Færslur: Sóttvarnir

Viðtal
Mikill minnihluti landsmanna með mótefni við COVID-19
Mælingar Íslenskrar erfðagreiningar á mótefni við COVID-19 hafa leitt í ljós að 0,9 prósent þjóðarinnar, fyrir utan þau sem voru með staðfest smit og í sóttkví, eru með mótefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum. Helstu kórónuveirusérfræðingar landsins funduðu í dag í Íslenskri erfðagreiningu.
28.05.2020 - 19:54
Myndband þykir varpa ljósi á stöðu farandverkafólks
Níu farandverkamenn á Indlandi hafa farist síðustu daga á löngum ferðalögum á leið til heimaborga sinna. Þeir hafa margir lagt upp í langar ferðir í miklum hita því lítið er um vinnu vegna COVID-19 faraldursins. Myndband af tveggja ára barni að reyna að vekja móður sína sem er látin á lestarstöð hefur vakið mikil viðbrögð í landinu. Hún er sögð hafa látist úr ofþornun og hungri.
28.05.2020 - 15:34
Viðtal
Kári reiknar með að skima ef sóttvarnalæknir stjórnar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir koma til að greina að Íslensk erfðagreining taki þátt í skimun á ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli vegna COVID-19. Forstjórinn fundaði með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í morgun. Hann sagði í gær að fyrirtækið yrði ekki með. Hann telur eðlilegast að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með málinu, sem sé nú undir forsætisráðuneyti.
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins vilja Cummings burt
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins breska, flokks forsætisráðherrans, hafa kallað eftir afsögn Dominic Cummings, aðalráðgjafa Borisar Johnson vegna þess að hann hélt sig ekki heima eftir að hafa fengið einkenni COVID-19.
24.05.2020 - 10:31
Mætti til vinnu með COVID-19 og hitti 84 viðskiptavini
Hárgreiðslumeistari í Missouri-ríki í Bandaríkjunum var smitaður af COVID-19 og er talið að hann hafi mætt til vinnu í átta daga eftir að hafa smitast. Þar hitti hann fjölda viðskiptavina og vinnufélaga sem allir verða nú að láta kanna hvort þeir hafi smitast.
23.05.2020 - 17:34
Ekkert nýtt smit fimmta daginn í röð
Ekkert nýtt tilfelli COVID-19 var greint hér á landi síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýjustu tölum á vefnum covid.is. Síðast var greint smit 12. maí. 532 eru í sóttkví og sex í einangrun. Enginn er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Alls hafa verið tekin 56.883 sýni síðan faraldurinn braust út.
18.05.2020 - 13:02
Tímabært að opna landamærin, segir Áslaug Arna
Dómsmálaráðherra segir aðferðina við opnun landamærana 15. júní vera varfærna. Hún sé tímabær því koma þurfi atvinnulífinu aftur í gang enda hafi langtímaatvinnuleysi til dæmis neikvæð andleg og heilsufarsleg áhrif á þá sem fyrir því verði. 
Myndskeið
Baráttan fram undan kannski erfiðari en til þessa
Ný vegferð í baráttunni við kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, er að hefjast og nú skiptir meira máli en nokkru sinni áður að fólk standi saman um þær aðgerðir sem fram undan eru. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar átti hann við þær afléttingar sem fyrirhugaðar eru á næstunni.
Viðtal
Bjóða ferðamenn velkomna með vissum takmörkunum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að aflétting ferðatakmarkana, sé mikilvægt skref, sérstaklega þar sem íslenska ríkið geri þetta á eigin forsendum.
150 hafa sótt um laun í sóttkví
Samtals rúmlega 150 umsóknir um laun í sóttkví bárust Vinnumálastofnun í gær og í dag. Fyrsti dagurinn til að sækja um var í gær og hægt verður að sækja um til 1. júlí. 19.380 manns hafa lokið sóttkví hér á landi.
06.05.2020 - 16:46
Myndskeið
Sóttvarnalæknir: Meiri smithætta í ræktinni en í sundi
Heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar á ný 25. maí, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá þessu á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Eigendur nokkurra líkamsræktarstöðva hafa óskað eftir því að fá að opna 18. maí þegar heimilt verður að opna sundlaugar. Þórólfur segir fleiri snertifleti og meiri smithættu í ræktinni en í sundi.
06.05.2020 - 15:18
Alþjóðlegi handþvottadagurinn er í dag
Alþjóðlegi handþvottadagurinn er í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur staðið fyrir deginum árlega síðan 2009 undir yfirskriftinni „Björgum mannslífum: Þvoum okkur um hendur.“ Á alþjóðlega handþvottadeginum í ár er sjónum beint að heilbrigðisstarfsfólki og þeirra þætti í að tryggja öryggi sjúklinga og fyrirbyggja smit með reglubundnum og góðum handþvotti.
