Færslur: Sóttvarnir

Íslendingum ráðið frá ferðalögum nema til Grænlands
Íslendingum er ráðlagt frá að ferðast að nauðsynjalausu til skilgreindra hættusvæða í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita í öllum löndum heims. Það á í raun við um öll lönd og svæði veraldar að Grænlandi undanskildu.
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta með að ákveða skipulag skólahalds síðsumars þar til í ljós kemur hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins hjaðnar eða ekki.
Ferðareglur erlendis geta breyst mjög hratt
Fyrirspurnum til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna ferðalaga Íslendinga til útlanda hefur fjölgað undanfarna daga eftir að Covid smitum fjölgaði. 
26.07.2021 - 16:19
Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 1 metra fjarlægð
Farþegum í strætó verður skylt að bera grímur ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð frá næsta manni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Reglan tekur gildi á morgun, eins og aðrar takmarkanir sem kynntar voru í gær. Grímuskyldan verður bæði í vögnum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Hún nær ekki til fimmtán ára og yngri.
24.07.2021 - 13:55
Starfsmenn Landspítala hvattir til að búa til sumarkúlu
Farsóttarnefnd Landspítala hefur gripið til víðtækra sóttvarnaráðstafana til að verja starfsemi spítalans, nú þegar ný bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin. Heimsóknir verða takmarkaðar og starfsmenn eru hvattir til að búa til sumarkúlu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa spítalans. 
21.07.2021 - 16:33
Tjaldsvæði dusta rykið af ársgömlum sóttvarnatilmælum
Forsvarsmenn tjaldsvæða landsins eru sumir farnir að dusta rykið af sóttvarnaleiðbeiningum sem stjórnvöld gáfu út í fyrra. Aðrir láta nægja að fylla á sprittið. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum batt vonir við að erlendir ferðamenn tækju við af Íslendingum í haust og vetur en segir blikur á lofti vegna bylgjunnar nú. 
21.07.2021 - 14:31
Morgunútvarpið
Gríðarlegur skellur þyrfti að blása Þjóðhátíð af
Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að enn sé óhikað stefnt að því að halda hátíðina. Ekki hefur enn verið gripið til samkomutakmarkana vegna aukinnar útbreiðslu smita í landinu undanfarna daga. Það yrði þungur skellur ef til þess kæmi.
Lögreglan aftur með andlitsgrímur út af Covid-smitum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er aftur byrjuð að ganga með andlitsgrímur við skyldustörf út af vaxandi fjölda Covid-smita.
Aukið álag á Covid-göngudeildinni
Álagið á Covid-göngudeild Landspítalans hefur aukist mikið síðustu daga eftir að innanlandssmitum tók að fjölga á ný. Yfirmaður deildarinnar telur þó ekki ástæðu til að herða sóttvarnaraðgerðir. Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er við það að fyllast.
17.07.2021 - 19:25
Flestir greinast með delta-afbrigðið á landamærunum
Sóttvarnalæknir segir að flestir sem greinast með Covid-smit á landamærunum séu með delta-afbrigði veirunnar. Hann segir mikilvægt að bólusett fólk fari í sýnatöku við heimkomu ef það finnur fyrir einkennum.
08.07.2021 - 16:20
Sýnatöku þörf finni bólusettir fyrir COVID einkennum
Fullbólusettu fólki með einkenni sem gætu bent til COVID-19 smits ber að fara í sýnatöku svo fljótt sem verða má. Sömuleiðis skal halda sig heima, ekki fara til vinnu eða skóla og fara heim verði einkenna vart þar.
Bókanir hjá Hörpu tóku kipp eftir afléttingarfund
Eftirspurn eftir tónleika- og ráðstefnusölum tók kipp í hádeginu eftir að heilbrigðisráðherra tilkynnti að öllum sóttvarnaaðgerðum hefði verið aflétt innanlands. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að starfsfólki sé mjög létt að losna við að þurfa að framfylgja grímuskyldu og takmörkunum.
