Færslur: Sóttvarnareglur

Sóttkvíartími styttur í Færeyjum
Færeysk stjórnvöld hafa ákveðið að stytta þann tíma sem fólk þarf að vera í sóttkví úr fjórtán dögum í tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sóttvarnareftirlit eyjanna sendi frá sér í gær.
Grímuskylda um allt land
Frá og með þriðjudeginum 20.október verður skylt að nota andlitsgrímur um allt land þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nándarmörk. Utan höfuðborgarsvæðisins mega engir áhorfendur vera á íþróttaviðburðum, eins og á höfuðborgarsvæðinu. Á höfuðborgarsvæðinu verða allar æfingar og keppni í íþróttum, sem krefjast snertingar, óheimilar.
Fólk í sóttkví fer í Sorpu og íþróttafólk æfir inni
Starfsfólk Sorpu hefur ítrekað orðið vart við að fólk komi inn á endurvinnslustöðvarnar þrátt fyrir að vera í sóttkví. „Við fáum þónokkrar ábendingar um að fólk sæki sér þjónustu þótt það sé í sóttkví,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. „Við hvetjum fólk til að virða reglurnar um sóttkví, sem eru alveg skýrar, enda eru þær eitt af aðalvopnum okkar gegn útbreiðslu veirunnar,“ bætir hann við.
Brúðkaupsdagurinn 10102020 COVID að bráð
Nokkuð er um að pör hafi afbókað fyrirhugaðar hjónavígslur í gær 10. október 2020, vegna samkomutakmarkana. Allmörg hjónaefni horfðu hýru auga til þessarar skemmtilega samsettu dagsetningar sem hægt er að skrifa 10102020.
11.10.2020 - 15:00
Myndskeið
50 mega vera í útförum og 100 í búðum
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Í þeim felast 20 manna fjöldatakmarkanir, 50 manna hámark í útförum og 100 manna hámark í verslunum sem eru minni en 1.000 fermetrar. Ný reglugerð þess efnis tekur gildi mánudaginn 5. október  og verður birt á morgun. Lagt er til að hún verði í gildi í 2-3 vikur og að aðgerðirnar verði í stöðugu endurmati.
Lokun vínveitingastaða aflétt með skilyrðum
Öllum vínveitingastöðum verður gert að ábyrgjast að sæti séu fyrir alla gesti frá og með mánudeginum 28. september. Tímabundinni lokun verður aflétt með því skilyrði að gestir sitji kyrrir í sætum sínum líkt og tíðkast á veitinga- og kaffihúsum.
Þórólfur: „Við erum á þröskuldinum“
Við erum á þröskuldinum við að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.  Hann hyggst þó ekki leggja til hertar aðgerðir að svo stöddu.
Segir ekki tilefni til að ráðast í harðari aðgerðir
„Mér finnst ekki vera tilefni núna til að fara í harðari aðgerðir,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Vegna þess hversu mikið greindum smitum gærdagsins fækkaði frá því í fyrradag sagðist hann myndu hinkra með að leggja til að takmarkanir yrðu hertar.
„Fylgið reglum, annars verða þær hertar“
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verði hertar ef þeim verður ekki fylgt. Víða í Bretlandi tóku nýlega gildi reglur um að aðeins 6 manns mættu koma saman og sektir vegna brota á sóttvarnareglum voru hækkaðar til muna. Smitum hefur fjölgað hratt í Bretlandi á síðustu vikum.