Færslur: Sóttvarnaráðstafanir

Um 1.000 sóttvarnabrot tilkynnt á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið hátt í 1.000 tilkynningar um möguleg brot á reglum um sóttkví og einangrun og brotum gegn sóttvörnum síðan kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út hér á landi. Um tíundi hluti þessara tilkynninga reyndist vera á rökum reistur og um 80% þeirra brotlegu eru karlar. Sex brot, þar sem COVID-smitað fólk fór ekki í einangrun, eru skráð hjá embættinu.
Útgöngubann í Kaliforníu
Útgöngubann gekk í gildi í Kaliforníu-ríki í dag sem snertir yfirgnæfandi meirihluti íbúa þessa fjölmennasta ríkis Bandaríkjanna. Banninu er ætlað að vara í mánuð.
08.12.2020 - 00:29
Myndskeið
Skoða svæðisbundnar sóttvarnaaðgerðir
Svandís Svavarsdóttir segir að það komi til greina að ráðast í ólíkar sóttvarnaaðgerðir milli landshluta. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir hefur verið framlengd til 9. desember og þangað til verða engar breytingar á sóttvarnaaðgerðum.
01.12.2020 - 12:44
  •