Færslur: Spálíkan

Þriðja bylgjan hafin - eins og óheftur faraldur
Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin, segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði og forvarsmaður Covid spálíkans Háskóla Íslands. Hann segir faraldinn núna svipaðan og í byrjun mars en að fjöldi smita næstu daga skeri úr um hver þróunin verður. 
Ekki hægt að útskýra fjölgun smita sem tilviljun
Mikil aukning í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita er ekki í takt við spálíkan um þróun faraldursins. Uppfærð spá verður ekki birt en fjöldann sem hefur greinst undanfarna tvo daga er ekki hægt að útskýra með tilviljun einni.
17.09.2020 - 11:54
Bylgjan jafnlöng fyrstu bylgju og gengur hægt niður
Thor Aspelund prófessor og lýðtölfræði segir að önnur bylgja faraldursins sé jafnlöng þeirri fyrstu og að það komi honum á óvart hvað hún gangi hægt niður. Það er seigt í þessu, segir hann.
10.09.2020 - 17:55
Spá 1 til 4 smitum á dag næstu þrjár vikur
Spálíkan Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að fjöldi smita næstu þrjár vikur verði á bilinu eitt til fjögur en geti þó orðið 8 þótt á því séu litlar líkur. Þetta er breyting frá síðasta spálíkani þar sem því var spáð að fjöldi nýgreindra smita yrði á bilinu 1 til 5 en gætu orðið hátt í 11.
Enn óljóst hvort faraldurinn sé á uppleið eða niðurleið
Enn er „óljóst hvort við séum á leiðinni upp í langa stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju“. Þetta kemur fram í greinargerð með nýuppfærðu spálíkani Háskóla Íslands, Embættis landlæknis og Landspítala um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi.