Færslur: Sóttvarnir

Allir íbúar hverfis í Kaupmannahöfn í skimun
Afbrigði COVID-19 sem kennt er við Suður-Afríku hefur breiðst út í hverfinu Nordvest í Kaupmannahöfn í Danmörku og því hafa borgaryfirvöld hvatt alla íbúa hverfisins til að fara sem fyrst í skimun við veirunni.
26.02.2021 - 18:38
Nefnd skoðar samskipti lögreglu við fjölmiðla
Nefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu kannar samskipti lögreglu við fjölmiðla eftir teiti í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu.
Þeir sem neita að bera grímu eru oftast undir áhrifum
Nokkuð er um að lögregla sé kölluð til þegar viðskiptavinir verslana neita að bera andlitsgrímur þrátt fyrir tilmæli þar um. Lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að yfirleitt sé um að ræða fólk undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og að þessum málum ljúki oftast með sektargreiðslu. 
Boðar frekari afléttingar innanlands
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað minnisblað til heilbrigðisráðherra á næstu dögum um frekari afléttingar innanlands í framhaldi af boðuðum hertum aðgerðum á landamærum sem kynntar voru í dag.
Myndskeið
Mun minni notkun sýklalyfja í faraldrinum
Veirusýkingum og bakteríusýkingum, eins og eyrna- og lungnabólgu, hefur fækkað og er sú þróun rakin til aukinna einstaklingsbundinna sóttvarna vegna COVID-faraldursins. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
15.02.2021 - 14:51
Víðir ánægður með frammistöðu kráareigenda
Margir fóru út að skemmta sér um helgina en sóttvarnabrotin voru fá. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir að kráareigendur hafi verið staðráðnir í að standa sig. Fólk skilji hversu mikið er í húfi og fari því varlega.
Fólk fari bæði í Covid-próf úti og tvöfalda skimun hér
Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli vill herða landamæraaðgerðir. Til greina kemur að skylda alla farþega til að framvísa neikvæðu Covid-prófi, áður en flogið er til Íslands eða láta farþega bíða á flugvellinum eftir niðurstöðu fyrri skimunar. Nýleg könnun sem gerð var á landamærunum bendir til þess að 11% farþega komi hingað í þeim tilgangi að ferðast um landið.
13.02.2021 - 18:44
Ekkert innanlandssmit annan daginn í röð
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands í gær. Það sama var uppi á teningnum í fyrradag. Ekkert smit var heldur greint á landamærunum í gær. Nýgengi smita innanlands er 1,4, sem þýðir að síðustu tvær vikur hafa samtals 1,4 smit greinst á hverja 100.000 íbúa.
11.02.2021 - 11:00
Frakkar orðnir leiðir á hörðum sóttvarnarreglum
Strangar takmarkanir hafa verið í gildi í Frakklandi til að hefta útbeiðslu kórónuveirunnar. Síðustu vikur hefur verið í gildi útgöngubann frá klukkan 18 að kvöldi til 6 að morgni. Vísindamenn höfðu ráðlagt ríkisstjórninni að grípa til enn hertari aðgerða og var búist við að slíkt yrði tilkynnt um síðustu helgi. Svo fór þó ekki en síðustu vikuna létu tugir þúsunda óánægju sína, með harðar sóttvarnaaðgerðir, í ljós á samfélagsmiðlum. Opið var á nokkrum veitingastöðum í dag, í trássi við lög.
01.02.2021 - 16:21
Viðtal
Kári:Getum haldið útbreiðslu breska afbrigðis í skefjum
Aðferðir hérlendis til að halda smitum í lágmarki hafa dugað á meðan smit hafa blossað upp annars staðar, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að þótt breska afbrigði veirunnar reynist smitnæmara en önnur þá sé hægt að halda því í skefjum. 
Þakka auknum smitvörnum færri dauðsföll í Færeyjum
Dauðsföllum fækkaði í Færeyjum um einn tíunda milli áranna 2019 og 2020. Það sýna tölur frá þjóðskrá eyjanna. Leitt er líkum að því að þakka megi það fjarlægðartakmörkunum ásamt aukinni áherslu á persónulegar sóttvarnir.
25.01.2021 - 12:19
Suðurafríska afbrigðið greinist á Nýja Sjálandi
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar um tveggja mánaða skeið hefur greinst á Nýja Sjálandi. Nýsjálendingum hefur gengið vel að glíma við faraldurinn en þar hafa alls 1.927 greinst með COVID-19 og 25 látist. Nýsjálendingar eru 5 milljónir talsins.
