Færslur: Sóttvarnir

Spegillinn
COVID-19 og ósammála vísindamenn
Það hefur verið viðloðandi ágreiningur í bresku stjórninni um hvernig eigi að taka á veirufaraldrinum. Stjórnin hefur gjarnan vísað til vísindamanna um úrræði en nú er ljóst að tvær fylkingar vísindamanna greinir á um bestu leiðina til að hefta útbreiðslu veirunnar.
22.09.2020 - 18:51
Spegillinn
Grímur í skólum áþreifanlegt merki um ástandið
Það var heldur rólegt í kringum Menntaskólann við Hamrahlíð í morgun. Þessa vikuna mæta nemendur eftir hádegi í þá tíma sem þeir sækja þangað en eru heima í tölvunni á morgnana. Allt skólastarf hefur auðvitað verið með öðrum brag en vant er frá því í vetur en frá og með deginum í dag þurfa allir, bæði nemendur og starfsfólk að setja upp grímur í skólanum og ekki er vitað hve lengi sá háttur verður hafður á.
21.09.2020 - 16:21
Kyrrlátt kvöld í miðborg en unglingateiti í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með samkomustöðum í gærkvöldi  og lagði sérstaka áherslu á skemmtistaði og krár. Í dagbók lögreglu kemur fram að farið var á allt að fjörutíu staði í miðborginni og austurbænum.
Útgöngubann víða í Madríd - 1.000 smit á hverja 100.000
Útgöngubann tekur gildi í 37 hverfum í Madríd, höfuðborg Spánar, á mánudag. Þar er nýgengi smita um 1.000 á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar er nýgengið hér á landi nú tæplega 42 smit á hverja 100.000 íbúa. 
19.09.2020 - 19:39
Allt í sóma á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum og lokun skemmtistaða og kráa í gærkvöldi. Lögreglumenn sóttu á sjötta tug samkomustaða heim um alla borg.
Listaháskólanum lokað í dag
Listaháskóla Íslands verður lokað í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Með lokuninni vilja forsvarsmenn Listaháskólans skapa svigrúm fyrir starfsfólk til að fara yfir sóttvarnaaðgerðir og sjá hvort smitum heldur áfram að fjölga yfir helgina og hver viðbrögð sóttvarnayfirvalda verða. Stefnt er að því að opna skólann á ný á mánudag.
18.09.2020 - 10:25
Yfir 30 milljónir skráðra Covid-19 tilfella á heimsvísu
Skráð kórónuveirusmit í heiminum eru komin yfir 30 milljónir. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Yfir 940 þúsund dauðsföll af völdum Covid-19 eru skráð síðan faraldurinn braust út í Kína seint á síðasta ári.
Leggja til að Ísland fari af rauðum lista í Noregi
Sóttvarnayfirvöld í Noregi lögðu það til í gær við norsk yfirvöld að taka Ísland af rauðum lista og færa yfir á gulan ásamt Liechtenstein og Póllandi. Verði tillagan samþykkt þurfa þeir sem koma frá þessum löndum til Noregs ekki að fara í sóttkví.
16.09.2020 - 08:46
Stjórnvöld skýri betur markmið sóttvarnaaðgerða
Stjórnvöld þurfa að skýra betur markmið sóttvarnaaðgerða og auka fyrirsjáanleika að mati starfshóps á vegum fjármálaráðherra. Síendurteknar breytingar á sóttvörnum séu óheppilegar og til þess fallnar að skapa óvissu.
Hertar reglur á djamminu í Kaupmannahöfn
Dönsk yfirvöld tilkynntu í dag um hertar reglur, sem sérstaklega er ætlað að minnka útbreiðslu kórónuveirunnar þegar fólk er úti að skemmta sér á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. 
15.09.2020 - 19:39
Létt á ferðahömlum til Sádi Arabíu
Stjórnvöld í Sádi Arabíu hyggjast rjúfa bann á flugferðum til landsins 15. september næstkomandi.
13.09.2020 - 20:31
Hertar reglur en fjöldi smita nær óbreyttur í Danmörku
Ekki er útilokað að næturlífið í Danmörku þurfi að þola frekari takmarkanir ef ekki dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.
