Færslur: Sóttvarnir

Þetta helst
Alþjóðlegt neyðarástand vegna apabólu
16.000 manns hafa nú greinst með apabólu á heimsvísu. Sjúkdómurinn hefur greinst í 75 löndum og fimm hafa dáið af völdum hans. Níu hafa greinst á Íslandi samkvæmt nýjustu fréttum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti um helgina yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins. Læknar segja ýmislegt í orðræðunni minna á upphaf HIV-faraldursins. Þetta helst skoðar betur þennan miður skemmtilega sjúkdóm.
Ekki megi „slátra mjólkurkúnni“ í nafni sóttvarna
Viðskiptaráð segir mikilvægt að taka tillit til fleiri en faraldurs- og læknisfræðilegra þátta við mat á sóttvarnaraðgerðum. Sóttvarnaaðgerðir, þótt nauðsynlegar séu, hafi efnahagslegar afleiðingar sem geti varað í ár og áratugi, með tilheyrandi áhrifum á lífskjör almennings.
Apabólusmitaðir í allt að fjögurra vikna einangrun
Embætti Landlæknis hefur birt leiðbeiningar fyrir almenning ef ske kynni að apabóla berist til landsins. Smitaðir einstaklingar gætu þurft að vera í einangrun í allt að mánuð.
25.05.2022 - 21:53
Ekki tilefni til aðgerða vegna apabólu
Sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af apabólu hérlendis, enn sem komið er. Fylgjast þurfi vel með stöðunni enda veiran ný í okkar heimshluta. Hún er skyld bólusótt og algengust á afskekktum svæðum í Mið- og Vestur Afríku. Lítið er vitað um hversu skæð veiran kunni að vera.
20.05.2022 - 11:31
Nýjar sóttvarnareglur
Tvær verslanakeðjur láta af grímuskyldu
Ekki verður skylt að bera andlitsgrímu í verslunum Bónus og Krónunnar frá og með deginum í dag. Viðskiptavinir verslana eru þó hvattir til að huga að sóttvörnum og halda eins metra nálægðartakmörkum. Nýjar og rýmkaðar sóttvarnarreglur tóku gildi á miðnætti.
Finnar aflétta nær öllum takmörkunum á næstu vikum
Finnar ætla að byrja að slaka á takmörkunum vegna covid 14. febrúar og stefnt er að því að flestar takmarkanir falli úr gildi 1. mars. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands tilkynnti þetta í dag. 
02.02.2022 - 14:55
Nær öllu aflétt innanlands í Danmörku í dag
Nær öllum takmörkunum vegna covid-faraldursins var aflétt í Danmörku á miðnætti. Þar í landi er sjúkdómurinn ekki lengur skilgreindur sem samfélagsleg ógn.
01.02.2022 - 13:53
Minni alvarleiki omíkron gæti leitt til léttari aðgerða
Sóttvarnalæknir segir þróun innlagna á Landspítalann næstu daga geta leitt til að létt verði á sóttvarnaaðgerðum. Skoðun á alvarleika veikinda vegna omíkron stendur yfir í samvinnu við Landspítalann. Gjörgæslusjúklingum fjölgar ekki þrátt fyrir að mikinn fjölda smita í samfélaginu.
Sjónvarpsfrétt
Fylgdu millileið Þórólfs ekki í einu og öllu
Þórólfur Guðnason tiltók þrjár leiðir sem stjórnvöld gætu farið í baráttunni við covid í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund í dag. Þær voru allt frá því að halda gildandi takmörkunum óbreyttum upp í að grípa til lokana í samfélaginu. Ríkisstjórnin ákvað að fara millileiðina, herða á nokkrum sviðum, en gekk ekki eins langt og Þórólfur útfærði þá leið í minnisblaði sínu.
14.01.2022 - 14:49
Biðla til fólks að gæta sóttvarna um áramótin
Lögreglan biðlar til almennings að gæta að sóttvörnum þegar áramótunum verður fagnað í kvöld. Ekki stendur til að banna fólki að koma saman á opnum svæðum til að skjóta upp flugeldum.
Einkennalaus ráðherra í einangrun
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að ræða áhrif sóttvarnaaðgerða á samfélagið í heild, en þúsundir manna hér á landi eru nú í sóttkví eða einangrun. Þórdís greindist með covid á þorláksmessu og hefur verið í einangrun ásamt fjölskyldu sinni en ekkert þeirra hefur fundið til einkenna.
29.12.2021 - 19:25
Spegillinn
Sóttvarnajólin 2021, omíkrón og örvunarskammtar
Margt er ólíkt með sóttvarnajólunum 2020 og 2021. Þegar landsmönnum var skipað inn í tíu manna jólakúlurnar í fyrra greindust örfá smit á degi hverjum. Nú er staðan allt önnur. Síðustu tvo daga hafa greinst fleiri smit innanlands en greindust allan desembermánuð í fyrra. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út tveimur dögum fyrir jól - og enn hafa ekki borist nein fyrirmæli að ofan um jólakúlugerð. Það ríkir óvissa, ekki síst vegna þess hvað omíkron-afbrigðið er í mikilli sókn í nágrannalöndunum.
