Færslur: Sóttvarnarráðstafanir
Nokkrir flugfarþegar gætu átt brottvísun yfir höfði sér
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir mögulegt sé að vísa þurfi um sex flugfarþegum frá landinu á grunni sóttvarnarlaga og ferðatakmarkana þriðja ríkis borgara. Jafnframt sé eitthvað um að farþegar framvísi ekki réttri gerð kórónuveiruprófs.
28.02.2021 - 12:02
Hröð bólusetning áhættuhópa fækkar lífshættulega veikum
Hröð bólusetning elstu aldurshópa fólks dregur verulega úr þeim fjölda sem líklegt er að veikist lífshættulega af COVID-19. Mikil útbreiðsla faraldursins hefði miklar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið, þótt vel tækist til við að verja elstu hópana.
17.02.2021 - 10:48
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
08.01.2021 - 05:50
Vænta strangra sóttvarnarráðstafana áfram í Þýskalandi
Búist er við að stjórnvöld í Þýskalandi framlengi strangar sóttvarnarreglur í landinu sem renna á út 10. janúar næstkomandi. Angela Merkel kanslari fundar með forsætisráðherrum allra sambandsríkjanna sextán síðar í dag, sem hafa sent skýr skilaboð um vilja til að áfram gildi strangar reglur um samkomur fólks.
05.01.2021 - 02:55
Grímulaus veittist að afgreiðslumanni í verslun
Síðdegis í gær réðist viðskiptavinur að starfsmanni verslunar í Breiðholti, sem hafði farið fram á að hann bæri grímu innandyra. Í dagbók lögreglu kemur fram að starfsmaðurinn meiddist ekki alvarlega. Árásarmaðurinn verður yfirheyrður með morgninum,
20.12.2020 - 05:28
Hertar aðgerðir í Sydney
Hundruðum þúsunda íbúa Sydney-borgar í Ástralíu er fyrirskipað að halda sig heima í dag og næstu þrjá daga eftir að klasasmit COVID-19 fór úr böndum í borginni.
18.12.2020 - 06:15
Mögulegt væri að bólusetja alla á örfáum dögum
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir mögulegt að bólusetja fleiri tugþúsundir manna gegn kórónuveirunni daglega.
07.12.2020 - 04:47
Ljósin tendruð á jólatrénu í Betlehem
Mohammad Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu tendraði ljósin á jólatrénu við Fæðingarkirkju frelsarans á Jötutorginu í Betlehem í gær. Það gerði hann með fjarstýringu af skrifstofu sinni í Ramallah.
06.12.2020 - 06:17
50 mega vera í útförum og 100 í búðum
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Í þeim felast 20 manna fjöldatakmarkanir, 50 manna hámark í útförum og 100 manna hámark í verslunum sem eru minni en 1.000 fermetrar. Ný reglugerð þess efnis tekur gildi mánudaginn 5. október og verður birt á morgun. Lagt er til að hún verði í gildi í 2-3 vikur og að aðgerðirnar verði í stöðugu endurmati.
03.10.2020 - 17:59
Þórólfur: „Við erum á þröskuldinum“
Við erum á þröskuldinum við að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann hyggst þó ekki leggja til hertar aðgerðir að svo stöddu.
25.09.2020 - 12:35
Sóttvarnabrotahnappur bætist í appið
Hnappi var bætt við í appið Covid.is um helgina þar sem hægt er að tilkynna lögreglu um brot á sóttvarnareglum. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, segir að með þessu sé verið að einfalda boðleiðir fyrir fólk sem vill koma tilkynningum á framfæri þegar það telur sóttvarnareglur brotnar, en lögreglu berst talsvert af slíkum tilkynningum í gegnum tölvupóst og samfélagsmiðla.
14.09.2020 - 11:51
Spritt og grímur í skólum á Spáni
Rúmlega átta milljónir spænskra barna og unglinga setjast aftur á skólabekk í þessari viku eftir að hafa verið heima í hálft ár. Gríðarlegar varúðarráðstafanir eru í öllum skólum landsins vegna COVID-19 farsóttarinnar og mikið álag á kennurum í menntakerfi sem hefur verið fjársvelt árum saman.
11.09.2020 - 07:14
Útgöngubann áfram í Melbourne
Strangt útgöngubann í Melbourne í Ástralíu verður framlengt um tvær vikur. Þetta tilkynntu yfirvöld í dag. Nýjum tilfellum Covid-19 hefur ekki fækkað nóg til að unnt sé að slaka á.
