borð við það sem kom upp á Landakoti fyrir helgi. Þetta segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði og ábyrgðarmaður spálíkans Háskóla Íslands um þróun kórónuveirufaraldursins. Hann segir erfitt að segja til um hvaða áhrif þetta muni hafa á þróun faraldursins.
„Það er nýr raunveruleiki í þessari veiru“
Nýtt spálíkan um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi verður birt á fimmtudag. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði og ábyrgðarmaður líkansins, segir að til þessa hafi spálíkön náð yfir þriggja vikna tímabil en vegna óvissunnar sem nú ríkir nái það yfir viku til tíu daga. Hann segir að öll gögn sýni að mikið álag verði á heilbrigðiskerfinu næstu vikurnar.
13.10.2020 - 12:43
Myndskeið
Thor Aspelund: Spáin gerði alls ekki ráð fyrir þessu
Thor Aspelund, prófessor í tölfræði, segir að spálíkan um þróun faraldursins hafi alls ekki spáð þeim mikla fjölda smita sem greindist í gær. Í sjónvarpsviðtali í kvöldfréttum segir hann að fjöldinn komi honum á óvart. 99 smit greindust innanlands í gær.
06.10.2020 - 19:33
Þriðja bylgjan hafin - eins og óheftur faraldur
Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin, segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði og forvarsmaður Covid spálíkans Háskóla Íslands. Hann segir faraldinn núna svipaðan og í byrjun mars en að fjöldi smita næstu daga skeri úr um hver þróunin verður. 
Ekki hægt að útskýra fjölgun smita sem tilviljun
Mikil aukning í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita er ekki í takt við spálíkan um þróun faraldursins. Uppfærð spá verður ekki birt en fjöldann sem hefur greinst undanfarna tvo daga er ekki hægt að útskýra með tilviljun einni.
17.09.2020 - 11:54
Bylgjan jafnlöng fyrstu bylgju og gengur hægt niður
Thor Aspelund prófessor og lýðtölfræði segir að önnur bylgja faraldursins sé jafnlöng þeirri fyrstu og að það komi honum á óvart hvað hún gangi hægt niður. Það er seigt í þessu, segir hann.
10.09.2020 - 17:55
Spá 1 til 4 smitum á dag næstu þrjár vikur
Spálíkan Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að fjöldi smita næstu þrjár vikur verði á bilinu eitt til fjögur en geti þó orðið 8 þótt á því séu litlar líkur. Þetta er breyting frá síðasta spálíkani þar sem því var spáð að fjöldi nýgreindra smita yrði á bilinu 1 til 5 en gætu orðið hátt í 11.
Enn óljóst hvort faraldurinn sé á uppleið eða niðurleið
Enn er „óljóst hvort við séum á leiðinni upp í langa stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju“. Þetta kemur fram í greinargerð með nýuppfærðu spálíkani Háskóla Íslands, Embættis landlæknis og Landspítala um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi.