Færslur: Spænski boltinn

Messi biður um sölu frá Barcelona
Argentínumaðurinn Lionel Messi er sagður hafa farið fram á að yfirgefa herbúðir Barcelona á Spáni. Messi hefur spilað fyrir félagið allan sinn feril.
25.08.2020 - 18:20
Strembið verkefni Koemans: „Ég þarf að ræða við Messi“
Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Barcelona á Spáni, segist þurfa að ræða málin við Lionel Messi, fyrirliða félagsins. Stórtækra breytinga gæti verið að vænta hjá félaginu á næstu vikum.
20.08.2020 - 10:30
Setien rekinn frá Barcelona
Knattspyrnulið Barcelona er búið að reka þjálfarann Quique Setien úr starfi. Spænska íþróttafréttasíðan Tiempo de Juego greinir frá þessu. Hún segist hafa fengið það staðfest frá Josep Bartomeu, forseta félagsins.
16.08.2020 - 22:06
„Félagið er rotið inn að kjarna“
Uppstokkun er sögð fram undan hjá spænska stórliðinu Barcelona eftir 8-2 niðurlægingu liðsins fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið hefur aldrei tapað svo stórt í Evrópuleik.
15.08.2020 - 11:55
Bale verður eftir í Madríd
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid á Spáni, mun ekki ferðast með liðinu til Manchester-borgar þar sem það mætir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á föstudag. Það þykir renna stoðum undir að hann sé á förum frá spænsku höfuðborginni.
05.08.2020 - 19:30
Sló 67 ára gamalt met
Lionel Messi er markahæsti leikmaður tímabilsins í spænsku úrvaldeildinni í fótbolta fjórða árið í röð. Hann varð þá markahæstur í sjöunda sinn í heild og sló þar með met Telmo Zarra frá 1953.
20.07.2020 - 10:35
Real Madrid spænskir meistarar
Real Madrid eru spænskir meistarar eftir sigur á Villareal. Á sama tíma töpuðu þeirra helstu andstæðingur í toppbaráttunni, Barcelona, 1-2 fyrir Osasuna á heimavelli.
16.07.2020 - 20:22
Real Madrid í vænlegri stöðu á Spáni
Real Madrid er komið í ákjósanlega stöðu eftir sigur á Getafe í kvöld. Liðið situr nú á toppi spænsku deildarinnar með fjögurra stiga forskot á erkifjendur sína í Barcelona þegar aðeins fimm umferðir eru eftir af deildinni. 
02.07.2020 - 22:07
700. markið kom er Barcelona missti af toppsætinu
Barcelona og Atlético Madrid skildu jöfn 2-2 í mikilvægum leik í toppbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Nývangi í Barcelona í kvöld. Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði 700. mark sitt á ferlinum í leiknum.
30.06.2020 - 22:15
Suarez gagnrýndi þjálfarann eftir jafntefli
Leikmenn Barcelona fóru illa að ráði sínu í gær þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Luis Suarez sagði fjölmiðlum að spyrja þjálfarann út í slæman árangur að undanförnu
28.06.2020 - 09:43
Boltinn fer að rúlla á Spáni í kvöld
Spænska úrvalsdeildin í fótbolta karla hefur göngu sína á ný í kvöld. Sevilla tekur á móti Real Betis í grannaslag klukkan 20:00.
11.06.2020 - 14:30
Greiðir 5,5 milljónir til að sleppa við fangelsisvist
Spænski knattspyrnumaðurinn Diego Costa, sem leikur með Atlético Madrid í heimalandinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar vegna skattsvika. Spænsk lög gera Costa hins vegar kleift að sleppa við að sitja inni.
04.06.2020 - 14:00
Krefjast sex mánaða dóms vegna skattsvika
Spánverjinn Diego Costa, framherji Atlético Madríd í heimalandinu, mætir fyrir dóm á fimmtudag vegna meintra skattsvika. Spænskir saksóknarar krefjast sex mánaða fangelsisdóms yfir Costa.
30.05.2020 - 12:00
Hraðmót á Spáni - keppni hefst 11. júní
Spænska úrvalsdeildin í fótbolta karla hefur göngu sína á ný fimmtudaginn 11. júní næst komandi. Stefnt er á að klára deildina aðeins rúmum mánuði síðar, helgina 18.-19. júlí.
29.05.2020 - 17:00
Barcelona krýnt Spánarmeistari
Barcelona hefur verið krýnt Spánarmeistari kvenna í fótbolta fyrir tímabilið 2019 til 2020. Spænska knattspyrnusambandið tilkynnti um þetta í gærkvöldi og þýða tíðindin jafnframt að leiktíðinni sé lokið. Reyna á þó að klára tímabilið í karlaflokki.
09.05.2020 - 12:55
Vilja lækka laun leikmanna um 70%
Spænska fótboltastórveldið Barcelona vill draga allverulega úr launakostnaði félagsins á meðan enginn fótbolti er leikinn vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Forráðamenn félagsins stefna að því að lækka laun leikmanna um 70%.
25.03.2020 - 20:30
Markalaust í El Clásico
Barcelona og Real Madrid mættust í stórveldaslag, sem jafnan er kallaður El Clásico, í Katalóníu í kvöld. Leikurinn var þó lítið fyrir augað og lyktaði með markalausu jafntefli.
18.12.2019 - 21:00
Leikmenn spænsku deildarinnar í verkfall
Leikmenn í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Spáni eru í verkfalli um helgina vegna kröfu þeirra um lágmarkslaun. Engir leikir fara því fram í deildinni.
16.11.2019 - 18:15
Glæsimark Aduriz kláraði Barcelona
Spánarmeistarar Barcelona byrjuði titilvörn sína á 1-0 tapi er liðið mætti Athletic Bilbao í opnunarleik spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hinn 38 ára gamli Aritz Aduriz var munurinn á liðunum.
16.08.2019 - 20:55
Zidane missti bróður sinn
Zinedine Zidane, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, yfirgaf æfingabúðir liðsins í Montreal í Kanada á föstudag af persónulegum ástæðum.
14.07.2019 - 10:00
Barcelona spænskur meistari í 26. sinn
Spænska stórveldið Barcelona tryggði sér meistaratitilinn þar í landi í kvöld í 26. sinn er liðið vann 1-0 sigur gegn Levante á Nývangi í Barcelona-borg.
27.04.2019 - 21:50
Sjáðu mörkin
Messi með þrjú bestu mörk í sögu Barcelona
Könnun var lögð fyrir stuðningsmenn Barcelona á dögunum þar sem kosið var um bestu mörk liðsins frá upphafi. Niðurstaða kosningarinnar var einföld. Fyrsta sæti: Lionel Messi. Annað sæti: Lionel Messi. Þriðja sæti: Lionel Messi.
29.03.2019 - 17:30
99 ára gamalt heimsmet slegið á Spáni
Heimsmet var slegið á toppslag Barcelona og Atlético Madrid í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Spáni í dag. Aldrei hafa fleiri mætt á viðureign félagsliða kvenna í sögunni.
17.03.2019 - 14:15
Zidane tekinn við Real Madrid á ný
Zinedine Zidane hefur skrifað undir samning við spænska stórveldið Real Madrid um að stýra liðinu til 2022. Zidane tekur við liðinu af Santiago Solari.
11.03.2019 - 17:45
Barcelona vann Real og fer í bikarúrslit
Barcelona og Real Madrid mættust í síðari leik liðanna í undanúrslitum spænska konungsbikarsins á Santiago Bernabéu í Madrídarborg í kvöld.
27.02.2019 - 22:00