Áhyggjuefni ef fólk er byrjað að slaka á sóttvörnum
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að fólk haldi áfram að sinna sóttvörnum þrátt fyrir að innanlandssmitum fari fækkandi. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórtán tilkynningar í nótt vegna samkvæmishávaða úr heimahúsum.
24.01.2021 - 13:06
Á fimmta tug grímulausra gesta á veitingastað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af gestum veitingastaðar á höfuðborgarsvæðinu um klukkan sex í gærkvöld. Þar voru á fimmta tug gesta að horfa á íþróttaviðburð í sjónvarpi. Fjarlægð á milli borða var ekki nægileg, óskýr mörk voru á milli hólfa á staðnum og fáir sprittbrúsar voru á staðnum. Þá gerði lögregla athugasemd við grímuleysi gesta.
Suðurafrískt afbrigði greinist í Danmörku
Fyrsta tilfelli hins svokallaða suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar hefur greinst í Danmörku. Afbrigðið greindist fyrst í október og er meira smitandi en eldri afbrigði.
Spegillinn
Covid, matarpakkar og hjólaferð
Covid heldur Bretlandi í heljargreipum en matarpakkar, bólusetning og hjólaferð forsætisráðherra setja líka sinn svip á pólitíska umræðu í landinu.
13.01.2021 - 20:33
Mannlegi þátturinn
„Í guðanna bænum ekki byrja að knúsa alla“
„Í guðanna bænum ekki byrja að knúsa alla,“ segir Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur sem á sæti í farsóttarnefnd Landspítalans. Hún vonar að fólk láti það ekki verða sitt fyrsta verk eftir pestina að knúsa ömmu og alla og að fólk haldi áfram að þvo sér um hendur. Minna virðist vera af sýkingum af ýmsu tagi núna á meðan heimsfaraldrinum stendur og af því má draga lærdóm.
13.01.2021 - 11:00
Tuttugu í stað tíu — ennþá tveir metrar og grímur
Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í stað fimmtán og líkamsræktarstöðvar mega nú hafa opið fyrir hóptíma með helmingi leyfilegs hámarkfjölda gesta. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna með allt að fimmtíu þátttakendum eru heimilaðar, einnig íþróttakeppnir án áhorfenda, og skíðasvæði mega opna.
Myndskeið
Kanna hvort Crossfit-stöð hafi nýtt glufu í reglum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðingu hefur til skoðunar möguleg sóttvarnabrot í líkamsræktarstöð Crossfit Reykjavík. Yfirlögregluþjónn segir til verið að kanna og hvort stöðin hafi misnotað undanþágu sem veitt var vegna afreksíþróttafólks. Um áramótin tilkynnti Crossfit Reykjavík meðlimum stöðvarinnar að þeir gætu komið aftur á hópæfingar, svo framarlega sem þeir skráðu sig í Lyftingafélag Reykjavíkur.
„Þetta átti að vera ball númer 125“
125 ára gömul hefð hefur verið rofin á Fáskrúðsfirði. Það gerðist í gær, þegar ekkert hjónaball var haldið eins og til stóð vegna sóttvarnareglna. Formaður Hjónaballsnefndar segir að bæjarbúar hafi tekið þessu með jafnaðargeði og séu strax farnir að hlakka til þess þegar ballið verður haldið að ári.
Myndskeið
Segist skilja gremju kráareigenda
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist hafa fullan skilning á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið vegna fyrirhugaðra breytinga á sóttvörnum. Leik- og kvikmyndahús fá að taka á móti allt að 200 gestum en áhorfendur verða hins vegar bannaðir á íþróttaleikjum.
09.01.2021 - 19:15
Mikilvægt að fara varlega í tilslakanir á sóttvörnum
Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir mikilvægt að fara varlega í öllum tilslökunum á sóttvörnum. Reynslan sýni að smitum fjölgi um leið og dregið sé úr sóttvörnum.
09.01.2021 - 12:30
Myndskeið
„Tími til kominn að landinn fái að komast í ræktina“
Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar fagnar tillögum að breyttum sóttvarnareglum. Líkamsræktarstöðvar geta aftur farið að bjóða upp á hóptíma.
08.01.2021 - 19:27
Telur mál Bjarna ekki sprengja ríkisstjórnina
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur ekki að vera Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmennri veislu á þorláksmessu verði til að sprengja ríkisstjórnina. Málið sé hins vegar óþægilegt.
28.12.2020 - 09:46
„Algjör tuska framan í þjóðina“
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi gerst sekur dómgreindarleysi þegar hann fór í samkvæmi þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. Hún gefur lítið fyrir afsakanir ráðherra og krefst þess að hann segi af sér.
27.12.2020 - 17:18