13.09.2020 - 17:14
Færeyingar langeygir eftir að losna af rauða listanum
Það tekur of langan tíma að hreinsa Færeyinga af rauða lista Norðmanna sem veldur færeyskum verkamönnum í Noregi miklum vanda.
Vilja skýrari og fyrirsjáanlegri reglur
Sóttvarnareglur þyrftu að vera skýrari og fyrirsjáanlegri en verið hefur og mikilvægt er að sporna gegn einangrun og sárafátækt. Þetta er meðal þess sem þátttakendur á ráðstefnunni Að lifa með veirunni lögðu áherslu á.
08.09.2020 - 15:40
Danskir veitingamenn lítt hrifnir af samkomutakmörkunum
Hertar samkomutakmarkanir taka gildi í Danmörku á morgun. Nú mega aðeins fimmtíu koma saman í stað hundrað áður.
Vill að Færeyjar verði teknar af rauðum lista Noregs
Kaj Leo Holm Johannesen heilbrigðisráðherra Færeyja vill að eyjarnar verði teknar af rauðum lista Norðmanna.
Smitsjúkdómalæknir vill afnema nándarmörk í skólum
Fella ætti niður eins metra fjarlægðarreglu í framhalds- og háskólum að mati Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis á Landspítala. Hún telur ávinninginn af því meiri en af núverandi fyrirkomulagi. Það geti valdið vanlíðan og brotthvarfi nemenda.
05.09.2020 - 17:24
Nærri tvöfaldur íbúafjöldi Færeyja skimaður við Covid19
Ríflega hundrað þúsund kórónuveirupróf hafa verið gerð í Færeyjum frá því skimun hófst í lok febrúar. Sé gert ráð fyrir að hver og einn fari einu sinni í sýnatöku þýðir það að nærri tvöfaldur íbúafjöldi eyjanna hafi verið skimaður.
Kletturinn og allt hans fólk smitaðist af Covid-19
Bandarísk-kanadíski leikarinn Dwayne Johnson smitaðist af Covid-19. Hann segist vera búinn að ná sér og sé hættur að smita.
Donald Trump beinir spjótum að grímulausri Nancy Pelosi
Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings finna til tevatnsins eftir að myndir náðust af henni grímulausri á hárgreiðslustofu í San Francisco.
Flestir eru ánægðir með sóttvarnaraðgerðir
Flestir Íslendingar eru ánægðir með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum og meirihluti landsmanna voru sáttir við það þegar aðgerðir voru hertar 19. ágúst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem viðhorf fólks til sóttvarnaraðgerða voru könnuð.
Heimilt að skemmtistaðir í Færeyjum hafi opið lengur
Börum, veitingahúsum og næturklúbbum í Færeyjum er ekki lengur gert að loka kl. 23. Lög sem heimila landsstjórninni að ákveða breyttan afgreiðslutíma runnu sitt skeið 1. september.
Átta starfsmenn leikskóla í sóttkví
Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar við Ægisíðu í Reykjavík eru komnir í tveggja vikna sóttkví. Ekkert smit hefur enn verið greint í leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er fyrirsjáanlegt að nokkur röskun verði á starfsemi skólans á meðan starfsmenn eru í sóttkví.
25.08.2020 - 14:35
Fimm innanlandssmit greind í gær - þrír voru í sóttkví
Fimm voru greind með COVID-19 smit innanlands í gær. Af þeim voru þrjú í sóttkví. Fjórir þeirra sem fóru í skimun á landamærunum í gær bíða eftir mótefnamælingu. 114 eru í einangrun hér á landi vegna veirunnar og 989 í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins en enginn á gjörgæslu.
25.08.2020 - 11:08
Myndskeið
Bókanir hafa þurrkast upp síðustu daga
Svört staða blasir við í íslenskri ferðaþjónustu. Afbókanir hafa streymt inn síðan hertar reglur um sóttkví við komuna til landsins tóku gildi í síðustu viku og atvinnurekendur hafa þurft að segja upp fjölda fólks. Margir þeirra sem fréttastofa hefur rætt við í dag sjá fram á að þurfa að loka.