Færslur: Sóttvarnareglur

Engin nálægðartakmörk á framhaldsskólaböllum
Almennar fjöldatakmarkanir miðast nú við 500 manns og ef hraðpróf eru notuð mega allt að 1.500 koma saman, en ef viðburðirnir eru standandi þarf annað hvort að hafa grímu eða einn metra á milli fólks. Reglur um nálægðartakmörk gilda ekki á skólaskemmtunum: þar mega 1.500 koma saman án þess að halda fjarlægð eða vera með grímu, ef allir vísa hraðprófi.
Finnar vonast til að aflétta öllu fyrir lok mánaðarins
Finnsk heilbrigðisyfirvöld hyggjast aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum um leið og 80 prósent þjóðarinnar, tólf ára og eldri, hafa verið bólusett. Stefnt er að því að það takist fyrir lok mánaðarins.
Slakað á reglum í stærstum hluta Nýja Sjálands
Slakað verður á útgöngubanni og öðrum samkomutakmörkunum á Nýja Sjálandi í vikunni. Strangar reglur gilda þó áfram í Auckland, stærstu borg landsins.
Samþykkja tillögur Þórólfs ekki á einu bretti
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tillögur sóttvarnalæknis að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna verði ekki samþykktar á einu bretti. Sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði á dögunum að næstu mánuði yrðu allir komufarþegar krafðir um neikvætt COVID-próf og fjöldatakmörk yrðu áfram til staðar. Eins metra nándarregla yrði áfram í gildi og grímuskylda við ákveðnar aðstæður. 
Hægt að skylda starfsfólk til að vera bólusett
Vinnustaðir eins og skólar geta farið fram á að starfsfólk sé bólusett, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að þegar smit koma upp í skólum sé ekki hægt að beita öðrum aðferðum en að sóttkví. 
187 börn í einangrun og margt óljóst varðandi skólahald
Alls eru 187 börn í einangrun á Íslandi, smituð af COVID-19, og forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að margt eigi enn eftir að skýrast varðandi skólahald. Á morgun hefst endurbólusetning skólastarfsfólks sem fékk Janssen-bóluefnið, en það fær nú einn skammt af Pfizer-efninu til að tryggja því betri vörn.
Smituðu ferðamennirnir í Herjólfi reyndust þrjátíu
Hópur þrjátíu erlendra ferðamanna sem sigldi með Herjólfi til Vestmannaeyja í fyrradag er kominn í einangrun í nýja farsóttarhúsinu sem var opnað í Þórunnartúni í gær. Greint var frá því í gær að fimmtán manna hópur hefði greinst með COVID-19 stuttu eftir komuna til Vestmannaeyja en Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segir þá hafa reynst tvöfalt fleiri. Þeim heilsist misvel en enginn sé alvarlega veikur.  
Útgöngubann framlengt í Brisbane og næsta nágrenni
Áströlsk yfirvöld hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í Brisbane og nærliggjandi héruðum í suðausturhluta Queensland. Aflétta átti banninu á þriðjudagsmorgun en það verður framlengt fram á næsta sunnudag.
Morgunútvarpið
Áríðandi að mæta snemma og þekkja reglur á áfangastað
Aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli hvetur farþega til að mæta snemma og kynna sér vel COVID-reglur á áfangastað. Áríðandi sé að afla tilskilinna gagna áður en lagt er í ferðalag.
Belgar bregðast við Delta-afbrigðinu með komubanni
Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að banna tímabundið heimsóknir ferðafólks frá ríkjum utan Evrópusambandsins eigi síðar en frá og með 27. júní næstkomandi. Bretland er eitt þeirra 27 ríkja sem bannið tekur til, auk Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku svo dæmi séu nefnd.
Eins metra regla og 300 mega koma saman í stað 150
Samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti mega nú 300 koma saman í stað 150 áður og fjarlægðarmörk eru stytt úr tveimur metrum í einn.
Víðir bjartsýnn á að slaka megi á sóttvarnareglum
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir ástæðu til bjartsýni á að enn megi slaka á sóttvarnareglum um miðjan mánuð, enda minnki líkur á stórum hópsmitum. Núgildandi reglugerð um takmarkanir innanlands gildir til 16. júní.
Margar og of fjölmennar ungmennasamkomur í Noregi
Mikið var um fjöldasamkomur ungra og ölvaðra Norðmanna í nótt, en mikið er um stúdentafögnuði þar um þessar mundir. Allt að tvö þúsund ungmenni söfnuðust saman í í St. Hanshaugen-almenningsgarðinum í hjarta Oslóborgar og um eitt þúsund í Frogner-garðinum í vesturborginni. Víða komu mun fleiri saman en sóttvarnareglur heimila.
