Færslur: Sóttvarnir

Katrín: „Ég hef áhyggjur af að sjá þessa fjölgun smita“
Farið var yfir stöðu kórónuveirufaraldursins á fundi ráðherranefndar í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu faraldursins. Fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaaðgerða.
Fjórðungur úr milljón látinn af völdum COVID-19 vestra
Yfir 250 þúsund hafa orðið COVID-19 að bráð í Bandaríkjunum. Þetta sýna nýjustu tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Langflest dauðsföll í heiminum af völdum sjúkdómsins hafa orðið þar í landi,
19.11.2020 - 02:44
Spegillinn
Þjóðverjar hvattir til leti
Þjóðverjar standa frammi fyrir enn harðari sóttvarnaaðgerðum en hingað til. Illa gengur að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins þrátt fyrir að þar séu þegar í gildi miklar takmarkanir, allar krár hafi skellt í lás og veitingastaðir séu lokaðir. Nýjar auglýsingar frá þýskum stjórnvöldum, sem hampa hetjum baráttunnar við kórónuveiruna hafa vakið sterk viðbrögð. Þjóðverjar eru þar hvattir til að taka sér Lata-Geir til fyrirmyndar.
17.11.2020 - 18:30
Lengi vitað að aðstæður á Landakoti væru ekki góðar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hafi legið fyrir í marga áratugi að aðstæður á Landakoti væru ekki nægilega góðar til vernda sjúklinga gegn farsóttum. Hann segir að niðurstaða skýrslu Landspítalans um hópsýkinguna í síðasta mánuði komi ekki á óvart.
15.11.2020 - 12:30
Myndskeið
Höfuðborgarbúar flykkjast í langþráða klippingu
Hárgreiðslufólk býst við miklu annríki þegar hárgreiðslustofur á höfuðborgasvæðinu taka til starfa á miðvikudag eftir sex vikna hlé. Einn þeirra segir að síminn hafi varla stoppað eftir að tilkynnt var um tilslakanir á sóttvörnum í gær.
14.11.2020 - 19:15
Framvísa vottorði til að sleppa við grímuskyldu
Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fara hægt í allar tilslakanir á sóttvörnum. Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á miðvikudag í næstu viku og þá getur fólk sem hefur fengið COVID-19 framvísað sérstöku vottorði til að sleppa við grímuskyldu.
14.11.2020 - 12:43
Fólk sem hefur fengið COVID þarf ekki að bera grímu
Þeir sem hafa fengið COVID-19 eru undanþegnir grímuskyldu og geta þá sýnt vottorð þar að lútandi. Þetta kemur fram í reglugerð sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag þar sem boðaðar eru tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum frá og með 18. nóvember. Þetta ákvæði á við um þá tæplega 5.200 Íslendinga sem nú hafa greinst með smit.
Ekki lagaheimild til lóga öllum minkum í Danmörku
Óvissa ríkir nú um hvort öllum minkum í Danmörkum verður lógað eftir að í ljós kom að ríkisstjórnina skortir lagaheimild til að fyrirskipa minkabændum að aflífa dýrin. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, tilkynnti á fréttamannafundi í síðustu viku að öllum minkum yrði lógað vegna þess að kórónuveiran hefði stökkbreyst í minkum og borist í fólk. Það gæti leitt til þess að bóluefni við veirunni væru gagnslítil gegn stökkbreyttu veirunni. Slíkt gæti haft skelfilegar afleiðingar.
10.11.2020 - 12:50
Keyptu 64 þúsund lítra af jólabjór
Um 64 þúsund lítrar af jólabjór seldust í Vínbúðum ÁTVR þegar sala hófst í gær. Þetta er rúm tvöföldun milli ára. Alls eru 60 íslenskar tegundir af jólabjór á boðstólum í ár og hafa aldrei verið fleiri.
06.11.2020 - 14:55
Innlent · Bjór · Áfengi · ÁTVR · Covid 19 · Sóttvarnir
Myndskeið
Mikilvægt að fá nemendur aftur í skólana
Yfirkennari Verslunarskóla Íslands segir mikilvægt að framhaldsskólar fái undanþágu frá tveggja metra reglunni svo hægt verði að fá nemendur aftur í skólana fyrir lok þessa mánaðar.
05.11.2020 - 19:15
Myndskeið
Upplifa kvíða og einmanaleika í faraldrinum
Fleiri börn og ungmenni hafa haft samband við hjálparsíma Rauða krossins í haust vegna kvíða og einmanaleika. Verkefnastjóri segir að þau finni fyrir mikilli vanlíðan út af faraldrinum og hertum sóttvörnum.