Losað um samkomubann að hluta á Vestfjörðum
Tilslakanir á ströngu samkomubanni taka gildi á nokkrum stöðum á norðanverðum Vestfjörðum á morgun. Enn eru í gildi takmarkanir á Ísafirði, í Hnífsdal og í Bolungarvík. Umdæmissóttvarnalæknir segir að fundað verði um framhaldið á morgun. 
26.04.2020 - 12:46
Staðan í Japan versnar - Gullna vikan ekki svo gullin
Framan af heimfaraldri kórónuveirunnar, í febrúar og mars gekk nokkuð vel að halda honum niðri í Japan og smitin voru talin í hundruðum. Þar er staðan breytt og greindum smitum fjölgar hratt með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið.
24.04.2020 - 11:35
Áætla að skólahald í maí verði eins og fyrir bann
Almannavarnir áætla að skólastarf í leik- og grunnskólum fari af stað með eðlilegum hætti 4. maí. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði að fulltrúar Almannavarna hafi ekki hitt skólastjórnendur en hafi fundað um málið með fulltrúum menntamálaráðuneytis.
19.04.2020 - 15:21
Myndskeið
Tæp 12% landsmanna hafa farið í skimun
Yfir 41.000 manns hafa farið í skimun við COVID-19 sjúkdómnum og eru það nær 12 prósent allra landsmanna. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis, á upplýsingafundi Almannavarna.
18.04.2020 - 14:22
Myndskeið
Hefðbundið skólastarf 4. maí - 50 manns mega koma saman
Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti frá 4. maí og heimilt verður að opna framhalds- og háskóla. Verið er að kynna þessar tilslakanir á samkomubanni á blaðamannafundi forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík sem stendur nú yfir. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar en leyfilegt verður að fara í klippingu.
Myndskeið
Hefur áhyggjur af einmanaleika eldri borgara
Einmanaleiki eldri borgara er að verða dálítið djúpstæður, sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hún segir tæknina skipta sköpum nú þegar margir eldri borgarar geti ekki hitt ástvini sína.
Nær allir leiðsögumenn án atvinnu
Nær allir leiðsögumenn landsins eru nú án atvinnu og segir Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, að flestir falli milli skips og bryggju þegar kemur að úrræðum stjórnvalda við atvinnuleysi.
Myndskeið
Setja þarf strangari reglur um komur ferðamanna í sumar
Endurskoða þarf reglur um komur ferðamanna bæði með skemmtiferðaskipum og almennt, þegar COVID-19 faraldurinn fjarar út, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að fram undan væri mikil vinna við að skipuleggja hvernig samkomubanni og öðrum takmörkunum verði aflétt í áföngum eftir 4. maí.
06.04.2020 - 20:31
Deild á Hrafnistu í Hafnarfirði í sóttkví
Tuttugu og tveggja manna deild á Hrafnistu í Hafnarfirði hefur verið sett í sóttkví eftir að einn starfsmannanna var greindur með COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá neyðarstjórn Hrafnistuheimilanna. Enginn íbúi á Hrafnistuheimilunum hefur verið greindur með smit.
06.04.2020 - 17:18
Myndskeið
Róðurinn fer að þyngjast
Sex manns hafa látist hér á landi úr COVID-19 sjúkdómnum og sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag, að þessi dauðsföll minni okkur á hvað veiran geti verið skæð. Tveir létust í gær úr sjúkdómnum. Landlæknir segir ljóst að róðurinn fari það þyngjast næstu daga.
06.04.2020 - 14:45
Fylgjast með líðan heilbrigðisstarfsfólks
Alma Möller, landlæknir, hefur áhyggjur af álagi á heilbrigðisstarfsfólk þessar vikurnar á meðan COVID-19 faraldurinn geisar. Kallað hefur verið eftir upplýsingum um álagið, mönnun og aðbúnað, að því er segir í Læknablaðinu.
Miðla upplýsingum um veiruna á nokkrum tungumálum
Rauði krossinn sér um að miðla nýjustu upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn á hverjum tíma til umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Í samvinnu við Landlæknisembættið hefur Rauði krossinn þýtt helstu leiðbeiningar um það hvernig hægt er að forðast smit og hefur verið settur upp sérstakur vefur, virtualvolunteer.org, þar sem upplýsingum er miðlað. Þetta eru bæði upplýsingar frá Landlækni og Rauða krossinum.
Eitt COVID-19 smit í smitrakningarteymi
Eitt COVID-19 smit hefur verið greint meðal fólksins sem skipar smitrakningarteymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra. Um helmingur af teyminu er því í svokallaðri vinnusóttkví á hóteli. Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, sem fer fyrir teyminu, þá var manneskjan sem greindist einkennalaus og er enn.