06.09.2020 - 04:54
Röng gerð af spritti í lestakerfi Kaupmannahafnar
Í ljós hefur komið að röng gerð af sóttvarnarspritti hefur verið í skömmturum í Metro, jarðlestakerfi Kaupmannahafnarborgar.
20.08.2020 - 12:20
Ekki þjóðfélag sem við viljum lifa í
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að innan hennar flokks séu uppi áhyggjur um hversu mikið frelsi borgaranna hefur verið skert í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Hún telur að nýjar reglur á landamærunum gangi of langt og í þeim felist of mikil inngrip í friðhelgi einkalífsins.
20.08.2020 - 10:04
Þurfa að vera í sóttkví alla Íslandsdvölina
Hluti þeirra farþega sem komu hingað til lands í morgun vissi ekki af nýjum reglum um skimanir. Sumir þeirra höfðu ekki ætlað að dvelja hér þá fimm daga sem ferðamönnum er nú gert að verja í sóttkví á milli skimana og aðrir þurfa að vera í sóttkví allan þann tíma sem þeir dvelja hér á landi.
19.08.2020 - 13:11
Fyrirmælum um tveggja metra reglu verður breytt
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir ljóst að breyta þurfi upplýsingum á covid.is til að tryggja samræmi milli upplýsingavefsins og nýjustu auglýsingar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum. Sóttvarnalæknir sagðist í dag telja að ferðamálaráðherra hefði ekki brotið sóttvarnarlög á laugardagskvöld þegar hún skemmti sér með vinkonum sínum.
17.08.2020 - 17:07
Danir herða sóttvarnaaðgerðir
Frá og með sunnudeginum 22. ágúst verður skylda að bera grímur í almenningssamgöngum í Danmörku til að hindra kórónuveirusmit. Til skoðunar er að skylt verði að bera grímu á fleiri stöðum þar sem margir koma saman, til dæmis í verslunum. Þetta sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur á blaðamannafundi í dag.
15.08.2020 - 16:21
„Opin“ landamæri mikil fórn fyrir lítinn ábata
„Það er mikil áhætta fyrir lítinn ávinning að hleypa fólki inn í landið,“ segir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um fyrirkomulagið við skimun á landamærunum þar sem ekki er gerð krafa um sóttkví. „Margir eru undanþegnir skimun og aðrir fá hana á verði sem ekki tekur mið af áhættunni sem ferðir yfir landamærin hafa í för með sér,“ segir Tinna.
10.08.2020 - 15:04
Mjög fáir þeirra sem greindust í gær í sóttkví
Mjög fáir þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Hann segir til skoðunar að leggja einhverja þeirra smituðu inn á spítala. Aðspurður hvort upp sé komin ný hópsýking segir Víðir að réttast sé að segja að upp sé kominn faraldur.
07.08.2020 - 11:34
Fara á veitingastaði til að tryggja að reglum sé fylgt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stefnir á að fara í eftirlitsferðir á flesta veitingastaði til að tryggja að sóttvarnarreglum sé fylgt. Þetta sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali við fréttastofu í dag.
06.08.2020 - 16:56
Grímur geta vafalaust komið í veg fyrir smit
„Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga.“ Þetta kemur fram í svari Jóns Magnúsar Jóhannessonar, deildarlæknis á Landspítalanum, á Vísindavef Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum sem tóku gildi á hádegi síðastliðinn föstudag er fólki skylt að bera grímur hér á landi við aðstæður þar sem ómögulegt er að halda tveggja metra fjarlægð milli fólks.
06.08.2020 - 15:28
Mörg þúsund Þjóðverjar mótmæla sóttvarnaraðgerðum
Um 15 þúsund Þjóðverjar flykktust út á götur Berlínar, höfuðborgar Þýskalands, í dag og mótmæltu sóttvarnaraðgerðum yfirvalda þar í landi. Samkvæmt fréttaritara BBC í Berlín voru í hópi mótmælendanna öfga-hægrimenn og fólk sem aðhyllist samsæriskenningar.
01.08.2020 - 17:43
Greindust smituð eftir að hafa verið neitað um sýnatöku
„Ég ætlaði í langt ferðalag um landið með félaga mínum. Ef ég hefði fylgt leiðbeiningum hjúkrunarfræðings væri ég sennilega núna á Borgarfirði eystra,“ segir Gilad Peleg í samtali við fréttastofu.
01.08.2020 - 14:21
Neytendum stafar ekki hætta af smiti í matvælafyrirtæki
Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar eru sammála um að neytendum stafi engin hætta af smiti sem greindist í gær hjá starfsmanni fyrirtækis sem flytur inn og dreifir matvælum.
31.07.2020 - 17:46