04.11.2020 - 19:26
Fauci segir harða tíma framundan án harðra viðbragða
Anthony Fauci yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna setur harðlega ofan í við ríkisstjórn Donalds Trump vegna viðbragða hennar við útbreiðslu kórónuveirunnar.
86 ný innanlandssmit – 10 við landamærin – 62 í sóttkví
86 ný innanlandssmit greindust í gær af þeim voru 24 ekki í sóttví við greiningu. Tíu virk smit greindust við landamæraskimun, eitt við skimun 2 og tíu bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir skimun við landamærin. 5% þeirra sýna sem tekin voru við landamærin reyndust jákvæð. Nú eru 58 á sjúkrahúsi með COVID-19 og einn á gjörgæslu. Talsvert fleiri sýni voru greind í gær en síðustu daga, samtals 2.286 innanlands.
Nauðsynlegt að skýra betur valdheimildir til sóttvarna
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis telur rétt að skýra betur valdheimildir yfirvalda til sóttvarnaráðstafana. Meðal annars þurfi að tryggja rétt almennings til að skjóta málum til dómstóla.
21.10.2020 - 22:10
Myndskeið
Gríman gagnslaus ef ekki brúkuð rétt
Þeim fjölgar stöðugt sem bera grímu til að verjast veirunni. Á mörgum stöðum er nú mælst til eða gert að skyldu að vera með grímu sem hylur munn og nef. 
13.10.2020 - 20:00
Partý sem myndi enda mjög illa
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segist ekki vera spenntur fyrir þeirri hugmynd fólks að reyna að ná sér í veiruna til að ljúka veikindum af og geta um frjálst höfuð strokið. Það gæfi slæmt fordæmi að fólk sem hefur náð sér af veirunni kæmi saman í einhverskonar Covid partý.
12.10.2020 - 14:04
Ólafur Jóhann hvetur til samstöðu í baráttu við veiruna
Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warne hvetur til sömu eindrægni í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og ríkti á Íslandi í vor.
Viðtal
Búist við svipuðum fjölda smita - Fólk haldi sig heima
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að halda sig heima um helgina og vera sem minnst á ferðinni. Rætt var við Víði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
Rétt grímunotkun er mikilvæg svo hún skili árangri
Færst hefur í vöxt undanfarnar vikur að fólk beri grímu á almannafæri til að vernda sig og aðra frá að smitast af veirunni. Til að gríman gagnist þarf að hafa nokkur atriði í huga og nota grímuna rétt því annars skilar hún engum árangri.
08.10.2020 - 20:43
Mikilvægt að halda úti skólastarfi þrátt fyrir Covid
Formaður Skólastjórafélags Íslands segir mikilvægt að halda úti skólastarfi þrátt fyrir vaxandi fjölda smita í samfélaginu. Hann vill ekki senda grunnskólabörn heim líkt og gert var í vor til að bregðast við faraldrinum.
08.10.2020 - 18:15
Sóttvarnir hafa lítil áhrif á skólastarf
Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á ekki von á að hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu leiði til frekari röskunar á skólastarfi.
07.10.2020 - 17:55
Biðlar til borgarbúa um að koma ekki út á land
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar biðlar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að fara ekki út land þar sem minna er um smit. Hún segir að Akureyringar fylgi reglum og þess vegna sé lítið um smit í bæjarfélaginu.
06.10.2020 - 19:25
Spegillinn
Kári vill grímuskyldu á öllu landinu
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að komið verði á grímuskyldu í landinu. Grímur séu kraftmikið tæki til að koma í veg fyrir smit. Hann segir það óskynsamlegt að hertar reglur skuli ekki líka gilda úti á landi.
06.10.2020 - 17:43
Kallað eftir rökstuðningi og viðbrögðum vegna lokana
Stjórnvöld verða að gefa út með skýrum hætti hvernig komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurfa rekstri í yfirstandandi bylgju heimfaraldurs COVID-19. 
Starfshópur leggi til breytingar á sóttvarnarlögum
Skýra ber ákvæði núgildandi sóttvarnalaga um valdheimildir stjórnvalda varðandi opinberar sóttvarnarráðstafanir. Þetta er meðal verkefna starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipar auk þess að gera drög að frumvarpi til breytinga á lögunum.