Færslur: sóttvarnarlög

Harðari reglur um sóttkví barna hér en í nágrannalöndum
Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að harðari reglur gildi um sóttkví barna hér á landi en í löndunum í kring.
Sjónvarpsfrétt
Hafa ekki rætt ný lög um sóttkvíarhús í ríkisstjórn
Heilbrigðisráðherra segir mögulega lagasetningu um sóttkvíarhótel ekki hafa verið rædda í ríkisstjórn. „Ég held að þetta hafi verið mjög mikilvægt fyrir sóttvarnir og vernda þessa þjóð fyrir þessari veiru,” segir sóttvarnarlæknir.
Kastljós
Ræða breytingar á sóttvarnarlögum
Velferðarnefnd Alþingis lagði í kvöld fram sameiginlegt nefndarálit með breytingartillögum við frumvarp heilbrigðisráðherra að nýjum sóttvarnalögum og er stefnt að þvi að önnur umræða fari fram á Alþingi á morgun. Einar Þorsteinsson ræddi frumvarpið við Ólaf Þór Gunnarsson, þingmann VG, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Sjálfstæðisflokks, í Kastljósi í kvöld.
27.01.2021 - 20:30
Nítján sektuð fyrir brot á sóttvarnarlögum
29 einstaklingar og fyrirtæki hafa farið í ákæruferli hjá lögreglu fyrir brot á sóttvarnarlögum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Þar af hafa nítján verið sektuð.
Starfshópur leggi til breytingar á sóttvarnarlögum
Skýra ber ákvæði núgildandi sóttvarnalaga um valdheimildir stjórnvalda varðandi opinberar sóttvarnarráðstafanir. Þetta er meðal verkefna starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipar auk þess að gera drög að frumvarpi til breytinga á lögunum.