16.12.2021 - 18:56
Segir mikilvægt að halda áfram með stuðningsaðgerðir
Lilja Alfreðsdóttir ráðherra viðskipta- menningar og ferðamála vill að stjórnvöld haldi áfram stuðningsaðgerðum fyrir þá sem verða fyrir tekjutapi út af samkomutakmörkunum. Núverandi aðgerðir falla flestar úr gildi um áramótin.
Líst vel á breytingartillögu um embætti sóttvarnalæknis
Heilbrigðisráðherra líst vel á þær hugmyndir um að sóttvarnalæknir verði framvegis skipaður af ráðherra en ekki Landlækni. Tillögur þessa efnis eru nú til umræðu í samráðsgátt stjórnvalda í tengslum fyrirhugaðar breytingar á sóttvarnalögum.
05.12.2021 - 13:20
Spegillinn
Omíkron og meint jólaboð
Umræðan um omíkron er í algleymingi í Bretlandi, hvað eigi að gera, í landi þar sem ríkisstjórnin hefur verið áberandi óviljug til að grípa til hamlandi veiruráðstafana. Enn frekar stórmál þegar jólin eru fyrir dyrum. Jólaboðin eru ákaft rædd, ekki aðeins jólaboðin í ár heldur líka jólaboð í Downing stræti í fyrra. Pólitíska spurningin er hvort COVID reglurnar þá hafi verið brotnar, sem væri stjórnarandstöðunni kærkomið dæmi um að forsætisráðherra telji sig yfir aðra hafinn.
03.12.2021 - 09:57
Þurfa að sýna bólusetningarvottorð við matarúthlutun
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur áætlar að um sextán hundruð heimili þurfi mataraðstoð fyrir komandi jól. Fólk þarf að framvísa bólusetningarvottorði til þess að fá að koma inn í úthlutunarstöð nefndarinnar.
Danmörk
Smitum fjölgar og nýbólusettum sömuleiðis
Kórónuveirusmitum er tekið að fjölga mjög í Danmörku líkt og víðar. Það virðist hafa þau áhrif að fólk er tilbúið að láta bólusetja sig. Sérfræðingur segir líklegt að svo verði áfram en bendir á að ákveðinn hópur efist um gildi bólusetninga.
2% þeirra sem smitast þurfa sjúkrahúsinnlögn
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarið, í gær greindust 144 innanlands og rúmlega þúsund eru smitaðir og í einangrun. Af þeim sem greindust í gær voru fimmtíu á Akranesi þar sem hópsmit hjá unglingum hefur breiðst hratt út í skóla í bænum. Faraldurinn er í línulegum vextir segir Alma Möller, landlæknir og bendir á að um 2% þeirra sem smitast nú þurfi að leggjast inn á sjúkrahús og hafi ekki lækkað frá því sumar en hlutfallið var 4% fyrir bólusetningu.
Faraldurinn í veldisvexti og fimmtán á spítala
Meðalaldur þeirra sem greindust með Covid hér á landi í gær er 30 ár, og voru þau sem smituðust allt frá nokkurra mánaða gömul í að vera á tíræðisaldri. Þetta kemur fram í pisli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á vefnum covid.is. Þar segir einnig að faraldurinn sé í veldisvexti.
28.10.2021 - 22:57
Myndskeið
Segist ekki sjá neitt ástand vegna COVID á sjúkrahúsinu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst ekki sjá neitt ástand sem skýrist af kórónuveirufaraldrinum á Landspítalanum. Hann kveðst hins vegar fagna þeirri góðu stöðu sem Ísland er komið í. Í dag var tilkynnt um afléttingu allra sóttvarnaaðgerða í skrefum næstu fjórar vikur.
Vara við tilslökunum þar sem lítið er bólusett
Sóttvarnastofnun Evrópu varar við því að kórónuveirusmitum geti fjölgað að nýju í einhverjum löndum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Það eigi einkum við þau ríki þar sem bólusetningar ganga hægt.
Samþykkja tillögur Þórólfs ekki á einu bretti
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tillögur sóttvarnalæknis að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna verði ekki samþykktar á einu bretti. Sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði á dögunum að næstu mánuði yrðu allir komufarþegar krafðir um neikvætt COVID-próf og fjöldatakmörk yrðu áfram til staðar. Eins metra nándarregla yrði áfram í gildi og grímuskylda við ákveðnar aðstæður. 
„Algerlega ótímabært“ að aflétta aðgerðum
Fimmtíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Helmingur var utan sóttkvíar. Staða innlagna á spít­ala er óbreytt á milli daga en virkum smitum fækkar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir of snemmt að tala um afléttingu sóttvarnaaðgerða nú þegar skólarnir fara að hefjast. Fækkun smita sé þó ánægjuefna en taka verði tölum helgarinnar með nokkrum fyrir vara.
Sjónvarpsfrétt
„Auðvitað gerum við kröfur um að kerfið þoli meira“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Almannavarna segir að heilbrigðiskerfið ætti að þola meira en það gerir. Fara þurfi vel yfir kerfið til framtíðar þegar faraldrinum lýkur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að harðar innanlandsaðgerðir myndu tefja fyrir því að þjóðin myndi hjarðónæmi.
07.08.2021 - 19:28
Íslendingum ráðið frá ferðalögum nema til Grænlands
Íslendingum er ráðlagt frá að ferðast að nauðsynjalausu til skilgreindra hættusvæða í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita í öllum löndum heims. Það á í raun við um öll lönd og svæði veraldar að Grænlandi undanskildu.