Færslur: Sóttvarnir

„Andartakshlé“ en fundað aftur fyrr en ætla má
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ætlar að nýta það andartakshlé sem núna gefst þegar hlé verður gert á fundarhaldi Almannavarna í einhverja daga. Það verði þó ekki lengi því næsta verkefni sé að læra að lifa með veirunni.
Fjöldatakmarkanir rýmkaðar í þúsund 4. ágúst
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja núgildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum óbreytta til 4. ágúst. Fjöldatakmörkun á samkomum miðast því áfram við 500 manns næstu tvær vikur en hækkar að þeim loknum í þúsund manns.
Aldrei fleiri í sóttvarnarhúsi
Ferðamaður sem kom til landsins með flugi Wizz Air frá Vínarborg í Austurríki á fimmtudag og greindist með virkt smit hefst nú við nú í Sóttvarnarhúsi.
„Fólk er svolítið farið að gleyma sér“
„Við finnum stóran mun frá því hvernig þetta var í vetur. Þá voru allir samtaka um að gera þetta verkefni saman. Það er ekki alveg sama árvekni í gangi og fólk er svolítið farið að gleyma sér,“ segir Rögnvaldur Ólafsson deildarstjóri hjá Almannavörnum.
04.07.2020 - 14:51
Lögreglumennirnir lausir úr sóttkví
Átta lögreglumenn á Suðurlandi og þrír Rúmenar sem lögreglan hafði afskipti af vegna brota á reglum um sóttkví, losna úr kvínni í dag.
Boða til blaðamannafundar um reynslu af skimuninni
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar  í dag um skimun á landamærum Íslands. Meginefni fundarins er reynslan af skimun ferðamanna til Íslands undanfarið og næstu skref.  
Eitt smit greindist við landamæraskimun
Eitt smit greindist í gær við landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hvort það sé hjá einstaklingi sem myndað hefur mótefni. Eitt þeirra þriggja smita sem greind voru á föstudag á flugvellinum er talið virkt samkvæmt Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlækni.
21.06.2020 - 14:05
Viðtal
Breyttu ferlum strax í dag til að flýta greiningu
Einum af um 900 farþegum sem komið hafa til landsins í dag eftir að hætt var að krefjast þess að fólk færi í sóttkví við komuna var sendur aftur úr landi. Sá var frá Bandaríkjunum og mátti því ekki koma hingað samkvæmt þeim sóttvarnarreglum sem eru í gangi. Engar upplýsingar hafa fengist um að nokkur hafi verið smitaður við komuna. Yfirlögregluþjónn telur að hann væri búinn að fá upplýsingar um það ef einhver hefði greinst með smit. Ferlum var breytt strax í dag til að flýta greiningu.
Frakkar opna fyrir lönd utan Schengen
Frakkar munu opna landamæri sín 1. júlí fyrir fólki frá löndum utan Schengen-svæðisins. Þetta tilkynntu innanríkis- og utanríkisráðherra landsins í sameiginlegri yfirlýsingu í kvöld.
12.06.2020 - 22:53
Einkennalausir borgi 11.000 eftir 1. júlí
Farþegar sem koma hingað til lands frá og með næstkomandi mánudegi og hafa dvalið meira en sólarhring síðastliðna 14 daga í löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem áhættusvæði þurfa að forskrá sig og fylla út rafrænt eyðublað með ýmsum upplýsingum til að eiga kost á sýnatöku. Fari þeir ekki í sýnatöku þurfa þeir að vera 14 daga í sóttkví. Frá og með 1. júlí þarf einkennalaust fólk að greiða 11.000 krónur fyrir sýnatöku á heilbrigðisstofnunum.
12.06.2020 - 12:47
Samkomur mega telja 500 manns frá 15. júní
Samkomutakmarkanir verða rýmkaðar þann 15. júní úr 200 manns í 500 manns. Þær verða í gildi til 5. júlí samkvæmt auglýsingu sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, undirritaði í gær og er í samræmi við minnisblað sóttvarnarlæknis frá 8. júní.
Ný rannsókn sýnir fram á gagnsemi andlitsgríma
Notkun á öndunargrímum á almannafæri getur hjálpað umtalsvert við að sporna gegn útbreiðslu COVID-faraldursins í skefjum. 
09.06.2020 - 16:30
Þórólfur mælir ekki með notkun á andlitsgrímum
Engin ástæða er fyrir íslensk yfirvöld að fylgja ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunnarinnar (WHO) um að fólk noti andlitsgrímur í fjölmenni til að draga úr kórónaveirusmiti. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við fréttastofu. Rök skorti fyrir ákvörðuninni.