Spegillinn
Loka verður flóttaleiðum veirunnar sem fyrst
Loka verður sem flestum flóttaleiðum kórónuveirunnnar sem fyrst segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítalanum. Ef það verði ekki gert heldur hún áfram að breyta sér. Ólíklegt sé að hægt verði að útrýma henni alfarið. 
Flestir búnir að fá bóluefni fyrir lok júnímánaðar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að yfir 90 prósent fullorðinna hér á landi verði í það minnsta komin með einn bóluefnaskammt í lok þessa mánaðar ef áætlanir gangi eftir.
Ekki lengur skylda að dvelja á sóttkvíarhóteli
Á miðnætti verður fólki sem kemur til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum ekki lengur skylt að dvelja í sóttvarnahúsi meðan það er í sóttkví. Fólk getur í stað þess verið í heimasóttkví. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir að sóttkvíarhótelin verði áfram opin og ókeypis næsta hálfa mánuðinn hið minnsta.
Mun hafa varanleg áhrif á störf Alþingis
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis telur að kórunuveirufaraldurinn muni hafa varanleg áhrif á þingstörf. Fólk hafi þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum út af sóttvarnaaðgerðum og tekið nýja tækni í notkun.
26.05.2021 - 22:10
Tilslakanir breyta litlu fyrir veitingamenn
Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur segja að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að slaka á sóttvörnum hafi ekki mikil áhrif á rekstur þeirra. Þeir vona að hægt verði að taka stærri skref í tilslökunum á næstu vikum. 
Vertar og veitingamenn misánægðir með tilslakanir
Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur segja að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að slaka á sóttvörnum komi ekki til með að hafa mikil áhrif á þeirra rekstur. Þeir vona að hægt verði að taka stærri skref í tilslökunum á næstu vikum.
07.05.2021 - 16:30
Myndskeið
Slakað á takmörkunum á mánudaginn
Samkomutakmarkanir fara úr 20 manns í 50 eftir helgi. Miðað verður við 75% leyfilegra gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Þá lengist afgreiðslutími á veitingahúsum til tíu á kvöldin og allir eiga að vera farnir þaðan klukkan ellefu.
Methelgi í komu farþegavéla
Von er á 17 farþegavélum hingað til lands um helgina og hafa ekki verið fleiri það sem af er þessu ári. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttkvíarhótela segir ekki útilokað hótelin fyllist á næstu dögum.
07.05.2021 - 08:16
Segir ekki tímabært að slaka á sóttvörnum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ráðlagt að slaka á sóttvarnaráðstöfunum að svo stöddu því faraldurinn gæti blossað upp að nýju.
04.05.2021 - 18:20
Þórólfur skilar minnisblaði til heilbrigðisráðherra
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði í dag minnisblaði til heilbrigðisráðherra um ráðstafanir í sóttvarnamálum. Núverandi reglugerð rennur út á miðvikudag.
02.05.2021 - 17:34
Viðbúið að sóttkvíarhótelin fyllist á næstu dögum
Von er á 14 farþegavélum hingað til lands um helgina og hefur umferð um Keflavíkurflugvöll ekki verið jafn mikil síðan í byrjun árs samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Viðbúið er að sóttkvíarhótelin í Reykjavík fyllist á næstu dögum.
01.05.2021 - 14:46
Segir að allt þurfi að ganga upp
Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir og yfirlæknir á Landspítala segir að tekin séu stór skref í áætlun stjórnvalda um að afnema allar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins í lok júní. Bólusetningaráætlun- og afhending bóluefna megi ekki raskast til þess að hægt verði að standa við áætlunina. 
„Skringilegt og klaufalegt frumvarp“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stjórnarfrumvarp um eftirlit á landamærum sem kynnt var í gær líta skringilega út. Með því færist auknar heimildir til stjórnvalda frá sóttvarnalækni. Nauðsynlegt samráð við vísindasamfélagið hafi augljóslega ekki verið haft við smíði frumvarpsins - sem sé býsna klaufalegt.