Færslur: Sóttvarnarreglur

Veitingamenn fara almennt eftir sóttvarnarreglum
Starfsmenn veitingastaða í miðborginni standa sig yfirleitt vel þegar kemur að því að framfylgja gildandi sóttvarnarreglum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti nokkra veitingastaði í miðborginni heim í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að kannað var hvort rekstrarleyfi væru gild.
Jólakúlureglur höfðu minni áhrif en við héldum
Þær sóttvarnarreglur sem voru í gildi hér yfir jól og áramót höfðu minni áhrif á jólahald landsmanna en þeir töldu fyrir fram að þær myndu gera. Áður en hátíð gekk í garð töldu nær nær 60 prósent landsmanna að reglurnar, með tilheyrandi jólakúlum og fjarlægðartakmörkunum, mundu hafa mikil áhrif á jólin þeirra, en nú þegar allt er yfirstaðið segja um 45 prósent að þær hafi haft það. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup um jólahald og áramót í sóttvarnarreglum.
Úthlutaði oblátum til kirkjugesta án sóttvarna
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort smit verði vegna þess að prestur úthlutaði oblátum í messu í Landakotskirkju í gær án þess að tryggja sóttvarnir. Sóttvarnareglur hafa tvisvar verið brotnar í Landakotskirkju. 
Evrópusambandið styður við framleiðslu bóluefna
Evrópusambandið hyggst hlaupa undir bagga með lyfjafyrirtækjum svo þau geti aukið framleiðslu sína á bóluefnum, til að koma í veg fyrir að dráttur verði á afhendingu þeirra.
Þúsundir brutu sóttvarnarreglur í Lundúnum
Lúndúnalögreglan hyggst sekta 217 eftir að upp komst um óleyfilega tónleika og fjölmenn veisluhöld í borginni á gamlárskvöld. Þúsundir komu saman víða um borgina þrátt fyrir strangar reglur sem banna fjölmennar samkomur.
Útgöngubanni linnir á Englandi en strangar reglur gilda
Á morgun, miðvikudag, linnir fjögurra vikna útgöngubanni á Englandi sem var fyrirskipað til að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.
Einn strauk úr sóttvarnarhúsinu og átök brutust út
Átök brutust úr í sóttvarnarhúsinu á Rauðarárstíg um hálf níu í gærkvöldi og þurfti að kalla lögreglu til. Um klukkustund fyrr var lögreglu einnig tilkynnt að einn væri að strjúka þaðan úr sóttkví.
06.10.2020 - 07:01
Myndskeið
Gærkvöldið „til fyrirmyndar“ í miðbænum
Rólegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með lokun skemmtistaða og kráa, og með sóttvörnum á samkomustöðum. Fréttastofa slóst í för með Stefáni, varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í eftirlitsferð um miðbæ Reykjavíkur.
Sóttvarnabrotahnappur bætist í appið
Hnappi var bætt við í appið Covid.is um helgina þar sem hægt er að tilkynna lögreglu um brot á sóttvarnareglum. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, segir að með þessu sé verið að einfalda boðleiðir fyrir fólk sem vill koma tilkynningum á framfæri þegar það telur sóttvarnareglur brotnar, en lögreglu berst talsvert af slíkum tilkynningum í gegnum tölvupóst og samfélagsmiðla.
Danskir veitingamenn lítt hrifnir af samkomutakmörkunum
Hertar samkomutakmarkanir taka gildi í Danmörku á morgun. Nú mega aðeins fimmtíu koma saman í stað hundrað áður.
Útgöngubann áfram í Melbourne
Strangt útgöngubann í Melbourne í Ástralíu verður framlengt um tvær vikur. Þetta tilkynntu yfirvöld í dag. Nýjum tilfellum Covid-19 hefur ekki fækkað nóg til að unnt sé að slaka á.
Biðst afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur
Phil Hogan, írskur yfirmaður viðskiptaráðs Evrópusambandsins, baðst í dag afsökunar á því að hafa setið 80 manna kvöldverð á miðvikudag og brotið þannig sóttvarnarreglur á Írlandi.
23.08.2020 - 13:40
Lögregla handtók þjóf sem átti að vera í sóttkví
Þrír voru handteknir í gær grunaðir um innbrot í fyrirtæki í austurborginni. Í ljós kom að einn þeirra átti að vera í sóttkví og verður hann einnig kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum. Lögregla vitjaði þrettán staða í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi við eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum. Á tveimur stöðum voru aðstæður með öllu óviðunandi með tilliti til sóttvarna.
