Færslur: Sóttvarnaraðgerðir

Víðtæk bólusetning getur dregið úr ótta við ferðalög
Víðtæk og trygg bólusetning er talin geta orðið til að draga úr þeim ótta við flugferðir og ferðalög sem vart hefur orðið í faraldrinum. Þetta kemur fram í nýrri lokaskýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um sóttvarnir og efnahagsbata. Enn sé þó óvíst hvort nægilega hratt gangi að bólusetja fólk til að ferðaþjónustan fái næga viðspyrnu á komandi sumri.
„Óþægileg óvissa að vita ekki hvar við erum í röðinni“
Ísak Sigurðsson, formaður FSMA, samtaka einstaklinga með sjúkdóminn SMA (Spinal Muscular Atrophy) og aðstandenda þeirra, segir ekki alveg ljóst hvort hópurinn tilheyri áhættuhópi þegar kemur að bólusetningu vegna COVID-19.
Myndskeið
Litakerfi tekið upp 1. maí, vel ígrundað segir Katrín
Frá og með 1. maí verða sóttvarnaaðgerðir á landamærunum byggðar á áhættumati Sóttvarnarstofnunar Evrópu þar sem ríki eru flokkuð í græn, appelsínugul, rauð og grá eftir stöðu faraldursins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli. Gangi áætlanir eftir verði bólusetningu viðkvæmustu hópanna lokið á þessum tíma.
Kastljós
Hugnast vottorð um neikvætt próf innan 48 tíma við komu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill fara svipaða leið og nágrannalönd okkar að krefja alla komufarþega til landsins um vottorð um neikvætt COVID-19 próf. Margar Evrópuþjóðir hafa tekið upp slíkar reglur og er ýmist gerð krafa um að próf sé neikvætt 24, 48 og 72 tímum frá brottför.
13.01.2021 - 20:50
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
Ferðafólk til Englands framvísi neikvæðu COVID-prófi
Öllum ferðamönnum til Englands verður gert skylt að sýna neikvætt kórónuveirupróf við komuna til landsins. Prófið má ekki vera eldra en 72 tíma gamalt.
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 í Færeyjum
Fyrsta dauðsfallið hjá COVID smituðum í Færeyjum varð í fyrradag. Þá lést 68 gamall karlmaður á spítalanum í Þórshöfn eftir að hafa verið lagður inn á gjörgæsludeild í byrjun desember með alvarlegan sjúkdóm annan en COVID-19.
Færeysk veitinga- og öldurhús fá að hafa opið lengur
Veitingahúsum, börum og næturklúbbum í Færeyjum er ekki lengur gert að loka klukkan tíu að kvöldi. Tilskipun Helga Abrahamsen iðnaðar- og viðskiptaráðherra þess efnis sem tók gildi um miðjan desember rann út 4. janúar og ekki er útlit fyrir að nauðsyn sé að framlengja henni.
05.01.2021 - 01:42
Suga boðar neyðarstig í Tókíó vegna COVID-19
Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans boðar að lýst verði yfir neyðarástandi á Stór-Tókíósvæðinu vegna gríðarlegrar útbreiðslu kórónuveirusmita í þriðju bylgju faraldursins.
Daglega eru slegin met í kórónuveirusmitum vestra
Alls greindust 277 þúsund ný kórónuveirusmit í Bandaríkjunum á laugardag. Enn einu sinni er slegið met, en aldrei hafa fleiri greinst með COVID-19 þar í landi á einum degi.
Á annað þúsund tilkynningar vegna sóttvarnarbrota
Um 1.200 tilkynningar vegna grunsemda um brot gegn reglugerðum um sóttvarnir, sóttkví eða einangrun bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2020.
Njósnarinn Pollard kominn til Ísrael
Benjanmín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, tók í morgun á móti Jonathan Pollard, Bandaríkjamanni sem sat í fangelsi í 30 ár í heimalandi sínu fyrir að hafa njósnað fyrir Ísraela.
30.12.2020 - 07:07
Fórst fyrir að afmá persónugreinanlegar upplýsingar
Lögregla hefur nú dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var á fjölmiðla á aðfangadag til skoðunar ef marka má tilkynningu sem lögregla sendi í dag til fjölmiðla. Í færslunni var greint frá því að ráðherra ríkisstjórnarinnar hefði verið viðstaddur samkvæmi í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur sem lögum samkvæmt átti að vera lokaður.
