Færslur: Sóttvarnir

Tilslakanir breyta litlu fyrir veitingamenn
Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur segja að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að slaka á sóttvörnum hafi ekki mikil áhrif á rekstur þeirra. Þeir vona að hægt verði að taka stærri skref í tilslökunum á næstu vikum. 
Vertar og veitingamenn misánægðir með tilslakanir
Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur segja að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að slaka á sóttvörnum komi ekki til með að hafa mikil áhrif á þeirra rekstur. Þeir vona að hægt verði að taka stærri skref í tilslökunum á næstu vikum.
07.05.2021 - 16:30
Myndskeið
Slakað á takmörkunum á mánudaginn
Samkomutakmarkanir fara úr 20 manns í 50 eftir helgi. Miðað verður við 75% leyfilegra gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Þá lengist afgreiðslutími á veitingahúsum til tíu á kvöldin og allir eiga að vera farnir þaðan klukkan ellefu.
Methelgi í komu farþegavéla
Von er á 17 farþegavélum hingað til lands um helgina og hafa ekki verið fleiri það sem af er þessu ári. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttkvíarhótela segir ekki útilokað hótelin fyllist á næstu dögum.
07.05.2021 - 08:16
Segir ekki tímabært að slaka á sóttvörnum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ráðlagt að slaka á sóttvarnaráðstöfunum að svo stöddu því faraldurinn gæti blossað upp að nýju.
04.05.2021 - 18:20
Þórólfur skilar minnisblaði til heilbrigðisráðherra
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði í dag minnisblaði til heilbrigðisráðherra um ráðstafanir í sóttvarnamálum. Núverandi reglugerð rennur út á miðvikudag.
02.05.2021 - 17:34
Viðbúið að sóttkvíarhótelin fyllist á næstu dögum
Von er á 14 farþegavélum hingað til lands um helgina og hefur umferð um Keflavíkurflugvöll ekki verið jafn mikil síðan í byrjun árs samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Viðbúið er að sóttkvíarhótelin í Reykjavík fyllist á næstu dögum.
01.05.2021 - 14:46
Segir að allt þurfi að ganga upp
Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir og yfirlæknir á Landspítala segir að tekin séu stór skref í áætlun stjórnvalda um að afnema allar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins í lok júní. Bólusetningaráætlun- og afhending bóluefna megi ekki raskast til þess að hægt verði að standa við áætlunina. 
„Skringilegt og klaufalegt frumvarp“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stjórnarfrumvarp um eftirlit á landamærum sem kynnt var í gær líta skringilega út. Með því færist auknar heimildir til stjórnvalda frá sóttvarnalækni. Nauðsynlegt samráð við vísindasamfélagið hafi augljóslega ekki verið haft við smíði frumvarpsins - sem sé býsna klaufalegt. 
Sigríður setur fyrirvara við sóttvarnafrumvarpið
Búist er við að frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og á lögum um útlendinga verði samþykkt í dag og að það taki strax gildi.  Eining er innan þingflokka VG og Framsóknar um málið, en skoðanir eru skiptar innan þingflokks Sjálfstæðisflokks.
Pólverjar líklegri til að greinast smitaðir við komu
Hæst hlutfall smita á landamærum greinist meðal fólks með pólskt ríkisfang. Næsthæsta hlutfallið er hjá Íslendingum.
Samfylkingin leggur fram frumvarp um hertar sóttvarnir
Frumvarpi þingflokks Samfylkingarinnar um hertar sóttvarnir á landamærunum hefur verið dreift á Alþingi. Frumvarpinu er ætlað að styrkja heimildir ráðherra til að skylda fólk til að dvelja í sóttvarnahúsi við komuna til landsins.
20.04.2021 - 15:22
Með hönd á byssunni en ekki búinn að draga hana upp
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ávallt viðbúinn að grípa til harðari aðgerða í sóttvörnum en öll smit gærdagsins tengjast leikskólanum Jörfa. Yfir fjögurþúsund sýni voru tekin í gær sem er með því mesta sem verið hefur en 21 greindist með COVID-19.   
Kári vill herða samkomutakmarkanir á ný
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir lífsnauðsynlegt að herða samkomutakmarkanir á ný í ljósi vaxandi fjölda smita á undanförnum dögum.
