Færslur: sóttvarnalög

„Úrskurður héraðsdóms alvarleg aðför að sóttvörnum“
Læknafélag Íslands vill að Alþingi breyti lögum svo sóttvarnir haldi í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að lagastoð skorti fyrir reglugerð ráðherra um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhóteli. Tryggja þurfi lagastoð fyrir ítrustu sóttvörnum.
Segir að sóttvarnalög verði afgreidd fyrir mánaðamót
Velferðarnefnd Alþingis fjallar nú um frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög og formaður nefndarinnar telur að ný sóttvarnalög verði afgreidd fyrir mánaðamót.
20.01.2021 - 12:33
Mynd með færslu
Í BEINNI
Ríkisstjórnin ræðir aðgerðir á landamærunum
Á ríkisstjórnarfundi í dag verður rætt um heimildir til sóttvarnaaðgerða á landamærunum. Búast má við að í framhaldinu verði gefin út ný reglugerð þar að lútandi.
Kastljós
Hugnast vottorð um neikvætt próf innan 48 tíma við komu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill fara svipaða leið og nágrannalönd okkar að krefja alla komufarþega til landsins um vottorð um neikvætt COVID-19 próf. Margar Evrópuþjóðir hafa tekið upp slíkar reglur og er ýmist gerð krafa um að próf sé neikvætt 24, 48 og 72 tímum frá brottför.
13.01.2021 - 20:50
Myndskeið
Óljós lagagrundvöllur fyrir skyldudvöl í farsóttarhúsi
Lagagrundvöllur fyrir því að skylda farþega, sem velja fjórtán daga sóttkví, til að dvelja í farsóttarhúsi er enn óljós. Heilbrigðisráherra segir fleiri möguleika í athugun eins og framvísun vottorðs. Hún segir skýrast fyrir vikulok hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum eftir mánaðamót.
Lögregla: Á annað hundrað manns í kirkju í miðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við tilkynningu um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðborg Reykjavíkur á ellefta tímanum á aðfangadagskvöld. Þegar lögreglumenn komu á vettvang töldu þeir um það bil 50 manns á leið út úr kirkjunni og á milli 70 og 80 manns inni í henni, bæði fullorðna og börn.
Slæmt fordæmi hjá Bjarna, segir Þórólfur
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir veru Bjarna Benediktssonar í samkvæmi í gærkvöld þar sem sóttvarnareglur voru brotnar vera slæmt fordæmi. Hann segist eiga von á að almenningur taki þessu mjög illa.
Heilbrigðisstéttir gagnrýna frumvarp um sóttvarnalög
Sjúkraliðar og læknar gagnrýna skipan og hlutverk sóttvarnaráðs í umsögnum sínum við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingu á sóttvarnalögum. Í umsögnunum segir að bagalegt sé að sóttvarnaráð hafi ekki verið haft með í ráðum við frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum. Þá ættu sjúkraliðar að eiga fulltrúa í sóttvarnaráði.
Skoða hvort sóttvarnalög hafi verið brotin í mótmælum
Lögregla er með til skoðunar ábendingar um að sóttvarnarreglur kunni að hafa verið brotnar í mótmælum á Austurvelli í gær. Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, hvetur fólk til að hrósa ekki happi of snemma. Miður væri ef önnur bylgja smita rísi áður en bóluefni berst til landsins.
Viðtal
Útgöngubann nýtist betur þegar önnur vá steðjar að
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hefði ekki hafa beitt útgöngubanni hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins, jafnvel þó skýr heimild væri fyrir því í lögum. Slíkt ákvæði í lögum væri algert neyðarúrræði, að sögn Þórólfs og nýtist betur þegar önnur vá steðjar að.
26.11.2020 - 15:34
Klúður stjórnvalda veldur óvissu um landamæraskimun
Það að stjórnvöld hafi ekki birt 300 alþjóðasamninga sem Ísland á aðild að er hneyksli, segir prófessor í lögfræði. Einn þeirra er alþjóðaheilbrigðisreglugerðin sem vísað er í í sóttvarnalögum. Lagastoð fyrir sóttvarnaaðgerðum á landamærum er því takmörkuð og það er klúður hjá stjórnvöldum segir hann. Reglugerðin bindur því bara ríkið en ekki borgarana. 
20.10.2020 - 12:11