„Svona tilfinning eins og foreldrar tengja vel við“
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi nú til skoðunar hugsanlegt brot á sóttavarnalögum í Landakotskirkju í gærkvöldi þar sem of margir voru við messu. Hann segist leiður yfir slíkum fregnum og vegna fjölmenns samkvæmis sem haldið var á Þorláksmessukvöld þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta.
Nýjum tilfellum COVID-19 fækkar í Sydney
Undanfarna tvo daga hefur nýjum kórónuveirutilfellum fækkað í Sydney í Ástralíu. Það glæðir vonir íbúa borgarinnar um að geta haldið jól með fjölskyldu og vinum en í síðustu viku var gripið til hertra aðgerða til að stemma stigu við skyndilegri útbreiðslu veirunnar.
22.12.2020 - 03:55
Jólamessurnar með breyttu sniði í Danmörku
Þótt jólaguðsþjónustur verði ekki bannaðar í Danmörku þetta árið er ætlast til að þær verði með breyttu sniði. Kirkjumálaráðuneytið danska hefur gefið út viðmiðunarreglur um hvernig best sé að standa að málum á tímum kórónuveirufaraldursins.
22.12.2020 - 02:36
Enn bætast við ríki sem banna ferðalög frá Bretlandi
Nýtt og smitnæmara afbrigði kórónuveirunnar sem gengið hefur á Bretlandseyjum hefur orðið til þess að fjöldi ríkja hefur bannað ferðalög þaðan af hvaða tagi sem er. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti Evrópulönd í gær til að herða frekar aðgerðir til að hefta útbreiðslu þessa afbrigðis veirunnar.
21.12.2020 - 03:10
Kanadamenn hyggjast deila bóluefni með öðrum
Alls hafa Kanadamenn pantað yfir 400 milljónir skammta af bóluefni frá sjö framleiðendum, en þar búa þó aðeins 38 milljónir manna. Því sem þeir ekki þurfa sjálfir hyggjast þeir deila með öðrum ríkjum að sögn Justins Trudeau forsætisráðherra landsins.
Bandaríkjamenn fylgjast grannt með nýju afbrigði
Yfirvöld í Bandaríkjunum fylgjast grannt með framvindu mála varðandi hið nýja afbrigði kórónuveirunnar sem kom upp á Bretlandseyjum fyrir skömmu. Enn hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um að banna ferðalög þangað eða þaðan.
Sádi Arabar loka á alla umferð til landsins
Sádi arabísk yfirvöld hafa ákveðið að loka landamærum sínum alveg, á landi, í lofti og á legi. Ráðstöfunin kemur til vegna nýs og meira smitandi afbrigðis kórónuveirunnar og er ætlað að gilda í hið minnsta viku.
21.12.2020 - 01:09
Mótmæli í miðborg Kaupmannahafnar í kvöld
Allt að eitt hundrað svartklæddir mótmælendur gengu um miðborg Kaupmannahafnar í kvöld. Að sögn danska ríkisútvarpsins (DR) skutu þeir púðurkerlingum og hrópuðu ókvæðisorð ætluð Mette Frederiksen forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar vegna sóttvarnarráðstafana í landinu.
19.12.2020 - 23:18
Víðtækar lokanir á Ítalíu yfir jól og áramót
Ítölsk stjórnvöld hafa fyrirskipað viðtækar lokanir yfir jól og áramót til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu COVID-19. Giuseppe Conte forsætisráðherra kynnti ráðstafanirnar í kvöld.
Nýtt afbrigði kórónuveiru vekur nokkurn ugg
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kallaði ráðherra sína til neyðarfundar í kvöld. Samkvæmt fréttum breska blaðsins The Telegraph er ástæða fundarins áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem hefur orðið vart í landinu.
18.12.2020 - 23:55
Nægt bóluefni til og engin hætta á töfum að sögn Pfizer
„Ekki hefur vafist fyrir Pfizer að framleiða bóluefni sitt gegn COVID-19, né hefur sendingum verið seinkað,“ segir í yfirlýsingu sem lyfjaframleiðandinn sendi frá sér í gær. Yfirlýsingin kemur að sögn vegna opinbers umtals um að framleiðsla og dreifing bóluefnis Pfizer sé vandkvæðum bundin.
Kanna ferðavilja þeirra sem eiga flug til Tenerife
Ferðaskrifstofan Vita hyggst kanna ferðavilja þeirra 230 farþega sem eiga bókaða ferð til Tenerife með félaginu í næstu viku í ljósri hertra sóttvarnaraðgerða eyjunni. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, segir að reynt verði að koma til móts við óskir allra. Þeir farþegar sem það kjósa geti breytt ferðinni eða fengið hana endurgreidda en náist næg þátttaka verði ferðin farin.