Færslur: Sóttvarnaraðgerðir

Milljónir íbúa Beijing vinna heima hjá sér
Milljónir íbúa Beijing höfuðborgar Kína héldu sig heima við í morgun en borgaryfirvöld hafa smám saman komið á ferðatakmörkunum sem ætlað er að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19.
09.05.2022 - 06:30
Fleiri andlát meðal roskins fólks en í meðalári
Andlát meðal roskins fólks eru fleiri í Færeyjum það sem af er þessu ári en að meðaltali undanfarin ár. Lýðheilsufræðingur kennir opnun samfélagsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins um.
08.05.2022 - 22:30
Tugum jarðlestastöðva lokað í Beijing vegna COVID-19
Borgaryfirvöld kínversku höfuðborgarinnar Beijing tóku til þess ráðs að loka tugum jarðlestastöðva í morgun. Smám saman hefur verið hert á sóttvarnareglum í borginni sem telur 21 milljón íbúa, vegna nýrra kórónuveirusmita.
04.05.2022 - 06:30
Ráðgerðu að taka heilbrigðisráðherra í gíslingu
Fjögur eru í haldi þýsku lögreglunnar, grunuð um að hafa ráðlagt að taka heilbrigðisráðherra landsins í gíslingu. Talið er þau hafi skipulagt mannránið sem mótmæli við sóttvarnaraðgerðum í kórónuveirufaraldrinum.
Slakað á takmörkunum á Nýja-Sjálandi
Slakað verður á ströngum sóttvarnartakmörkunum á Nýja Sjálandi í vikunni. Jacinda Ardern forsætisráðherra segir að faraldurinn hafi náð hámarki og að ónæmi gegn veirunni sé orðið verulegt.
„Enginn að tala um að draga veikt fólk upp úr rúminu".
Sóttvarnarlæknir segir að heilbrigðisstofnanir verði að meta hvort starfsfólk með lítil eða engin einkenni COVID-19 geti mætt til vinnu. Starfandi forstjóri Landspítalans útilokar ekki að spítalinn fari aftur á neyðarstig. Undanfarna daga hafa tæplega 500 starfsmenn á LSH verið frá vegna veikinda.
Tilslakanir á föstudag að öllu óbreyttu
Heilbrigðisráðherra segir að ef ekkert óvænt komi uppá verði áfram stefnt að afléttingu innanlands 25. febrúar. Samhliða er verið að skoða afléttingar á landamærum.
21.02.2022 - 13:20
Kanadastjórn grípur til neyðarúrræða vegna mótmæla
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ákvað í dag að grípa til aðgerða sem aðeins er heimilt að beita í neyð. Með því er ætlunin að binda enda á mótmæli flutningabílstjóra og fleiri gegn skyldubólusetningu og sóttvarnareglum í landinu.
„Við viljum metrann burt“
Borgaleikhússtjóri segir það verða erfitt og flókið að halda úti stórum sýningum leikhúsanna þrátt fyrir tilslakanir á samkomutakmörkunum. Eins metra reglan gangi einfaldlega ekki upp.
Grænland
Áfengissölubann í fjórum af fimm sveitarfélögum
Áfengissölubann gildir nú í fjórum af fimm sveitarfélögum á Grænlandi. Lögreglu hefur nú í janúar borist fleiri tilkynningar um heimilisófrið en á sama tíma síðasta ár. Við því segir lögreglustjóri að þurfi að bregðast og segir mánaðamótin nú áhyggjuefni.
Næstu afléttingar eftir tæpar fjórar vikur
Samkvæmt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis, verður öllum sóttvarnarreglum innanlands aflétt fyrir 14. mars. Næstu afléttingar eru á dagskrá eftir tæpar fjórar vikur, en þá mega 200 manns koma saman, fari heilbrigðisráðherra eftir tillögum sóttvarnarlæknis.
Þingið ræði og jafnvel kjósi um sóttvarnaraðgerðir
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill þétta samtalið við Alþingi um sóttvarnir og útilokar ekki að ræða eigi sóttvarnatillögur á Alþingi og jafnvel greiða um þær atkvæði.