30.05.2021 - 07:33
Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi
Á miðnætti í nótt tóku nýjar sóttvarnareglur gildi. Þar ber hæst að grímuskylda er víðast hvar felld úr gildi.
25.05.2021 - 00:22
Bretar hefja bólusetningu fólks undir fimmtugu
Á morgun, mánudag hleypir breska ríkisstjórnin af stokkunum átaki til að hvetja fólk undir fimmtugu að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Annað stig bólusetninga í landinu hefst á morgun en bólusetningar hafa gengið hratt fyrir sig frá því þær hófust í desember.
Geta aðeins uppfyllt útivistarákvæðið að hluta
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir ekki hægt að leyfa öllum gestum sóttvarnahúsa að njóta útivistar þegar þeir vilja. Nýtt sóttvarnahótel verður líklega opnað í Reykjavík í dag því Fosshótelið stóra við Þórunnartún er að fyllast.  
Tugir skikkaðir á sóttvarnahús - flestir án mótmæla
Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í dag en síðdegis lentu tvær flugvélar frá löndum þar sem teljast til hááhættusvæða. Stór hluti farþeganna fór með rútu í sóttkvíarhús. Einum þeirra blöskrar hversu þétt var setið í rútunni. Yfirlögregluþjónn segir flókið að ganga úr skugga um að vottorð séu ekta.
01.04.2021 - 19:35
Myndskeið
„Búin að skera allt niður nema boðskapinn“
Sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi fermdi í dag níu börn í þremur athöfnum. Veislur ýmist bíða eða eru með örsniði. Systkini fermingardrengs segja skrítið að fylgjast með honum fermast á Facebook. 
28.03.2021 - 18:46
Leggur til að landamæraaðgerðir nái líka til barna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann leggur til að landamæraaðgerðir nái líka til barna. Breska afbrigðið virðist valda meiri veikindum hjá börnum en minna smitandi afbrigði. Um helmingur kórónuveirutilfella sem greinst hafa á landamærunum í mars er af breska stofninum. 
Sex lögreglumenn særðir í mótmælum í Stokkhólmi
Nokkur hundruð manns komu saman í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, í dag til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Lögreglan hefur vísað burt 50 mótmælendum á grundvelli sóttvarnareglna. Sex lögregluþjónar eru særðir og einn þeirra var fluttur á sjúkrahús.
06.03.2021 - 18:09
Nokkrir flugfarþegar gætu átt brottvísun yfir höfði sér
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir mögulegt sé að vísa þurfi um sex flugfarþegum frá landinu á grunni sóttvarnarlaga og ferðatakmarkana þriðja ríkis borgara. Jafnframt sé eitthvað um að farþegar framvísi ekki réttri gerð kórónuveiruprófs.
Fólk fari bæði í Covid-próf úti og tvöfalda skimun hér
Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli vill herða landamæraaðgerðir. Til greina kemur að skylda alla farþega til að framvísa neikvæðu Covid-prófi, áður en flogið er til Íslands eða láta farþega bíða á flugvellinum eftir niðurstöðu fyrri skimunar. Nýleg könnun sem gerð var á landamærunum bendir til þess að 11% farþega komi hingað í þeim tilgangi að ferðast um landið.
13.02.2021 - 18:44
„Lögregla á ekki að þurfa að slá á putta veitingamanna“
Yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki eiga að þurfa að segja veitingamönnum til, þeir þekki reglurnar. Eigendur tveggja veitingastaða brutu sóttvarnalög í miðborginni í nótt og lögreglan leysti upp ólöglega útitónleika.
Messað að nýju í kirkjum eftir langa bið
Sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni segir það mikið fagnaðarefni að hægt sé að hefja helgihald að nýju. Messað verður í Dómkirkjunni á sunnudaginn í fyrsta skipti í langan tíma. Slakað hefur verið á sóttvarnareglum. Biðraðir styttast við listasöfnin og hleypa má fólki í búningsklefa líkamsræktarstöðva.
Myndskeið
236 brot á sóttvarnarlögum: „Auðvitað mjög mikið“
236 brot á sóttvarnalögum hafa verið skráð í málaskrá lögreglu frá því að faraldurinn hófst. Yfirlögregluþjónn segir að þetta séu mjög mörg brot, sérstaklega í ljósi þess að flestir eigi að þekkja reglurnar. Þjóðin hafi þó heilt yfir staðið sig frábærlega gagnvart sóttvarnarlögum.