07.06.2020 - 21:07
Leggur til að skimun standi í sex mánuði, hið minnsta
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt til að skimun á landamærum standi í sex mánuði, hið minnsta. Þetta kemur fram í minnisblaði hans til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún hefur samþykkt tillögu hans um að skimun á farþegum vegna COVID-19 við komuna til landsins hefjist 15. júní. Til að byrja með verður hægt að rannsaka 500 sýni á sólarhring en sóttvarnalæknir telur að hægt verði að fjölga þeim í 4.000 eftir nokkrar vikur.
Myndskeið
3 sektaðir fyrir brot í samkomubanni
Tvö fyrirtæki og einn einstaklingur hafa verið sektuð fyrir brot í samkomubanni. Átján mál eru til rannsóknar. Á þriðja hundrað mál hafa verið rannsökuð en reyndust ekki vera brot. Yfirlögregluþjónn fagnar því hversu fá brotin hafi verið og þakkar það samstöðu fólks.
29.05.2020 - 21:15
Viðtal
Mikill minnihluti landsmanna með mótefni við COVID-19
Mælingar Íslenskrar erfðagreiningar á mótefni við COVID-19 hafa leitt í ljós að 0,9 prósent þjóðarinnar, fyrir utan þau sem voru með staðfest smit og í sóttkví, eru með mótefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum. Helstu kórónuveirusérfræðingar landsins funduðu í dag í Íslenskri erfðagreiningu.
28.05.2020 - 19:54
Myndband þykir varpa ljósi á stöðu farandverkafólks
Níu farandverkamenn á Indlandi hafa farist síðustu daga á löngum ferðalögum á leið til heimaborga sinna. Þeir hafa margir lagt upp í langar ferðir í miklum hita því lítið er um vinnu vegna COVID-19 faraldursins. Myndband af tveggja ára barni að reyna að vekja móður sína sem er látin á lestarstöð hefur vakið mikil viðbrögð í landinu. Hún er sögð hafa látist úr ofþornun og hungri.
28.05.2020 - 15:34
Viðtal
Kári reiknar með að skima ef sóttvarnalæknir stjórnar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir koma til að greina að Íslensk erfðagreining taki þátt í skimun á ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli vegna COVID-19. Forstjórinn fundaði með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í morgun. Hann sagði í gær að fyrirtækið yrði ekki með. Hann telur eðlilegast að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með málinu, sem sé nú undir forsætisráðuneyti.
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins vilja Cummings burt
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins breska, flokks forsætisráðherrans, hafa kallað eftir afsögn Dominic Cummings, aðalráðgjafa Borisar Johnson vegna þess að hann hélt sig ekki heima eftir að hafa fengið einkenni COVID-19.
24.05.2020 - 10:31
Mætti til vinnu með COVID-19 og hitti 84 viðskiptavini
Hárgreiðslumeistari í Missouri-ríki í Bandaríkjunum var smitaður af COVID-19 og er talið að hann hafi mætt til vinnu í átta daga eftir að hafa smitast. Þar hitti hann fjölda viðskiptavina og vinnufélaga sem allir verða nú að láta kanna hvort þeir hafi smitast.
23.05.2020 - 17:34
Ekkert nýtt smit fimmta daginn í röð
Ekkert nýtt tilfelli COVID-19 var greint hér á landi síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýjustu tölum á vefnum covid.is. Síðast var greint smit 12. maí. 532 eru í sóttkví og sex í einangrun. Enginn er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Alls hafa verið tekin 56.883 sýni síðan faraldurinn braust út.
18.05.2020 - 13:02
Tímabært að opna landamærin, segir Áslaug Arna
Dómsmálaráðherra segir aðferðina við opnun landamærana 15. júní vera varfærna. Hún sé tímabær því koma þurfi atvinnulífinu aftur í gang enda hafi langtímaatvinnuleysi til dæmis neikvæð andleg og heilsufarsleg áhrif á þá sem fyrir því verði. 
Myndskeið
Baráttan fram undan kannski erfiðari en til þessa
Ný vegferð í baráttunni við kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, er að hefjast og nú skiptir meira máli en nokkru sinni áður að fólk standi saman um þær aðgerðir sem fram undan eru. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar átti hann við þær afléttingar sem fyrirhugaðar eru á næstunni.
Viðtal
Bjóða ferðamenn velkomna með vissum takmörkunum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að aflétting ferðatakmarkana, sé mikilvægt skref, sérstaklega þar sem íslenska ríkið geri þetta á eigin forsendum.
150 hafa sótt um laun í sóttkví
Samtals rúmlega 150 umsóknir um laun í sóttkví bárust Vinnumálastofnun í gær og í dag. Fyrsti dagurinn til að sækja um var í gær og hægt verður að sækja um til 1. júlí. 19.380 manns hafa lokið sóttkví hér á landi.
06.05.2020 - 16:46