Breyttar reglur um sóttkví taka gildi á miðnætti
Þeir sem verða útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis þurfa ekki lengur að fara í sóttkví, samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á miðnætti. Þeir þurfa þess í stað að viðhafa smitgát, er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin þeirri smitgát.
Færeyingar hætta landamæraskimunum
Færeysk stjórnvöld hafa ákveðið að láta af skimunum við landamærin um næstu mánaðamót. Sóttvarnanefnd tók þessa ákvörðun í dag enda álítur hún að flest ný smit eigi sér uppruna innanlands.
Rautt viðbúnaðarstig vegna covid í Ekvador
Yfirvöld í Ekvador hafa lýst yfir rauðu viðbúnaðarstigi vegna tíföldunar kórónuveirusmita í landinu. Tilskipunin nær yfir 193 af 221 kantónu landsins, ásamt stórborgum á borð við Quito og Guayaquil.
Frakkar mótmæltu covid-ráðstöfunum stjórnvalda í gær
Þúsundir mótmæltu í gær hertum ráðstöfunum franskra stjórnvalda vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þeim er einkum beint gegn þeim sem ekki eru bólusettir gegn COVID-19.
Slakað á sóttvarnatakmörkunum í Hollandi
Hollensk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á sóttvarnareglum í ljósi þess að sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað þrátt fyrir mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Vonast til að Englendingar standist áhlaup omíkron
Boris Johnson forsætisráðherra kveðst vonast til þess að Englendingar standist áhlaup yfirstandandi kórónuveirubylgju án þess að grípa þurfi til frekari takmarkana á athafnafrelsi fólks. Heilbrigðiskerfisins bíði þó ströng glíma við omíkron-afbrigðið og afleiðingar þess.
Telur ákvörðun ráðherra vera byrjendamistök
Formaður félags grunnskólakennara telur byrjendamistök liggja að baki því að mennta- og barnamálaráðherra ætli ekki að fresta skólabyrjun eins og sóttvarnalæknir lagði til fyrir jól vegna kórónuveirunnar og fjöldasmita í samfélaginu.</p>
03.01.2022 - 09:21
Strangar takmarkanir í Hollandi yfir hátíðarnar
Yfirvöld í Hollandi hafa kynnt nýja reglugerð um sóttvarnaraðgerðir sem tekur gildi á sunnudag og verður í gildi yfir hátíðarnar. Þá verður meirihluta verslana lokað í landinu, ásamt krám, líkamsræktarstöðvum og fleiri fjölförnum stöðum. Samkvæmt reglunum verður aðeins leyfilegt að bjóða tveimur gestum, eldri en 13 ára, inn á heimili sitt, en fjórir gestir verða leyfðir á hátíðisdögum. Skólar í landinu verða lokaðir til 9. janúar.
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Brussel
Þúsundir íbúa Brussel höfuðborgar Belgíu mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda í dag. Það er í annað skipti á tveimur vikum sem til mótmæla kemur vegna þess í landinu.
Mætti búinn gervihandlegg í bólusetningu
Stjórnvöld á Ítalíu hafa kynnt nýjar og hertar samkomutakmarkanir ásamt ákveðnari reglum um bólusetningarvottorð. Maður nokkur í borginni Biella reyndi að grípa til óvenjulegs ráðs til að komast fram hjá reglunum.
Engar tilkynningar um alvarleg veikindi vegna omíkron
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir ekki standa til að herða aðgerðir á landamærunum vegna hins nýja omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þá hafa engar tilkynningar borist um alvarleg veikindi vegna afbrigðisins. Sóttvarnarlæknir segir þörf á frekari upplýsingum áður en gripið verði til hertra sóttvarnaraðgerða.
Kári Stefánsson segir bólusetningu réttlætanlega skyldu
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist ekki myndu gráta það ef bólusetningar yrði krafist af fólki. Hann segir bólusetningu vera réttlætanlega skyldu.
Einkennalausum með jákvæða niðurstöðu fjölgar
Einkennalausum með jákvæða niðurstöðu úr hraðprófum hefur fjölgað jafnhliða hækkandi tíðni smita. Verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ekki hægt að álykta að hraðpróf fjölgi greindum smitum.