19.04.2021 - 08:52
Tillögur um útivist komnar til heilbrigðisráðherra
Rauði krossinn skilaði í gær tillögum til sóttvarnalæknis um hvernig hægt væri bregðast við kröfum nýrrar sóttvarnareglugerðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnir sér aðstæður í sóttvarnahúsinu við Þórunnartún í Reykjavík í dag .
Viðtal
Sóttvarnareglugerð sett í góðri trú
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um að skylda farþega frá áhættusvæðum í sóttkví á sóttkvíarhótel hafi verið sett í góðri trú. Staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að lagastoð skorti verði brugðist við því. Mikið velti á því hver niðurstaðan verður í Landsrétti; hann geti staðfest niðurstöðu héraðsdóms, snúið henni eða vísað málinu frá.
Nokkrir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið
Nokkrir hafa yfirgefið sóttkvíarhótelið við Þórunnartún og það hefur verið tilkynnt lögreglu sem brot á sóttvarnareglum. Á þriðja hundrað gestir dvöldu þar í nótt. Nokkuð hefur verið um að fólk safnist saman á herbergjum og hefur starfsfólk þurft að ítreka reglur.
Myndskeið
Málið gæti haft fordæmisgildi í sóttvarnaaðgerðum
Búist er við að Héraðsdómur Reykjavíkur muni á morgun úrskurða í þremur málum sem varða sóttkví á sóttkvíarhótelinu sem fólk frá skilgreindum há-áhættusvæðum er  skikkað í við komuna til landsins. Lögmenn fólksins segja að það hafi ekki verið upplýst um hvers vegna það þarf að dvelja á hótelinu í stað þess að fá að vera heima hjá sér. Meðal þeirra sem hafa leitað til þeirra til að kanna réttarstöðu sína er par með ungt barn.
Þórólfur: Tilgangurinn er að koma í veg fyrir bylgju
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skyldudvöl fólks í sóttvarnahúsi sé tilraun til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Allt annað hafi verið reynt. Ekki komi til greina að breyta þessu fyrirkomulagi.
Grímuskylda utandyra á Spáni
Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar á Spáni er heldur óhresst með þá reglu að skylda verði að bera grímu alls staðar utandyra þar í landi. Þetta þýðir að á ströndinni og við sundlaugar þarf fólk að ganga með grímur, jafnvel þó að passað sé upp á að samskiptafjarlægðin sé næg. Óttast er að fjórða bylgjan skelli á þar í landi og því hefur ríkisstjórnin gripið til þessa ráðs. 
31.03.2021 - 21:58
Koma til landsins til að sjá gosið og hunsa sóttkví
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að  erlendir ferðamenn komi hingað til lands í stuttar ferðir til að sjá eldgosið í Geldingadölum og virði þannig sóttkví að vettugi. Erfitt sé að bregðast við slíku. 
Viðtal
Opna fleiri farsóttarhús fyrir fimmtudaginn
Fólk sem kemur til landsins frá svokölluðum dökkrauðum löndum, þar sem faraldurinn geisar verst, þarf frá og með næsta fimmtudegi að dvelja í farsóttarhúsum við komuna til landsins. Búist er við þó nokkrum fjölda og því þarf að fjölga farsóttarhúsum.
27.03.2021 - 19:47
Myndskeið
Ekki hægt að sleppa því að taka í kaðalinn
Fólk flykktist enn að gosstöðvunum í dag, þó að þar hafi verið kalt og hvasst og sóttvarnalæknir mælst til þess í gær að fólk léti það vera. Heldur færri voru þar þó en í gær og um klukkan fjögur voru langflestir komnir af fjalli. Gönguleiðinni inn í Geldingadali var lokað klukkan eitt og Suðurstrandarvegi líka. Sigmar Knútsson og Svandís Grétarsdóttir voru komin niður að um eitt.
Myndskeið
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á miðnætti
Ríkisstjórn Íslands boðaði til fréttamannafundar í Hörpu klukkan 15 í dag vegna stórra hópsmita kórónuveirunnar. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir breyttar sóttvarnaráðstafanir og reglur til þess að stemma stigu við fjölgun smita.
24.03.2021 - 14:41
Metfjöldi smita í Póllandi
Tæplega þrjátíu þúsund COVID-smit voru greind í Póllandi í gær og hafa aldrei jafn mörg smit verið greind þar í landi á einum degi. 575 manns létust úr sjúkdómnum í Póllandi í gær.
24.03.2021 - 10:50