Allir sem hlaupa til góðs fá rafnræna verðlaunapeninga
Allir sem hlaupa til góðs í góðgerðarhlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á laugardaginn fá afhentar rafrænar medalíur að hlaupi loknu. Medalíurnar eru í formi „filters“ á samfélagsmiðlum. Ekkert formlegt hlaup fer fram en fjöldi hlaupara sem ætla sér að hlapua engu að síður safnar enn áheitum.
21.08.2020 - 16:50
Hafa ekki uppfært tilmæli á covid.is
Almannavarnir hafa enn ekki uppfært upplýsingar um nálægðartakmörk á upplýsingavefnum covid.is. Víðir Reynisson sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að upplýsingar á covid.is yrðu uppfærðar vegna ósamræmis milli tilmæla þar og í nýjustu auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir.
Röng gerð af spritti í lestakerfi Kaupmannahafnar
Í ljós hefur komið að röng gerð af sóttvarnarspritti hefur verið í skömmturum í Metro, jarðlestakerfi Kaupmannahafnarborgar.
Þurfa að vera í sóttkví alla Íslandsdvölina
Hluti þeirra farþega sem komu hingað til lands í morgun vissi ekki af nýjum reglum um skimanir. Sumir þeirra höfðu ekki ætlað að dvelja hér þá fimm daga sem ferðamönnum er nú gert að verja í sóttkví á milli skimana og aðrir þurfa að vera í sóttkví allan þann tíma sem þeir dvelja hér á landi. 
Fólk frá Frakklandi og Hollandi í sóttkví í Bretlandi
Bretar tilkynntu í dag að farþegar frá Frakklandi og Hollandi þyrftu að fara í 14 daga sóttkví við komuna til landsins. Reglurnar taka gildi næsta laugardag.
13.08.2020 - 22:37
Framhaldsskólar hefja önnina í fjarkennslu
Menntaskólinn við Sund hefur haustönnina á fjarkennslu meðan hundrað manna samkomutakmarkanir eru í gildi. Raun- og listgreinar verða kenndar í skólanum eftir fremsta megni en bóklegar greinar og íþróttir í fjarkennslu.
Vonar að gærkvöldið gefi fyrirheit um komandi helgi
Lögreglumenn heimsóttu sex veitingahús á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir ástandið hafa að mestu leyti verið gott, í mesta lagi hafi þurft tilsögn um hvernig fylgja ætti sóttvarnarreglum.
Myndskeið
Segir tilslakanir mikilvægar fyrir skólastarf
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögur sóttvarnalæknis skynsamlegar. Hún segir þær sérstaklega mikilvægar fyrir skólastarf í framhaldsskólum og háskólum.
Viðtal
Breytingar á reglum setja leikmenn í erfiða stöðu
Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis í fótbolta, segir að breyttar reglur um snertiíþróttir setji leikmenn í erfiða stöðu. Hann segist ekki vita til þess að leikmenn hafi ýtt mikið á eftir því að mótin hæfust aftur, íþróttafélög hafi verið þar fremst í flokki auk fjölmiðlafólks. Þá gagnrýnir Arnar KSÍ fyrir að hafa ekki haft samráð við leikmenn við gerð draga að reglum sambandsins um sóttvarnir. Arnar var gestur í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag. 
12.08.2020 - 19:12
Ellefu sektaðir í 31 broti á sóttvarnarreglum
Það sem af er ári hefur 31 brot á sóttvarnarreglum verið tilkynnt lögreglu. Þar af hafa ellefu fengið sekt fyr­ir slík brot sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um frá rík­is­lög­reglu­stjóra til fréttastofu.
Myndskeið
Fara á veitingastaði til að tryggja að reglum sé fylgt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stefnir á að fara í eftirlitsferðir á flesta veitingastaði til að tryggja að sóttvarnarreglum sé fylgt. Þetta sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali við fréttastofu í dag.  
Ítalir hóta að banna Ryanair að fljúga til landsins
Samgönguyfirvöld á Ítalíu hótuðu í dag að banna írska flugfélaginu Ryanair að fljúga til landsins á þeim grundvelli að flugfélagið fylgi ekki sóttvarnarreglum.
05.08.2020 - 19:21