Færslur: Sóttvarnatakmarkanir

Sóttvarnar- og samkomutakmörkunum aflétt í Færeyjum
Öllum sóttvarnar- og samkomutakmörkunum vegna COVID-19 var aflétt í Færeyjum í gær. Fólki er ekki lengur ráðlagt að fara í sýnatöku og reglur um einangrun eru afnumdar.
Samkomutakmörkunum aflétt í Delí á Indlandi
Öllum samkomutakmörkunum og sóttvarnaráðstöfunum hefur verið aflétt í Delí höfuðborg Indlands. Opinberar tölur sýna að smitum af völdum omíkron-afbrigðisins hefur fækkað mjög og því tóku borgaryfirvöld þessa ákvörðun.
26.02.2022 - 07:12
Segja áhættu að hafa leikskóla opna milli jóla og nýárs
Stjórnir Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla  segja útilokað að hægt sé að gæta að sóttvörnum á milli barna og kennara. Það séu vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki látið loka leikskólum milli jóla og nýárs, verið sé að taka áhættu í sóttvörnum.
Þingmenn muni gera athugasemdir við hertar aðgerðir
Verði tillögur sóttvarnalæknis samþykktar á ríkisstjórnarfundi í dag munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera athugasemdir við það. Þetta segir Vilhjálmur Árnason þingmaður flokksins. Hann segir að tími sé til kominn að gera langtímaáætlanir í sóttvörnum, standa við fullyrðingar um að lifa með veirunni og að fleiri komi að borðinu við ákvarðanatöku.
Takmarkanir á landamærum líkt því að veiða ekki kvótann
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það efnahagslega skynsamlegt að takmarkanir fyrir bólusetta ferðamenn séu ekki harðari hér á landi en í samkeppnislöndunum.
Forsætisráðherra Nýja Suður Wales segir af sér
Gladys Berejiklian forsætisráðherra Nýja Suður Wales, fjölmennasta ríki Ástralíu sagði af sér í morgun. Ástæða afsagnarinnar er yfirstandandi rannsókn á meintri spillingu hennar.
Finnar hefja bólusetningar barna í næstu viku
Finnska ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að hefja bólusetningar á börnum, 12 til 15 ára, gegn COVID-19 í næstu viku. Finnska ríkisstjórnin fundaði um sóttvarnaaðgerðir í dag. Á fundinum fékkst þá grænt ljós á svokallaða heilsupassa sem hafa þegar verið teknir í notkun víðar í álfunni, meðal annars í Danmörku og í Frakklandi. Undirbúningur heilsupassans er hafinn en vonir eru bundnar við að með heilsupassanum verði hægt að lágmarka takmarkanir innanlands.
05.08.2021 - 14:06
187 börn í einangrun og margt óljóst varðandi skólahald
Alls eru 187 börn í einangrun á Íslandi, smituð af COVID-19, og forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að margt eigi enn eftir að skýrast varðandi skólahald. Á morgun hefst endurbólusetning skólastarfsfólks sem fékk Janssen-bóluefnið, en það fær nú einn skammt af Pfizer-efninu til að tryggja því betri vörn.